Deila með


Outlook Web App Light

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-09-07

Léttari útgáfan af Outlook Web App hentar sérstaklega fyrir blinda eða sjónskerta notendur og styður eldri vefvafra. Þú getur lesið og sent tölvupóstskeyti, skipulagt tengiliði, erindi og fundi.

Létt útgáfa af Outlook Web App

Létt útgáfa af Outlook Web App

Outlook Web App er ekki eina leiðin til að fá aðgang að Exchange pósthólfinu. Þú getur einnig fengið aðgang að pósthólfinu úr Outlook, úr farsíma sem styður Exchange ActiveSync og úr öllum tölvupóstforritum sem styðja POP- eða IMAP-samskiptareglur. Frekari upplýsingar er að finna í Uppsetning á tölvupósti.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef þú ert að nota studdan vafra geturðu skipt úr léttu útgáfunni af Outlook Web App yfir í stöðluðu útgáfuna af Outlook Web App. Það eru tvær aðferðir til að skipta á milli léttu og staðlaðra útgáfna af Outlook Web App. Þegar þú hefur skipt um verðurðu að skrá þig út og skrá þig aftur inn til að breytingin taki gildi. Frekari upplýsingar um studda vefvafra er að finna í Vafrar sem styðja Outlook Web App.

    • Þegar þú skráir þig inn skaltu leita að Nota létta útgáfu af Outlook Web App á innskráningarsíðunni. Ef þú sérð textann og gátreiturinn hefur verið valinn skaltu hreinsa úr gátreitnum og skipta yfir í stöðluðu útgáfuna af Outlook Web App.

    • Þegar þú hefur skráð þig inn smellirðu á Valkostir > Aðgengi og hreinsaðu úr gátreitnum Nota útgáfuna fyrir blinda og sjónskerta.

      noteAth.:
      Þessar tvær stillingar eru óháðar hvor annarri. Ef þú notar studdan vafra og sérð léttu útgáfuna af Outlook Web App, gætirðu þurft að skoða bæði innskráningarsíðuna og síðuna Valkostir til að finna gátreitinn sem á að hreinsa.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?