Deila með


Lagfæra tengingu við reikning í Outlook

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-06-15

Ef þú átt í vandræðum með að tengjast tölvupóstinum með Outlook skaltu fylgja þessum skrefum svo að Outlook geti greint og lagfært villur sem koma upp í Outlook forstillingarskránni. Viðgerð á forstillingunni gæti leyst tengingarvandamálið.

Hvernig lagfæri ég Outlook 2007 forstillinguna?

  1. Í Outlook 2007, í valmyndinni Tæki skaltu smella á Reikningsstillingar.

  2. Í svarglugganum Stillingar reiknings, á flipanum Tölvupóstur, skaltu velja reikninginn og smella síðan á Viðgerð. Fylgdu öllum leiðbeiningum viðgerðarleiðsagnarinnar.

  3. Þegar viðgerðinni er lokið skaltu endurræsa Outlook 2007.

Hvernig lagfæri ég Outlook 2010 forstillinguna?

  1. Í Outlook 2010, á flipanum Skrá skaltu smella á örina við hliðina á Stillingar reiknings og smella síðan á Stillingar reiknings.

  2. Í svarglugganum Stillingar reiknings, á flipanum Tölvupóstur, skaltu velja reikninginn og smella síðan á Viðgerð. Fylgdu öllum leiðbeiningum viðgerðarleiðsagnarinnar.

  3. Þegar viðgerðinni er lokið skaltu endurræsa Outlook 2010.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

Ef þessi skref duga ekki til að tengjast reikningnum skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?