Deila með


Algengar spurningar: Talhólf

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Hér eru algengar spurningar um talskilaboð.

Spurningar

  • Hvernig set ég upp talhólf?

  • Hvað sé ég á símanum þegar ég fæ talskilaboð?

  • Hvernig hlusta ég á talskilaboðin mín?

  • Get ég hlustað á tölvupóstinn eða dagbókina mína í farsímanum?

  • Hvernig hef ég samskipti við talhólfskerfið?

  • Hvernig veit af hringingu sem er ekki svarað?

  • Hvað er átt við með forskoðun á talhólfi?

  • Hvað á ég að gera ef ég fæ talskilaboð sem ekki er hægt að afhenda?

  • Ég sé ekki nafn þess sem hringir þegar ég fæ talskilaboð. Ég sé bara símanúmerið. Hvernig laga ég þetta?

  • Þegar ég vel valkostinn Ég vil ekki nota PIN þegar ég hringi til að fá aðgang að talskilaboðum mínum (ekki mælt með) fyrir PIN-lausan aðgang að talskilaboðum, er ég samt beðin/n um PIN þegar ég fer inn í talhólfið. Hvernig laga ég þetta?

  • Þegar ég reyni að setja upp áframsendingu símtala við uppsetningu á talhólfinu birtast villuskilaboðin „Lokað fyrir símtöl“. Hvernig laga ég þetta?

Svör

Hvernig set ég upp talhólf?

Skráðu þig inn í pósthólfið þitt með því að nota vafra. Smelltu á Valkostir, Sjá alla valkosti, Sími og smelltu síðan á flipann Talskilaboð. Til að setja upp talhólfið smelltu á Setja upp núna og fylgdu leiðbeiningunum. Til að fá upplýsingar um hvernig skal ákvarða veffangið sem þú ættir að nota til að skrá inn í pósthólfið, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra.

Efst á síðu

Hvað sé ég á símanum þegar ég fæ talskilaboð?

Þú færð eina eða fleiri tilkynningar, meðal annars:

  • Tilkynningu um ósvarað símtal frá farsímafyrirtækinu, en ekki tilkynningu um talskilaboð.

  • SMS-skilaboð með hluta af talskilaboðunum skrifuðum í textaskilaboðunum.

  • Ef þú settir upp Outlook Web App tölvupóstreikninginn í farsímanum, geturðu einnig lesið og hlustað á talskilaboðin sem borist hafa í Innhólfið.

Efst á síðu

Hvernig hlusta ég á talskilaboðin mín?

Tvær leiðir eru í boði til að framkvæma slíkt:

  • Hringdu einfaldlega í eigið símanúmer þegar lokið er við að skrá farsímanúmerið þitt.

  • Þú getur hringt í Outlook Voice Access númerið.

  • Þú getur notað hraðvalstakka ef þú settir hann upp á farsímanum.

  • Þú getur búið til tengilið í farsímanum og hringt í hann líkt og aðra tengiliði.

  • Þú getur skráð þig inn á Outlook Web App og notað innfellda spilarann sem fylgir talskilaboðunum.

  • Þú getur sett upp Outlook tölvupóstreikning í farsímanum þínum.

Efst á síðu

Get ég hlustað á tölvupóstinn eða dagbókina mína í farsímanum?

Já, þegar þú hringir í Outlook Voice Access-númerið eftir að þú færð kvaðningu um að slá inn PIN-númerið les kerfið upp tölvupóstinn og dagbókina. Þú getur einnig hlustað á talskilaboð með því að velja talhólfsvalkostinn.

Efst á síðu

Hvernig hef ég samskipti við talhólfskerfið?

Þegar þú tengist talhólfinu í fyrsta sinn notarðu lyklaborð símans til að slá inn PIN-númerið. Þegar lokið er við að slá inn PIN-númerið er hægt að eiga í samskiptum við kerfið með raddskipunum. Ef talhólfskerfið skilur ekki það sem þú segir eða of mikill hávaði er í bakgrunni, spyr það hvort þú viljir nota takkaborðið í stað raddskipana.

Efst á síðu

Hvernig veit af hringingu sem er ekki svarað?

Flest farsímafyrirtæki senda tilkynningu um ósvarað símtal í farsímann. Þegar þú færð tilkynningu um talskilaboð eru textaskilaboð send í farsímann þinn. Ef þú slekkur á tilkynningum um talskilaboð þá færðu ekki textaskilaboð um talskilaboð. Hins vegar færðu áfram sendar tilkynningar um ósvöruðu símtöl frá farsímafyrirtækinu.

Ef þú slekkur á tilkynningum um talskilaboð skaltu setja upp Outlook Web App tölvupóstreikning í farsímanum. Á þann hátt sérðu talskilaboðin í Innhólfinu.

Efst á síðu

Hvað er átt við með forskoðun á talhólfi?

Þegar hringt er í talhólfið býr kerfið til talskilaboð. Talskilaboð þess sem hringir eru síðan sett í texta tölvupóstskeytis sem berst í Innhólfið þitt. Þegar þú færð textaskilaboð byggð á raddskilaboðum, mun textinn innihalda hluta talskilaboðanna.

Efst á síðu

Hvað á ég að gera ef ég fæ talskilaboð sem ekki er hægt að afhenda?

Þegar skilaboð berast um ósvarað símtal eða talskilaboð merkir það að stillingar textaskilaboða séu ekki rétt uppsettar. Þú þarft að setja upp eða breyta stillingum textaskilaboða á flipanum SMS-skilaboð.

Efst á síðu

Ég sé ekki nafn þess sem hringir þegar ég fæ talskilaboð. Ég sé bara símanúmerið. Hvernig laga ég þetta?

Þegar einhver skilur eftir talskilaboð færðu tölvupóstskeyti með annað hvort nafni eða símanúmeri þess sem hringdi. Ef talskilaboðin sýna eingöngu símanúmer en ekki nafn þess sem hringir, er hægt að bæta við persónulegum tengilið fyrir þann sem hringir með réttu símanúmeri.

Þegar sá sem hringir skilur eftir talskilaboð er símanúmerið borið saman við færslur í persónulegum tengiliðum. Ef nafn þess sem hringir er ekki að finna í persónulegum tengiliðum þá birtist eingöngu símanúmerið í talskilaboðunum. Ef þú vilt að nafn fylgi með talskilaboðum verður þú að slá inn símanúmerið fyrir persónulega tengiliðinn á eftirfarandi sniði: +1 (425) 555-1234. Þú getur afritað símanúmerið sem fylgdi talskilaboðunum og límt það í reitinn fyrir símanúmer fyrir persónulega tengiliðinn.

Efst á síðu

Þegar ég vel valkostinn Ég vil ekki nota PIN þegar ég hringi til að fá aðgang að talskilaboðum mínum (ekki mælt með) fyrir PIN-lausan aðgang að talskilaboðum, er ég samt beðin/n um PIN þegar ég fer inn í talhólfið. Hvernig laga ég þetta?

Ef þú færð samt kvaðningu um að slá inn PIN-númer verðu þú að opna fyrir númerabirti á farsímanum. Frekari upplýsingar um slíkt má finna í handbókinni sem fylgdi farsímanum.

Efst á síðu

Þegar ég reyni að setja upp áframsendingu símtala við uppsetningu á talhólfinu birtast villuskilaboðin „Lokað fyrir símtöl“. Hvernig laga ég þetta?

Ef þú borgar inneign fyrirfram hjá farsímafyrirtækinu eins og t.d. hjá T-mobile, þá er ekki hægt að setja um framsendingu símtala. Þú þarft að ljúka við eftirfarandi þrep til að setja upp talhólfið og hafðu síðan samband við notendaaðstoð hjá farsímafyrirtækinu til að fá upplýsingar um uppsetningu á framsendingu símtala.

Efst á síðu

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Ef frekari spurningar vakna skaltu skoða eftirfarandi tengla.