Deila með


Viðhald reiknings: Algengar spurningar Live@edu stjórnenda

 

Á við: Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-21

Hér eru spurningar stjórnenda um viðhald notendareikninga.

Spurningar

  • Hvað þarf ég að vita áður en ég byrja að endurstilla aðgangsorð notenda?

  • Ég lauk við skráninguna og er strax farin/n að búa til ný pósthólf. Nú birtast sum ný pósthólf ekki í samnýttu tengiliðaskránni. Hvað er að?

  • Ég bjó til nýtt pósthólf og sendi strax prufuskeyti í það. Þeim var skilað með tilkynningu um að sendingin hefði mistekist (NDR). Hvað er að?

  • Hvernig veiti ég öðrum notanda aðgang að stjórnunareiginleikum fyrir póstskipanina á skýjaléninu mínu?

  • Ég get ekki skráð reikning í Family Safety í Windows Live OneCare. Hvað er að?

  • Styðjið þið staðgengilsvistföng?

  • Styðjið þið pósthólf sem samþykkir allan innpóst fyrir ógild netföng?

  • Hver er varðveislutími eyddra atriða?

  • Get ég sent skeyti frá dreifingarhópi?

  • Hver er áætlunin fyrir öryggisafrit og endurheimt pósthólfa? Eru öryggisafrit pósthólfa tiltæk eða getur stjórnandi búið til öryggisafrit af pósthólfi?

  • Getur stjórnandi eða notandi búið til „svara til“ netfang fyrir reikning sinn eða reikning notanda?

  • Hvernig fæ ég ítarlegar upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með því að nota tiltæku stjórnunarverkfærin, t.d. til að svara málssókn, vitnastefnu eða beiðni um framfylgni laga?

Svör

Hvað þarf ég að vita áður en ég byrja að endurstilla aðgangsorð notenda?

Þegar þú endurstillir aðgangsorð notanda, verður notandinn einnig að uppfæra lykilorð á hvaða farsíma eða tölvupóstforriti borðtölvu sem þeir nota til að tengjast reikningum sínum. Við mælum með að þú tilkynnir notendum um þessar þarfir. Frekari upplýsingar er að finna í Endurstilla aðgangsorð notanda.

Efst á síðu

Ég lauk við skráninguna og er strax farin/n að búa til ný pósthólf. Nú birtast sum ný pósthólf ekki í samnýttu tengiliðaskránni. Hvað er að?

Þegar þú hefur skráð lénið skaltu bíða í að minnsta kosti fimm mínútur eftir því að innri uppfærslum gagnamiðstöðvar ljúki. Ef þú býrð til pósthólf áður en uppfærslunum lýkur er ekki víst að nýju pósthólfin birtist í samnýttu tengiliðaskránni í Outlook eða biðlara Outlook Web App, jafnvel þótt pósthólfið birtist á Exchange-stjórnborðinu.

Fyrir pósthólfin sem birtast ekki í tengiliðaskránni þarf að breyta einum eða fleiri eiginleikum pósthólfsins, til dæmis nafni til birtingar eða tengiliðaupplýsingum. Þegar eiginleikum pósthólfsins hefur verið breytt og breytingarnar vistaðar birtist pósthólfið í tengiliðaskránni.

Efst á síðu

Ég bjó til nýtt pósthólf og sendi strax prufuskeyti í það. Þeim var skilað með tilkynningu um að sendingin hefði mistekist (NDR). Hvað er að?

Þegar þú hefur búið til nýtt pósthólf skaltu bíða í að minnsta kosti þrjár mínútur þar til þú sendir skeyti í það. Eftir þrjár mínútur ætti pósthólfið að taka við nýjum skeytum.

Efst á síðu

Hvernig veiti ég öðrum notanda aðgang að stjórnunareiginleikum fyrir póstskipanina á skýjaléninu mínu?

Exchange Online stjórnendur geta opnað stjórnunaraðgerðir fyrir póstskipunina í stjórnborði Exchange. Hér eru upplýsingar um hvernig skýjareikningur er uppfærður: Veita notendum stjórnunarheimildir.

Efst á síðu

Ég get ekki skráð reikning í Family Safety í Windows Live OneCare. Hvað er að?

Ef þú bjóst til skýjareikning fyrir notanda sem er yngri en 18 ára færðu villu ef þú reynir að skrá tengt Microsoft-auðkenni í Family Safety frá Windows Live OneCare. Reikningar fyrir notendur sem eru yngri en 18 ára eru ekki samhæfir við Family Safety.

Efst á síðu

Styðjið þið staðgengilsvistföng?

Já. Sjá Staðgengilsvistföng.

Efst á síðu

Styðjið þið pósthólf sem samþykkir allan innpóst fyrir ógild netföng?

Nei, við styðjum ekki slík pósthólf.

Efst á síðu

Hver er varðveislutími eyddra atriða?

Frekari upplýsingar er að finna í Takmarkanir fyrir tölvupóst og viðtakendur.

Efst á síðu

Get ég sent skeyti frá dreifingarhópi?

Frekari upplýsingar er að finna í Veita notendum heimildina Senda sem.

Efst á síðu

Hver er áætlunin fyrir öryggisafrit og endurheimt pósthólfa? Eru öryggisafrit pósthólfa tiltæk eða getur stjórnandi búið til öryggisafrit af pósthólfi?

Hefðbundin öryggisafritun fer ekki fram fyrir skýjapósthólf. Gagnamiðstöðin notar aðgengishópa gagnagrunns (DAGs) til að tryggja mikið framboð og umfremd pósthólfa. Fjögur afrit af hverju pósthólfi eru til í gagnamiðstöðinni, með mörgum afritum af gögnunum á netinu. Ef notandi eyðir atriðum úr pósthólfinu fyrir slysni getur hann notað Outlook Web App > Eydd atriði > Endurheimta eydd atriði til að endurheimta eydd atriði. Yfirleitt getur stjórnandi endurheimt pósthólf sem hefur verið eytt innan 30 daga. Notandi getur búið til afrit af eigin pósthólfi með því að flytja innihald þess út í PST-skrá.

Efst á síðu

Getur stjórnandi eða notandi búið til „svara til“ netfang fyrir reikning sinn eða reikning notanda?

Stjórnandi getur breytt aðalnetfanginu sem er notað sem netfang sendanda (Frá) í öllum skeytum sem eru send úr skýjapósthólfinu. Aðalnetfangið getur verið annað en Microsoft-auðkenni skýjareiknings. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta aðalnetfangi notanda.

Notendur sem hafa grunnstillt áskriftir til að fá póst úr öðrum POP3- eða IMAP4-pósthólfum geta svarað skeytum með því að nota skráða netfangið. Frekari upplýsingar er að finna í Frekari upplýsingar um tengda reikninga.

En jafnvel þótt skýjapósthólf hafi fleiri en eitt staðgengilsvistfang skráð getur notandinn ekki valið úr lista ,,Frá" yfir netföng sendenda áður en hann sendir skeyti. Frekari upplýsingar um hvernig staðgengilsvistfang er skráð fyrir pósthólf eru í Bæta við eða fjarlægja staðfengilsvistföng úr reikningi notanda.

Ef þú veitir notanda Senda sem heimild, einnig kölluð SendAs-heimild, fyrir viðtakanda getur notandinn opnað pósthólfið hans og sent skeyti með því að nota netfang sendanda frá viðtakandanum. Frekari upplýsingar er að finna í Veita notendum heimildina Senda sem.

Efst á síðu

Hvernig fæ ég ítarlegar upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með því að nota tiltæku stjórnunarverkfærin, t.d. til að svara málssókn, vitnastefnu eða beiðni um framfylgni laga?

Til að sækja gögn sem þú getur ekki sótt með núverandi verkfærum skaltu hafa samband við Microsoft support.

Efst á síðu