Deila með


Samþykkt lén

 

Á við: Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-08

Samþykkt lén er hvaða SMTP-nafnrými sem er sem skýjapóstskipanin sendir eða móttekur tölvupóst fyrir.

Hvenær er samþykkt lén notað?

Samþykkt lén er hægt að nota til að gera undirlén eða mismunandi lén virk innan léns sem fyrir er.

Virkni samþykkts léns gerir einnig viðbótarlén tiltæk fyrir viðbótarnetföng notenda, sem eru oft kölluð staðgengilsvistföng. Ef póstskipan þín hefur til dæmis áður notað fleiri en eitt lén fyrir tölvupóst viltu hugsanlega ganga úr skugga um að tölvupóstur til notenda í hvoru léninu sem er komist til skila. Segjum sem svo að þú hafir aðallénið contoso.edu og gamla lénið contoso.net. Í þessu tilfelli seturðu upp tölvupóstþjónustu í skýi með aðalléninu contoso.edu og býrð síðan til samþykkt lén fyrir contoso.net. Þegar þú býrð til nýja notendur (student@contoso.edu) í aðalléninu geturðu líka bætt við staðgengilsvistföngum (student@contoso.net) fyrir notendur. Frekari upplýsingar er að finna í Staðgengilsvistföng.

Hvernig virkja á undirlén

Þú getur sett upp samþykkt lén til að styðja undirlén, sem eru líka kölluð þriðja stigs lén (tertiary domains). Hugsum okkur sem dæmi fyrirliggjandi póstskipan þar sem fyrsta skráða lénið er contoso.edu. Stjórnandi contoso.edu hefur skráð lénið í tölvupóstþjónustu í skýi og notar lénið contoso.edu fyrir tvö stjórnunarpósthólf: postmaster@contoso.edu og administrator@contoso.edu. Aðallénið er contoso.edu. Stjórnandinn býr síðan til samþykkt lén eingöngu fyrir pósthólf nemenda. Þetta samþykkta lén er students.contoso.edu. Núna, hvenær sem stjórnandi býr til pósthólf, eru bæði aðallénið contoso.edu og samþykkta lénið, students.contoso.edu, tiltæk í Nýtt pósthólf. Stjórnandinn getur valið hvaða lén á að nota. Í þessu tilfelli myndi stjórnandinn búa til nýja nemendareikninga í samþykkta léninu students.contoso.edu.

Velja lén í nýju pósthólfi

Pósthólf og notendareikningar í skýi i eru búin til í samþykktum lénum á sama hátt og í aðalléni. Nýr Microsoft-reikningur er búin til með samþykkta lénsheitinu sem þú velur í Nýtt pósthólf. Notendur þínir nota nýja Microsoft reikninginn og samþykkta lénið til innskráningar.

Hvernig virkja á mismunandi lén

Samþykkt lén þurfa ekki að vera undirlén. Stjórnandi contoso.edu getur líka búið til nýtt samþykkt lén fyrir alla fyrrverandi nemendur, svo sem contoso-alumni.com. Þessi pósthólf fyrrverandi nemenda hafa allt annað lénsheiti.

Eins og í dæminu um undirlénin eru bæði aðallén og samþykkt lén tiltæk þegar ný pósthólf eru búin til, og ný Microsoft-auðkenni eru búin til með heiti samþykkta lénsins. Notendur nota líka nýja Microsoft-reikninginn með samþykkta léninu til að skrá sig inn eins og í dæminu um undirlénin.

Hvernig setja á upp samþykkt lén

Aðferðin til að búa til samþykkt lén er háð því hvernig þú skráðir þig í tölvupóstþjónustu í skýi, eins og hér er sýnt:

Hvernig stjórna á samþykktum lénum

Þegar þú setur upp samþykkt lén er þeim bætt við póstskipanina í skýi sem þú stjórnar nú þegar. Hvert Microsoft-auðkenni sem hefur stjórnunarréttindi í þinni póstskipan hefur þess vegna fullan aðgang að þeim samþykktu lénum sem þú grunnstillir.

Þegar lokið er við að setja upp samþykkt lén eru samþykktu lénin tiltæk í stjórnborði Exchange. Sjá hlutann um ,,Tölvupóstsvalkosti" fyrir ný og fyrirliggjandi pósthólf í viðmótinu Stjórna póstskipan minni > Notendur & Hópar > Pósthólf.