Deila með


Uppsetning á POP- eða IMAP-tölvupósti á ATT BlackBerry Curve

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-02-15

Þú getur sett upp tölvupóst á BlackBerry-tæki. Ef þú setur upp POP3 eða IMAP4 reikning getur þú aðeins samstillt tölvupóstinn í tækinu þínu. Ef tækið þitt er sett upp fyrir Enterprise-skýjaþjónustu BlackBerry færð þú aðgang að og getur samstillt tölvupóstinn þinn, dagbók og tengiliði. Til að fá frekari upplýsingar um Enterprise-skýjaþjónustu BlackBerry, sjá „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ seinna í þessu efnisatriði. Ef þú ert með öðruvísi tæki, sjá Farsímaaðgerðir.

Hvernig set ég upp POP- eða IMAP-tölvupóst á BlackBerry?

  1. Á heimaskjá BlackBerry-símans skaltu smella á BlackBerry Setup (BlackBerry-uppsetning) > Set up Internet E-mail (setja upp internettölvupóst) > Add An Email Account (bæta við tölvupóstreikningi).

  2. Færðu inn netfang og aðgangsorð og smelltu síðan á Áfram.

  3. BlackBerry reynir að setja upp tölvupóstreikninginn þinn sjálfkrafa. Ef uppsetning tekst skaltu fara í næsta skref. Ef ekki er hægt að grunnstilla tölvupóstreikninginn þinn sjálfkrafa skaltu gera eftirfarandi:

    1. Smelltu á Ég útvega stillingarnar til að bæta við þessum tölvupóstreikningi.

    2. Flettu niður og smelltu síðan á Áfram.

    3. Veldu Internet Service Provider Email (POP/IMAP) (netþjónusta fyrir tölvupóst) og smelltu síðan á Áfram.

    4. Ritaðu full netfang fyrir notandanafnið þitt (til dæmir tony@contoso.com).

    5. Flettu niður og sláðu inn heitið á póstþjóninum þínum. Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (POP3 or IMAP4) þjóns fyrir aðsendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

    6. Smelltu á Áfram.

    7. Sláðu inn heitið á þjóninum fyrir sendan póst. Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (SMTP) þjóns fyrir sendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

  4. Smelltu á Í lagi til að ljúka uppsetningunni.

Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar?

Þú þarft að skoða eigin POP3-, IMAP4- og SMTP-þjónsstillingar áður en þú getur sett upp POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit.

Horfðu á þetta myndskeið til að læra hvernig hægt er að finna þjónsstillingar fyrir POP- eða IMAP-tölvupóstforrit.

Skráðu þig inn í tölvupóstreikninginn með Outlook Web App til að finna þjónsstillingarnar. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu smella á Valkostir > Skoða alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang. Netþjónanöfnin POP3, IMAP4 og SMTP og aðrar stillingar sem þú kannt að þarfnast eru tilgreindar á síðunni **Samskiptareglustillingar **,undir POP-stilling , IMAP-stilling og SMTP-stilling.

noteAth.:
Ef það stendur Ekki tiltækt hjá POP-stillingu, IMAP-stillingu og SMTP-stillingu kann að vera að notkun á POP eða IMAP-tölvupóstforritum sé ekki uppsett á reikningnum þínum. Frekari upplýsingar er að finna hjá þeim aðila sem hefur umsjón með tölvupóstreikningum þínum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum farsíma mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn með Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu síðan að tengjast með farsímanum þínum. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Þetta verklag setur upp POP- eða IMAP-tengingu milli tækisins þíns og reikningsins og leyfir þér aðeins að samstilla tölvupóstinn þinn með þráðlausri tengingu. Til að fá upplýsingar um hvernig samstilla eigi tengiliðina og dagbókina milli BlackBerry-tækisins þíns og reikningsins með snúrutengingu, sjá Skjáborðshugbúnaður BlackBerry á vefsvæði BlackBerry.

  • Viðskiptaskýjaþjónusta BlackBerry fyrir Microsoft Office 365 er framtíðarþjónusta sem hönnuð er til að veita notendum BlackBerry-tækja bætta eiginleika með Office 365 reikningum. Tölvupóststjórar geta heimsótt Viðskiptaskýjaþjónustu BlackBerry fyrir Microsoft Office 365 til að fræðast meira um þessa þjónustu.

  • Ef þú ert Office 365 notandi og fyrirtækið þitt notar Viðskiptaskýjaþjónustu BlackBerry getur þú notað þjónustuna fyrir samþættan tölvupóst, dagbókar- og tengiliðaþjónustu með Microsoft Exchange Online. Á svipaðan hátt, ef þú ert ekki notandi Office 365 en ert með pósthólf á Exchange-þjóni sem notar BlackBerry Enterprise Server og BlackBerry Enterprise Server Express, getur þú einnig notað þjónustuna fyrir samþættan tölvupóst, dagbók og tengiliði með Microsoft Exchange Online. Eftir að kerfisstjórinn þinn hefur sett upp BlackBerry-tækið þitt getur þú stjórnað stillingunum í símanum þínum sjálf(ur). Til að stjórna BlackBerry-snjallsímanum þínum skaltu fara á Vefskjáborðsstjóra BlackBerry.