learn.microsoft.com - Notkunarskilmálar
Samþykki skilmála
Eftirfarandi notkunarskilmálar (e. „Terms of Use, TOU“) eiga við um notkun þína á vefsvæði Microsoft Learn (https://learn.microsoft.com) og hvers kyns tengdri þjónustu. Microsoft áskilur sér rétt til að uppfæra notkunarskilmálana hvenær sem er án þess að senda þér tilkynningu. Hægt er að skoða nýjustu útgáfu skilmálanna með því að smella á tengilinn „Notkunarskilmálar“ neðst á vefsíðum okkar.
Lýsing á þjónustu
Microsoft veitir þér aðgang að ýmsum úrræðum, þ.m.t. gagnvirku námsefni, fylgigögnum, myndskeiðum, þróunarverkfærum, niðurhalssvæðum, samskiptasvæðum og vöruupplýsingum (saman nefnt „þjónusta“) í gegnum vefsvæði Microsoft Learn, tæknisnið og tengdar þjónustur. Notkunarskilmálarnir gilda um þjónustu, þ.m.t. allar uppfærslur, úrbætur, nýja eiginleikar og/eða viðbætur nýrra vefeiginleika.
Takmörkun á einkanotkun og notkun í öðrum tilgangi en viðskiptalegum
Sé annað ekki tekið fram eru þjónustan ætluð til þinna einkanota og til notkunar í öðrum tilgangi en viðskiptalegum. Þú mátt ekki breyta. afrita, dreifa, senda út, birta á almannafæri, leika, endurgera, gefa út, gefa leyfi fyrir, skapa útgáfur af, flytja eða selja neinar upplýsingar, hugbúnað, vörur eða þjónustu sem fengist hafa frá þjónustunni (nema til eigin, persónulegra nota - ekki í atvinnuskyni) án áðurfengins samþykkis frá Microsoft. Til að tryggja þitt eigið öryggi skaltu ekki birta viðkvæmar upplýsingar eins og aðgangsorð, fæðingardaga, kennitölur, vegabréfsnúmer, kreditkortaupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar.
Persónuvernd og verndun persónuupplýsinga
Okkur er annt um öryggi persónuupplýsinga þinna. Vinsamlega lestu yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd („persónuverndaryfirlýsinguna“) því þar er greint frá því hvers konar gögnum við söfnum frá þér og tækjunum þínum, hvernig við notum gögnin og þann lagalega grundvöll sem við höfum til að vinna úr gögnunum. Yfirlýsingin um persónuvernd útlistar einnig hvernig Microsoft notar framlagt efni (eins og skilgreint er hér), athugasemdir, áhorfstölur og umsagnir um þjónustuna, samskipti, skrár, myndir, hljóð, stafræn verk, beinar streymissendingar, myndskeið og allt annað efni sem þú hleður upp, geymir, sendir út eða deilir í gegnum þjónustuna, (saman nefnt „efnið þitt“). Í þeim tilvikum sem vinnsla byggir á samþykki, og að því marki sem heimilað er í lögum, samþykkir þú samkvæmt þessum skilmálum að Microsoft megi safna, nota og birta efnið þitt og gögn í samræmi við það sem kemur fram í Yfirlýsingu um persónuvernd. Í sumum tilfellum leggjum við fram sérstaka tilkynningu og óskum eftir samþykki þínu eins og vísað er í í Yfirlýsingu um persónuvernd.
Upplýsingar um almenna notendur og efni: Notandaupplýsingar sem þú veitir (þ.m.t. notandanafn, birtingarnafn, notandamynd, ævisaga, starfsheiti, fyrirtæki, virkni þín á vefsvæði Microsoft Learn og notandaafrek) gætu verið sýnileg öðrum notendum. Þú þarft aðeins að gefa upp notandanafn og birtingarnafn til að nota Microsoft Learn-prófílinn. Allir aðrir reitir eru valkvæmir. Þú getur uppfært notandanafn þitt og birtingarnafn hvenær sem er. Microsoft gæti einnig safnað og birt dagsetninguna sem þú stofnaðir Microsoft Learn-prófíl á og tengsl þín við Microsoft.
Allt efni sem þú birtir opinberlega gæti einnig verið skoðað af öðrum. Þú gætir mögulega eytt tilteknum tegundum efnis eftir að þú hefur birt það en ekki er hægt að eyða öllu efni sem hefur verið birt opinberlega.
Yfirlýsing sem á sérstaklega við um hugbúnað sem tiltækur er á þessu vefsvæði
Allur hugbúnaður sem tiltækur er til niðurhals í gegnum þjónustuna („hugbúnaður“) telst vera höfundarréttarvarið verk Microsoft og/eða birgja þess. Notkun á hugbúnaðinum lýtur ákvæðum leyfissamnings endanotanda sem fylgir með hugbúnaðinum, sé hann til staðar, sem fylgir með hugbúnaðinu eða er hluti af honum („leyfissamningur“). Endanotandi mun ekki geta sett upp neinn hugbúnað sem krefst leyfissamnings eða ef leyfissamningur er hluti af hugbúnaðinum nema hann samþykki fyrst skilmála leyfissamningsins. Þér er veitt leyfi fyrir forskriftum eða kóða frá þriðju aðilum, sem þetta vefsvæði tengir á eða vísar til, af þeim þriðju aðilum sem eiga slíkan kóða, en ekki af Microsoft.
Hugbúnaðurinn er eingöngu gerður tiltækur til niðurhals fyrir notendur samkvæmt leyfissamningnum. Öll fjölföldun eða dreifing á hugbúnaðinum sem ekki er í samræmi við leyfissamninginn er stranglega bönnuð samkvæmt lögum og getur leitt til þungra viðurlaga í einka- og sakamálarétti. Brotlegir verða sóttir til saka og þyngstu refsingar krafist.
ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ TAKMARKI ÁÐURNEFND SKILYRÐI ER AFRITUN EÐA FJÖLFÖLDUN Á HUGBÚNAÐINUM INN Á EINHVERN ANNAN ÞJÓN EÐA STAÐ TIL FREKARI FJÖLFÖLDUNAR EÐA DREIFINGAR SÉRSTAKLEGA BÖNNUÐ, NEMA SLÍK FJÖLFÖLDUN EÐA DREIFING SÉ SÉRSTAKLEGA LEYFÐ Í LEYFISSAMNINGNUM SEM FYLGIR MEÐ SLÍKUM HUGBÚNAÐI.
HUGBÚNAÐURINN ER EINGÖNGU Í ÁBYRGÐ Í SAMRÆMI VIÐ ÁKVÆÐI LEYFISSAMNINGSINS, SÉ UM EINHVERJA ÁBYRGÐ AÐ RÆÐA. AÐ UNDANSKILINNI ÞEIRRI ÁBYRGÐ SEM KVEÐIÐ ER Á UM Í LEYFISSAMNINGNUM SETUR MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS ÞANN FYRIRVARA VIÐ ALLAR ÁBYRGÐIR OG SKILYRÐI SEM VARÐA HUGBÚNAÐINN, ÞAR Á MEÐAL ALLAR ÁBYRGÐIR OG SKILYRÐI FYRIR SÖLUHÆFNI, HVORT SEM ÞÆR ERU BEINAR, ÓBEINAR EÐA LAGALEGAR, HÆFNI Í TILTEKNUM TILGANGI, EIGNARHALD OG HELGI EIGNARRÉTTAR. ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA GETUR MICROSOFT BOÐIÐ UPP Á VERKFÆRI OG ÚRRÆÐI TIL NOTKUNAR OG/EÐA NIÐURHALS SEM HLUTA AF ÞJÓNUSTUNNI EÐA HUGBÚNAÐARVÖRUM SÍNUM. MICROSOFT TRYGGIR Á ENGAN HÁTT NÁKVÆMNI NIÐURSTAÐNA EÐA ÚTTAKS SEM FÆST MEÐ SLÍKRI NOTKUN Á NEINUM SLÍKUM VERKFÆRUM EÐA ÚRRÆÐUM. VINSAMLEGAST VIRTU HUGVERKARÉTTINDI ANNARRA ÞEGAR ÞÚ NOTAR VERKFÆRIN OG ÚRRÆÐIN SEM Í BOÐI ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA EÐA HUGBÚNAÐARVÖRUR MICROSOFT.
SKÝRING Á TAKMÖRKUÐUM RÉTTI. Allur hugbúnaður sem hlaðið er niður úr þjónustunni af Bandaríkjum Norður-Ameríku eða fyrir hönd þeirra, stofnana þeirra og/eða fyrir tilstilli þeirra („bandarísk stjórnvöld“) er veittur með takmörkuðum rétti. Notkun, fjölföldun eða birting bandarískra stjórnvalda er háð takmörkunum eins og tiltekið er í undirlið (c)(1)(ii) í ákvæðinu „Réttindi í tæknilegum gögnum og tölvuhugbúnaði“ í DFARS 252.227-7013 eða undirlið (c)(1) og (2) í „Takmörkuð réttindi í tölvuhugbúnaði“ í 48 CFR 52.227-19, eftir því sem við á. Framleiðandi er Microsoft Corporation, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052-6399.
Yfirlýsing sem á sérstaklega við um skjöl sem tiltæk eru á þessu vefsvæði
Ákveðin gögn geta lotið sérstökum leyfisskilmálum, öðrum en þeim sem hér er að finna. Ef skilmálar stangast á skulu sérstöku leyfisskilmálarnir ráða. Heimild til að nota skjöl (eins og hvít skjöl (white documents), fréttatilkynningar, gagnablöð og algengar spurningar) vegna þjónustunnar er heimiluð, að því gefnu (1) að höfundarréttartilkynningin að neðan komi fram í öllum afritum og að bæði höfundarréttartilkynningin og þessi heimild komi fram, (2) að skjöl frá þjónustunni séu notuð í upplýsingaskyni og persónulegum tilgangi eingöngu og ekki í atvinnuskyni, muni ekki verða afrituð eða birt á neinum nettölvum eða útvarpað á neinum miðlum, og (3) engar breytingar séu gerðar á neinu skjalanna. Viðurkenndar menntastofnanir eins og K-12, háskólar, einka- og opinberir háskólar og fylkisháskólar mega hlaða niður skjölum til dreifingar í skólastofum. Dreifing utan skólastofu kallar á sérstakt skriflegt leyfi. Hvers kyns notkun í öðrum tilgangi er skýrt bönnuð með lögum og getur leitt til refsinga skv. hegningarlögum og einkamálarétti. Brotlegir verða sóttir til saka og þyngstu refsingar krafist.
Skjöl sem tilgreind eru að ofan innihalda ekki hönnun eða uppsetningu Microsoft.com vefsetursins eða hvers annars vefseturs sem Microsoft á, rekur, veitir leyfi fyrir eða stjórnar. Hlutar Microsoft-vefsetursins eru verndaðir af umbúnaði, vörumerki, ójafnri samkeppi og öðrum lögum og má ekki afrita eða herma eftir að hluta til eða í heilu lagi. Engin lógó, hljóð eða mynd frá neinum Microsoft-vefsetrum má afrita eða senda út á ný nema skýru leyfi frá Microsoft.
Fyrirvari og takmarkanir ábyrgðar fyrir þjónustuna
MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS GEFA ENGAR FULLYRÐINGAR UM HENTUGLEIKA ÞJÓNUSTUNNAR EÐA HENTUGLEIKA UPPLÝSINGA SEM ER AÐ FINNA Í SKJÖLUM OG TENGDU MYNDEFNI SEM BIRT ER SEM HLUTI AF ÞJÓNUSTUNNI Í NOKKRUM TILGANGI. ÖLL SLÍK SKJÖL OG TENGT MYNDEFNI ER SETT FRAM „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR” ÁN NOKKURRAR ÁBYRGÐAR AF NEINU TAGI. MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS SETJA FYRIRVARA VIÐ ALLA ÁBYRGÐ OG SKILYRÐI SEM VARÐA ÞJÓNUSTUNA, UPPLÝSINGAR OG TENGT MYNDEFNI, ÞAR Á MEÐAL ALLA ÁBYRGÐ OG SKILYRÐI FYRIR SÖLUHÆFNI, HVORT SEM HÚN ER BEIN, ÓBEIN EÐA LAGALEG, HÆFNI Í TILTEKNUM TILGANGI, EIGNARHALD OG HELGI EIGNARRÉTTAR. UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKULU MICROSOFT EÐA BIRGJAR ÞESS BERA BÓTASKYLDU VEGNA NOKKURS SÉRSTAKS ÓBEINS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA NEINS TJÓNS YFIR HÖFUÐ SEM HLÝST AF MISSI Á NOTKUN, GÖGNUM EÐA HAGNAÐI, HVORT SEM ER VEGNA FRAMKVÆMDAR SAMNINGS, VANRÆKSLU EÐA ANNARS KONAR VANEFNDA SEM HLJÓTAST Á EINHVERN HÁTT AF NOTKUN EÐA Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN EÐA GÆÐI UPPLÝSINGA SEM TILTÆKAR ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA.
ÞAU SKJÖL OG TENGT MYNDEFNI SEM BIRT ER Í ÞJÓNUSTUNNI GETUR INNIHALDIÐ TÆKNILEGAR SKEKKJUR EÐA LETURFRÆÐILEGAR VILLUR. BREYTINGAR ERU REGLULEGA GERÐAR Á UPPLÝSINGUM ÞEIM SEM HÉR KOMA FRAM. MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS KUNNA HVENÆR SEM ER AÐ GERA LAGFÆRINGAR OG/EÐA BREYTINGAR Á ÞEIRRI VÖRU/ÞEIM VÖRUM OG/EÐA ÞVÍ FORRITI/ÞEIM FORRITUM SEM HÉR ER LÝST.
UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKULU MICROSOFT EÐA BIRGJAR ÞESS BERA BÓTASKYLDU VEGNA NOKKURS SÉRSTAKS ÓBEINS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA NEINS TJÓNS YFIR HÖFUÐ SEM HLÝST AF MISSI Á NOTKUN, GÖGNUM EÐA HAGNAÐI, HVORT SEM ER VEGNA FRAMKVÆMDAR SAMNINGS, VANRÆKSLU EÐA ANNARS KONAR VANEFNDA SEM HLJÓTAST Á EINHVERN HÁTT AF NOTKUN EÐA Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN EÐA FRAMMISTÖÐU HUGBÚNAÐAR, SKJALA, AF RÁÐSTÖFUNUM EÐA VÖNTUN Á AÐ ÞJÓNUSTA SÉ VEITT, EÐA UPPLÝSINGUM SEM TILTÆKAR ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA.
Reikningur Microsoft Learn-prófílsins, aðgangsorð og öryggi
Þú gætir þurft að hafa Microsoft-reikning, Azure Active Directory-reikning eða Microsoft Learn-prófíls til að nálgast eitthvað að þessari þjónustu.
** Microsoft-reikningur.** Með Microsoft-reikningnum getur þú skráð þig inn í vörur, vefsvæði og þjónustu á vegum Microsoft og tiltekinna samstarfsaðila Microsoft. Þú getur stofnað Microsoft reikning með því að skrá þig á netinu. Microsoft-reikningr fara eftirÞjónustusamningi Microsoft.
Azure Active Directory reikningur. Þú gætir átt virkan reikning hjá Microsoft í gegnum fyrirtæki eða samtök sem þú ert aðili að. Vinsamlega hafðu samband við stjórnanda samtakanna til þess að fá upplýsingar um þennan reikning.
Reikningur Microsoft Learn-prófílsins. Microsoft Learn-prófíllinn gerir þér kleift að skrá þig inn á vefsvæði Microsoft Learn og nota tengda þjónustu, þ.m.t. frían aðgang að námsefni, opnun afreka, einkunnagjöf, athugasemdir, færsluinnihald og aðra gagnvirka þjónustu. Þú getur stofnað Microsoft Learn-prófíl með því að færa inn notandanafn í Microsoft Learn-prófíl eftir að hafa skráð þig inn á Microsoft-reikning eða Azure Active Directory-reikning.
Þú samþykkir að gefa ekki upp neinar rangar, ónákvæmar eða villandi upplýsingar þegar þú stofnar Microsoft Learn-prófíl. Þú berð fulla ábyrgð á því að tryggja leynd aðgangsorðsins og reikningsins. Enn fremur berð þú fulla ábyrgð á allri virkni sem fram fer á reikningnum þínum. Þú samþykkir að tilkynna Microsoft tafarlaust um alla óleyfilega notkun á reikningnum þínum eða annars konar öryggisrof. Microsoft ber ekki bótaábyrgð vegna nokkurs tjóns sem þú kannt að verða fyrir vegna þess að einhver annar noti aðgangsorð þitt eða reikning, hvort sem það er með þinni vitund eða ekki. Þú gætir á hinn bóginn borið bótaábyrgð vegna tjóns sem Microsoft eða annar aðili verður fyrir, ef einhver annar notar reikninginn þinn eða aðgangsorðið. Þú mátt ekki nota reikning neins annars án leyfis reikningshafa.
Ef þú stofnar Microsoft Learn-prófíl fyrir hönd lögaðila, t.d. vinnustaðar þíns eða vinnuveitanda, staðfestir þú að þú hafir lagalega heimild til að samþykkja skilmálana fyrir hönd viðkomandi. Þú getur ekki flutt skilríki Microsoft Learn-prófíls til annars notanda eða lögaðila. Haltu reikningsupplýsingum og lykilorði leyndu til að vernda reikninginn þinn. Þú berð ábyrgð á öllu því sem fram fer á Microsoft Learn-prófílnum þínum.
Þú getur lokað reikningi Microsoft Learn-prófílsins með því að opna stillingar Microsoft Learn-prófílsins þíns hér.
Engin ólögleg eða óheimil notkun
Það er skilyrði fyrir notkun þinni á þjónustunni að þú notir hana ekki í neinum þeim tilgangi sem er ólöglegur eða óheimill samkvæmt þessum ákvæðum, skilmálum og yfirlýsingum. Þú mátt ekki nota þjónustuna með neinum þeim hætti sem gæti skaðað, gert óvirka, sett of mikið álag á eða hamlað nokkrum þjóni Microsoft eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft, eða sem truflar notkun nokkurs annars aðila á þjónustunni. Þú mátt ekki reyna að fá óleyfilegan aðgang að neinni þjónustu, öðrum reikningum, tölvukerfum eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft eða þjónustu, með því að hakka þig inn, nota aðgangsorðanám, eða með nokkrum öðrum hætti. Þú mátt ekki afla þér eða reyna að afla þér neins efnis eða upplýsinga með neinum hætti sem ekki eru vísvitandi gerðar tiltækar í gegnum þjónustuna.
Reglur
Til að tryggja stafrænt öryggi samskipta notenda við efni þeirra og hegðun hefur þjónustan reglur um hvers konar efni og hegðun eru ekki leyfð. Bannað efni verður fjarlægt. Reikningnum þínum gæti verið lokað eða eytt úr þjónustunni ef þú birtir skaðlegt efni.
Einelti og áreitni
Við leyfum ekki efni eða framkomu sem beinist að einstaklingi eða hópi í gegnum móðgandi hegðun. Þetta felur í sér eftirfarandi:
- Að áreita, hræða eða ógna öðrum.
- Að særa fólk með því að móðga eða gera lítið úr því.
- Að halda áfram sambandi eða samskiptum sem eru óæskileg, sérstaklega þar sem aðili lætur aðra hræðast meiðsli.
Kynferðislega misnotkun og misneytingu barna (CSEA)
Við leyfum ekki misneytingu, skaða eða hótanir um skaða gagnvart börnum sem nota þjónustuna. Kynferðisleg misnotkun og misneyting er hvers kyns efni eða athafnasemi sem skaðar barn eða hótar því skaða með misnotkun, mansali, kúgun eða stofnar því í hættu. Í þessu felst að deila myndefni sem inniheldur kynferðislegt efni sem felur í sér eða kyngerir barn. Kynferðisleg misnotkun og misneyting barna felur einnig í sér nettælingu, t.d. óviðeigandi samskipti við börn með því að hafa samband við þau, senda einkaskilaboð eða ræða við barn til að biðja það um eða bjóða því upp á kynlíf eða kynferðislegt efni, að deila kynferðislegu efni og skipuleggja að hitta barn í kynferðislegum tilgangi. Til barna teljast einstaklingar sem eru yngri en 18 ára eða sem hafa ekki náð lögræðisaldri samkvæmt gildandi lögum.
Við eyðum Microsoft Learn-reikningi sjálfkrafa ef notandi birtir kynferðislegt efni.
Samræming skaða
Þjónustuna skal aldrei nota til að meiða fólk, þ.m.t. til að vinna með öðrum til að valda meiðslum. Ekki er leyfilegt að eiga í samstarfi eða gera áætlanir ásamt öðrum til að valda einhverjum meiðslum.
Grafískt ofbeldi og ógeðfellt efni
Ofbeldi í raunheimum getur verið truflandi, móðgandi eða jafnvel valdið notendum áfalli.
Við leyfum ekki neitt sjónrænt efni sem stuðlar að raunverulegu ofbeldi eða áverkum á fólki.
Þetta geta verið myndir eða myndbönd sem sýna:
- Raunveruleg atvik af alvarlegum meiðslum eða dauða einstaklings eða hóps.
- Heimilisofbeldi gegn raunverulegum einstaklingi eða fólki.
- Alvarleg áhrif eða líkamlegir áverkar, svo sem á líffærum eða líkamsvefjum, brenndum mannleifum, útlimum með miklum áverkum eða afhöfðun.
Hatursorðræða og mismunun
Við leyfum ekki hatursfullt efni sem er árás gegn, móðgandi eða vanvirðir einstakling í vernduðum hópi, t.d. vegna kynþáttar, uppruna, kyns, kynvitundar, kynhneigðar, trúarskoðana, upprunalands, aldurs, fötlunar eða trúarhóps.
Hatursorðræða er til dæmis:
- Að kynna skaðlegar staðalímyndir fólks sem varða verndaða þætti.
- Ómannlegar yfirlýsingar, t.d. að bera einhvern saman við dýr eða annað ómannlegt sem varðar verndaða þætti.
- Að hvetja til eða styðja ofbeldi gegn einhverjum sem varðar verndaða þætti.
- Að hvetja til aðgreiningar, útilokunar eða hótana gegn fólki vegna verndaðra þátta.
- Tákn, lógó eða aðrar myndir sem eru viðurkennd sem hatursorðræða í samskiptum eða drottnunarkennd kynþáttar.
Kynferðistengdar myndir sem eru fengnar og dreift án samþykkis.
Við leyfum ekki deilingu kynferðistengdra mynda án leyfis viðkomandi, en þetta kallast einnig ósamþykktar kynferðistengdar myndir (NCII). Við leyfum ekki að ósamþykktum kynferðistengdum myndum sé dreift í þjónustum okkar, og líðum ekkert efni sem lofar, styður eða biður um ósamþykktar kynferðistengdar myndir.
Almennt séð, ef eitthvað af eftirfarandi á við um myndband eða mynd telst hún vera ósamþykkt kynferðistengd mynd:
- Myndin var tekin í einrúmi, ekki í atvinnutengdu umhverfi.
- Hún sýnir kynferðislega athafnasemi, nekt eða kynferðislegan líkamshluta.
- Einstaklingurinn sem birtist á myndinni samþykkti ekki myndatökuna eða deilingu myndarinnar.
Þar að auki líður Microsoft engar hótanir um að deila eða birta ósamþykktar kynferðistengdar myndir, það kallast einnig kynferðistengdar myndir sem fengnar eru án samþykkis. Þetta felur í sér að biðja um eða bjóða einstaklingi peninga, myndir eða annað verðmæti í skiptum fyrir að birta ósamþykktar kynferðistengdar myndir ekki opinberar.
Kynlífsbeiðni
Við leyfum ekki fólki að nota vörur og þjónustu til að biðja um eða bjóða upp á kynlíf, kynlífsþjónustu eða kynferðislegt efni í skiptum fyrir peninga eða önnur verðmæti.
Sjálfsmorð og sjálfsáverkar
Við vinnum að því að fjarlægja efni um sjálfsmorð og sjálfsskaða sem gætu reynst hættuleg. Við vitum einnig að fólk kann að nota þjónustu okkar til að tala um geðheilbrigði, deila sögum sínum eða ganga í hópa með öðrum sem viðkoma sjálfsmorð eða sjálfsskaði.
Þetta felur í sér eftirfarandi (án takmarkana):
- Að styðja við aðferðir sem gera fólki kleift að taka líf sitt, t.d. byssur, hengingar eða ofnotkun eiturlyfja.
- Að hvetja einhvern til að taka líf sitt.
- Að sýna myndir af raunverulegu sjálfsmorði eða sjálfsmorðstilraun.
- Að hrósa þeim sem hafa framið sjálfsmorð.
Efni með sjálfsskaða sem sýnir, lofar eða hvetur til sjálfsskaða, t.d. með húðskurði, húðbruna eða húðristun. Þetta felur einnig í sér efni sem hvetur til eða veitir upplýsingar um átröskun, eða reglulegt ofát eða sveltingu.
Hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgaskoðanir
Við leyfum ekki efni sem lofar eða styður hryðjuverkamenn eða ofbeldisfulla öfgamenn, hjálpar þeim að ráða fólk eða hvetur til eða greiðir fyrir athafnasemi þeirra. Við leitum í sameinaðan lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að bera kennsl á hryðjuverkamenn eða -hópa. Ofbeldisfullir öfgamenn eru meðal annars fólk sem elur með sér ofbeldi eða ofbeldisfullt hatur gagnvart öðrum hópi.
Við munum eyða Microsoft Learn-reikningi allra notenda sem birta efni um hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgakenningar.
Mansal
Við leyfum ekkert efni sem stuðlar að mansali. Mansal er það að aðili misnotar annan aðila til eigin hagsmuna með því að svipta hann mannréttindum sínum.
Mansal felur yfirleitt í sér þrjá hluta:
- Að endurtaka flutning, endurstaðsetningu, greiðslu fyrir eða brottnám fólks.
- Beiting eða hótun um beitingu valds lyga, bragða eða þvingunar á framfylgd þessara aðgerða.
- Aðgerðir þessar eru framkvæmdar fyrir peninga, stöðu eða annars konar ávinning.
Manssal felur í sér að þvinga fólk til að vinna, giftast, taka þátt í kynferðislegri athafnasemi, eða fá læknisfræðilegar meðferðir eða aðgerðum án samþykkis þess og takmarkast ekki við aldur eða bakgrunn.
Ofbeldishótanir, hvatning og vegsömun ofbeldis
Við leyfum ekki efni sem hvetur til ofbeldis gagnvart öðru fólki með ofbeldishótunum eða hvatningu.
Ofbeldishótanir eru orð sem sýna ásetning um að valda einhverjum alvarlegum líkamlegum skaða.
Hvatning er efni sem hvetur eða þvingar til ofbeldis eða sem gæti endað í alvarlegum meiðslum á einstaklingi eða hópi.
Við leyfum einnig ekki vegsömun ofbeldis í gegnum efni sem lofar eða styður raunveruleg ofbeldisverk sem valda fólki eða hópum alvarlegum meiðslum, þ.m.t. ofbeldi sem gerðist í fortíðinni.
Fullorðinsefni og kynferðislegt efni
Við líðum ekki notkun þjónustunnar til að búa til eða deila óviðeigandi efni (svo sem nekt, kynferðislegum hrottaskap, kynferðislegu efni, móðgandi orðum, ofbeldisfullu myndefni, sjálfsskaða eða glæpsamlegu athæfi).
Blótsorð og dónaskapur
Við líðum ekki blótsyrði eða annað fyrirlitningarfullt mál.
Ruslefni
Við leyfum ekki ruslefni eða póst sem felur í sér veifveiðar eða myndun eða dreifingu spilliforrita.
Ruslefni er óumbeðinn fjöldapóstur, færslur, samskiptabeiðnir, SMS, bein skilaboð eða önnur rafræn samskipti.
Vefveiðar eru sviksamlegar eða ólöglegar sendingar tölvupósts eða annars rafræns efnis til að fá viðtakendur til að gefa upp persónuupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar í því skyni að fá aðgang að reikningum eða skrám, að flytja út skjöl eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, fá greiðslur og/eða fjárhagslegan ávinning.
Spilliforrit fela í sér allar aðgerðir sem ætlað er að valda tæknilegum skaða, svo sem afhendingu skaðlegra keyrsluskráa, skipulagningu þjónustuárása eða stjórnun skipana og stýriþjóna.
Meiðyrði, persónugerving, rangupplýsingar
Við líðum ekki athafnasemi sem er svikssamleg, röng eða villandi (t.d. að biðja um peninga á fölskum forsendum, þykjast vera einhver annar eða misnota þjónustuna til að auka leikjafjölda eða breyta röðun, einkunnum eða athugasemdum).
Notkun þjónustunnar
Þjónustan getur falið í sér tölvupóstþjónustu, tilkynningatöfluþjónustu, spjallsvæði, fréttahópa, umræðuvefi, samfélög, persónulegar vefsíður, dagbækur, myndaalbúm, skráageymslur og/eða aðrar samskiptaleiðir sem hannaðar eru til að gera þér kleift að eiga samskipti við aðra. Þú samþykkir að nota þjónustuna eingöngu til að birta, senda og taka við skilaboðum og efni sem er viðeigandi og tengist þeirri þjónustu sem um ræðir. Sem dæmi, en ekki sem takmörkun, samþykkir þú að þegar þú notar samskiptaþjónustua munirðu ekki:
- Nota þjónustu í tengslum við kannanir, samkeppnir, pýramídakerfi, keðjubréf, ruslpóst eða önnur tvöföld eða óumbeðin skilaboð (hvort sem er í atvinnuskyni eða ekki).
- Hlaða upp, eða gera með öðrum hætti tiltækar, skrár sem innihalda myndir, ljósmyndir, hugbúnað eða annað efni sem varið er samkvæmt hugverkaréttarlögum, þ.m.t., sem dæmi en ekki takmarkað við, höfundarréttar- eða vörumerkjalögum (eða samkvæmt rétti til persónuverndar eða birtingar) nema þú eigir eða hafir rétt til þess eða hafir fengið öll tilskilin leyfi til þess.
- Nota nokkurt efni eða upplýsingar, þ.m.t. myndefni eða ljósmyndir, sem er gert tiltækt í gegnum þjónustuna með nokkrum þeim hætti sem brýtur í bága við höfundarrétt, vörumerkjarétt, einkaleyfisrétt, viðskiptaleyndarmálarétt eða annan hugverkarétt nokkurs aðila.
- Hlaða upp skrám sem innihalda vírusa, trójuhesta, orma, tímasprengjur, afturköllunarþjarka, skemmdar skrár eða annan álíka hugbúnað eða forrit sem getur skaðað starfsemi tölvu annars aðila eða eign annars aðila.
- Auglýsa eða bjóðast til að selja eða kaupa vörur eða þjónustu í atvinnuskyni nema ef þjónustan heimili slík skilaboð sérstaklega.
- Hlaða niður nokkurri skrá sem send er inn af öðrum notanda þjónustunnar sem þú veist, eða átt að vita, að geti ekki hafa verið fjölfölduð, birt, flutt og/eða dreift með löglegum hætti.
- Falsa eða eyða upplýsingum um höfundarrétt, s.s. höfundarmerkingum, lagalegum eða öðrum viðeigandi tilkynningum eða hugverkamerkingum eða merkingum um uppruna hugbúnaðarins eða annars efnis í skrá sem hlaðið er upp.
- Takmarka eða koma í veg fyrir notkun annarra notenda á þjónustunni.
- Brjóta gegn siðareglum eða öðrum viðmiðum sem geta átt við fyrir tiltekna þjónustu.
- Safna saman eða með öðrum hætti safna upplýsingum um aðra, þ.m.t. netföngum.
- Brjóta gegn nokkrum viðeigandi lögum eða reglum.
- Villa á þér heimildir í því skyni að afvegaleiða aðra.
- Nota, hlaða niður eða með öðrum hætti afrita, eða láta í té (hvort sem er gegn gjaldi eða ekki), til einstaklings eða lögaðila nokkra skrá yfir notendur þjónustunnar eða nokkrar aðrar upplýsingar um notendur eða notkun eða hluta þeirra.
Microsoft ber engin skylda til að fylgjast með þjónustunni. Hinsvegar áskilur Microsoft sér rétt til að yfirfara efni sem sent er inn í gegnum þjónustuna og að fjarlægja efni eftir geðþótta. Microsoft áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang þinn að hvaða þjónustu sem er eða allri þjónustu, hvenær sem er, fyrirvaralaust og af hvaða ástæðu sem er.
Microsoft áskilur sér rétt til þess að láta af hendi allar upplýsingar sem Microsoft telur nauðsynlegar til að framfylgja öllum viðeigandi lögum, reglugerðum, lagaferlum eða stjórnvaldsbeiðnum, eða til að breyta, hafna því að birta eða fjarlægja allar upplýsingar eða efni, að hluta til eða að fullu, eftir geðþótta Microsoft.
Sýndu ávallt aðgát þegar þú veitir persónugreinanlegar upplýsingar um þig eða börnin þín í gegnum hvers konar þjónustu. Microsoft stjórnar ekki eða styður efni, skilaboð eða upplýsingar sem er að finna í nokkurri þjónustu og þess vegna afsalar Microsoft sér sérstaklega allri ábyrgð sem varðar þjónustuna og nokkra lögsókn sem hlýst af þátttöku þinni í nokkurri þjónustu. Umsjónarmenn og hýslar eru ekki viðurkenndir fulltrúar Microsoft og skoðanir þeirra þurfa ekki að vera í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
Efni sem hlaðið er inn í gegnum þjónustuna getur verið háð uppgefnum takmörkunum á notkun, fjölföldun og/eða dreifingu. Þú berð ábyrgð á því að hlíta slíkum takmörkunum ef þú hleður efninu niður.
Myndskeið og rafbækur kunna að vera eingöngu á ensku. Ef þú smellir á tenglana kann þér sömuleiðis að vera vísað áfram á bandarískt vefsetur þar sem efni er einungis að finna á ensku.
Efni sem veitt er Microsoft eða birt í gegnum þjónustuna
Microsoft gerir ekki kröfu um eignarhald á efninu sem þú lætur Microsoft í té (þ.m.t. ábendingar og tillögur) eða birtir, hleður upp, leggur til eða sendir inn í nokkra þjónustu eða tengda þjónustu til skoðunar fyrir almenning eða fyrir meðlimi nokkurs opins eða lokaðs samfélags (hvert um sig „framlag“ og saman „framlög“). Með því að birta, hlaða upp, setja inn, gefa upp eða senda inn („birta“) framlagið þitt veitir þú þó Microsoft, tengdum fyrirtækjum þess og nauðsynlegum undirleyfishöfum heimild til að nota framlagið þitt í tengslum við rekstur sinn á netinu (þ.m.t., en ekki takmarkað við, alla Microsoft-þjónustu), þ.m.t., en ekki takmarkað við, leyfisrétt til að: afrita, dreifa, send út, birta, flytja á almannafæri, endurskapa, breyta, þýða og endurskrifa framlag þitt; til birtingar nafns þín í tengslum við framlag þitt; og réttinn til að heimila slíkan rétt til allra birgja þjónustunnar.
Engin þóknun verður greidd vegna notkunar á framlagi þínu eins og hér er lýst. Microsoft ber engin skylda til að birta eða nota nokkurt framlag sem þú leggur til og Microsoft getur fjarlægt hvaða framlag sem er eftir geðþótta.
Með því að birta framlag ábyrgist þú og staðfestir að þú eigir eða sért með öðrum hætti handhafi allra réttinda framlagsins eins og lýst er í þessum notkunarskilmálum, þ.m.t., en takmarkast ekki við, allra réttinda sem þú þarft til að gefa upp birta, hlaða upp, leggja inn eða senda inn framlögin.
Auk ofangreindrar ábyrgðar og staðfestingar ábyrgist þú og staðfestir, með því að birta framlag sem inniheldur myndir eða ljósmyndir eða er grafískt að öðru leyti að hluta til eða að fullu („myndefni“), að (a) þú sért eigandi höfundarréttar slíks myndefnis eða að eigandi höfundarréttar slíks myndefnis hafi veitt þér leyfi til að nota slíkt myndefni eða hvers kyns efni og/eða myndefni sem slíkt myndefni innihaldi í samræmi við tilgang og eðli notkunarinnar og sem að öðru leyti samræmast þessum notkunarskilmálum og þjónustunum, (b) þú hafir tilskilinn rétt til að veita þau leyfi og undirleyfi sem lýst er í þessum notkunarskilmálum og (c) að sérhver einstaklingur sem birtist á slíku myndefni, ef þetta á við, hafi veitt samþykki sitt fyrir notkun myndefnisins eins og lýst er í þessum notkunarskilmálum, þ.m.t. en ekki takmarkað við, dreifingu, opinberri birtingu og endurgerð slíks myndefnis. Með því að birta myndefni veitirðu (a) öllum meðlimum lokaðs samfélags (fyrir hvert slíkt myndefni sem er tiltækt meðlimum slíks lokaðs samfélags) og/eða (b) almenningi (fyrir hvert slíkt myndefni sem er tiltækt einhvers staðar í þjónustunni, annars staðar en í lokuðu samfélagi) leyfi til að nota myndirnar þínar í tengslum við notkun, eftir því sem þessir notkunarskilmálar leyfa, á einhverri þjónustu (þ.m.t. en takmarkast ekki við, að prenta þær og búa til gjafavöru sem inniheldur slíkt myndefni) og sem felur í sér, án takmörkunar, óbundið, gjaldfrjálst leyfi sem gildir um allan heim til þess að: afrita, dreifa, senda út, birta á almannafæri, flytja á almannafæri, endurgera, breyta, þýða og enduruppsetja myndefni þitt án þess að nafn þitt komin fram á myndefninu og réttinn til að framselja hvaða birgi þjónustunnar sem er slík réttindi. Leyfin sem veitt eru í ofangreindum málsgreinum vegna myndefnis falla úr gildi þegar þú fjarlægir með öllu slíkt myndefni úr þjónustunni, að því gefnu að slíkt hafi ekki áhrif á nein leyfi sem veitt hafi verið í tengslum við slíkat myndefni áður en þú fjarlægir slíkt myndefni með öllu. Engin þóknun verður greidd vegna notkunar á myndefninu þínu.
Tilkynningar og ferli við kröfugerð vegna brota á höfundarrétti
Samkvæmt 17. bálki, grein 512(c)(2) í bandarískum lögum skal senda tilkynningar um meint brot á höfundarrétti til útnefnds fulltrúa þjónustuveitunnar. ÖLLUM FYRIRSPURNUM SEM EKKI EIGA VIÐ UM EFTIRFARANDI FERLI VERÐUR EKKI SVARAÐ. Sjá Tilkynningar og ferli við gerð krafna um brot á höfundarrétti.
Tenglar á svæði þriðju aðila
TENGLARNIR Á ÞESSARI ÞJÓNUSTU MUNU FLYTJA ÞIG AF VEFSVÆÐI MICROSOFT. TENGD VEFSVÆÐI LÚTA EKKI STJÓRN MICROSOFT OG MICROSOFT BER EKKI ÁBYRGÐ Á INNIHALDI TENGDRA VEFSVÆÐA EÐA ÞEIM TENGLUM SEM ER AÐ FINNA Á TENGDU VEFSVÆÐI EÐA NOKKRUM BREYTINGUM Á SLÍKUM VEFSVÆÐUM. MICROSOFT BER EKKI ÁBYRGÐ Á VEFVARPI EÐA NEINU ÖÐRU FORMI SENDINGA SEM TEKIÐ ER Á MÓTI FRÁ TENGDU VEFSVÆÐI. MICROSOFT SÉR ÞÉR AÐEINS FYRIR ÞESSUM TENGLUM ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA OG ÞAÐ AÐ TENGILL SÉ TIL STAÐAR FELUR EKKI Í SÉR STUÐNING MICROSOFT VIÐ VEFSVÆÐIÐ.
Stefna um óumbeðna framlagningu hugmynda, fyrirvara um rétt og endurgjöf
MICROSOFT EÐA STARFSMENN ÞESS TAKA EKKI VIÐ EÐA TAKA TIL GREINA ÓUMBEÐNAR HUGMYNDIR, Þ.M.T. HUGMYNDIR AÐ NÝJUM AUGLÝSINGAHERFERÐUM, NÝJUM TILBOÐUM, NÝJUM VÖRUM EÐA TÆKNI, FERLUM, EFNI, MARKAÐSÁÆTLUNUM EÐA NÝJUM VÖRUHEITUM. VINSAMLEGAST SENDIÐ EKKI NEITT FRUMGERT MYNDEFNI, SÝNISHORN, PRUFUR EÐA ÖNNUR VERK. TILGANGUR ÞESSARAR STEFNU ER AÐ KOMAST HJÁ MISSKILNINGI EÐA ÁGREININGI ÞEGAR VÖRUM MICROSOFT EÐA MARKAÐSSETNINGU GETUR SVIPAÐ TIL HUGMYNDA SEM SENDAR HAFA VERIÐ TIL MICROSOFT. SENDU ÞVÍ ÓUMBEÐNAR HUGMYNDIR HVORKI TIL MICROSOFT NÉ TIL NEINS AÐILA HJÁ MICROSOFT. EF ÞÚ SENDIR OKKUR HUGMYNDIR ÞÍNAR OG EFNI, ÞRÁTT FYRIR ÞÁ ÓSK OKKAR AÐ ÞÚ GERIR ÞAÐ EKKI, ER MIKILVÆGT AÐ ÞÉR SÉ LJÓST AÐ MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI AÐ FARIÐ VERÐI MEÐ HUGMYNDIR ÞÍNAR OG EFNI SEM TRÚNAÐARMÁL EÐA SEM EINKALEYFISVARIÐ EFNI.
Að öðru leyti en því sem sérstaklega er kveðið á um í þessum notkunarskilmálum veitir Microsoft þér ekki leyfi eða önnur réttindi af neinu tagi að neinu einkaleyfi, þekkingu, höfundarrétti, viðskiptaleyndarmálum, vörumerkjum eða öðru hugverki í eigu eða umsjón Microsoft eða tengdra lögaðila, þ.m.t. en ekki takmarkað við heiti, útlit, lógó eða slíkt. Ef þú gefur Microsoft hugmynd, tilboð, tillögu eða endurgjöf þar á meðal og án takmarkana hugmyndir að þjónustunni, nýjum vörum, tækni, tilboðum, vöruheitum, endurgjöf og úrbótum á vörum („endurgjöf“) veitirðu Microsoft endurgjaldslaust og án annarra skuldbindinga gagnvart þér rétt til að búa til, láta búa til, búa til afleidd verk, nota, deila og markaðsvæða endurgjöf þína með hvaða hætti sem er og í hvaða tilgangi sem er. Þú skalt ekki veita endurgjöf sem fellur undir leyfi sem krefst þess að Microsoft veiti þriðju aðilum leyfi fyrir hugbúnaði, tækni eða fylgiskjölum af því endurgjöf þín er hluti af þeim.