Deila með


Algengar spurningar: Ýmis málefni

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-04-02

Hér eru ýmsar spurningar sem notendur spyrja um tölvupóstforrit.

Spurningar

  • Hversu stór mega viðhengi í pósti vera? Hver er leyfð hámarksstærð skeyta?

  • Ég nota ekki Internet Explorer 7 eða nýrri útgáfu. Hefur það áhrif á tiltæka þjónustu við mig?

  • Hvers vegna fékk ég viðvörun um að ekki hafi verið hægt að senda skeytið mitt og að ég eigi að reyna síðar?

  • Get ég búið til netfang fyrir „svara“ fyrir reikninginn minn í Outlook Web App?

Svör

Hversu stór mega viðhengi í pósti vera? Hver er leyfð hámarksstærð skeyta?

Sjálfgefið er hægt að hengja 125 skrárviðhengi við tölvupóstskeyti að hámarki, ekkert þeirra má fara yfir hámarksstærð skeytis. Sjálfgefin stærðarmörk skilaboða eru 25 MB. Hámarksstærð á við haus og meginmál skeytis og öll skrárviðhengi sem eru í skeytinu. Hámarksfjöldi viðtakenda tölvupóstskeyta er mismunandi eftir þeim takmörkum sem valin eru í póstskipaninni. Almenningshópur er skilgreindur sem einn viðtakandi. Einnig, ef þú notar POP3 eða IMAP4-tölvupóstforrit til þess að sækja póst er hámarkið fyrir sendingu skeyta 25 skeyti á mínútu.

noteAth.:
Tölvupóstbiðlari getur takmarkað stærð stakra skráarviðhengja við gildi sem er mun minna en stærðarmörk skeytisins. Til dæmis er hámarksstærð staks skráarviðhengis 10 MB í Outlook Web App.

Frekari upplýsingar um þetta og aðrar takmarkanir er að finna í Takmarkanir fyrir tölvupóst og viðtakendur.

Spurningar

Ég nota ekki Internet Explorer 7 eða nýrri útgáfu. Hefur það áhrif á tiltæka þjónustu við mig?

Suma valkosti í reikningnum þínum er aðeins hægt að nota ef þú notar Internet Explorer 7, Internet Explorer 8 eða Internet Explorer 9. Frekari upplýsingar um vefvafra eru í Vafrar sem styðja Outlook Web App.

Spurningar

Hvers vegna fékk ég viðvörun um að ekki hafi verið hægt að senda skeytið mitt og að ég eigi að reyna síðar?

Hugsanlega fékkstu þessi skilaboð af því að þú sendir mjög mörg tölvupóstskeyti eða fá skeyti til mjög margra viðtakenda og hefur þannig náð hámarkssendingu pósthólfsins. Hámarkssendingin er byggð á fjölda viðtakenda á 24 klukkustunda bili og hún getur verið mismunandi, allt eftir stillingum póstskipanarinnar. Ef þú nærð hámarkinu birtist viðvörun næst þegar þú reynir að senda skeyti.

Allur tölvupóstur sem þú skrifar á meðan hámarksendingu er náð verður vistaður í möppunni Drög. Eftir smátíma geturðu opnað möppuna Drög og reynt að senda tölvupóstinn aftur. Ef þú ert enn yfir hámarkssendingu birtist viðvörunin aftur. Tölvupósturinn er áfram í möppunni Drög, þar til hann er sendur eða honum er eytt. Ef þú hefur beðið 24 stundir og færð enn sömu viðvörunina þegar þú reynir að senda skeyti skaltu prófa að fækka viðtakendum.

Spurningar

Get ég búið til netfang fyrir „svara“ fyrir reikninginn minn í Outlook Web App?

Nei, „svar fær:“ netföng eru ekki studd núna. „Svar fær:“ netföng gera þér kleift að beina svörum við skeytum sem þú sendir á annan reikning en þann sem skeytin voru send með.

Spurningar

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Ef frekari spurningar vakna, skoðaðu þá eftirfarandi tengla: