Deila með


Gera skýjapósthólf óvirkt

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Þrátt fyrir að þú getir eytt skýjapósthólfi getur verið að þú viljir stundum eingöngu koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt. Notandi gæti til dæmis verið í leyfi eða sætt rannsókn vegna agabrots.

Windows PowerShell er notað til að koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt, sama hvaða póstbiðlara eða tæki hann notar. Pósthólfið tekur áfram á móti pósti en notandinn getur ekki opnað hann.

Þú gætir einnig viljað koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með tilteknum póstbiðlara eða tæki eingöngu. Þú getur til að mynda grunnstillt pósthólf fyrir einhverjar þessara aðstæðna:

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með Exchange ActiveSync tæki.

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með Outlook Web App.

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með POP3-biðlara.

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með IMAP4-biðlara.

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með MAPI á borð við Office Outlook 2007.

  • Koma í veg fyrir að notandi opni pósthólf sitt með Exchange Web Services (EWS) biðlara á borð við Microsoft Entourage 2008.

Áður en hafist er handa

Upplýsingar um hvernig á að setja upp og grunnstilla Windows PowerShell og tengjast þjónustunni má sjá í Notaðu Windows PowerShell í Exchange Online.

Gera aðgang að pósthólfi óvirkan

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Set-CASMailbox <Identity> -OWAEnabled $false -PopEnabled $false -ImapEnabled $false -MAPIEnabled $false -ActiveSyncEnabled $false -EwsEnabled $false 

Til dæmis keyrir þú eftirfarandi skipun til að koma í veg fyrir að notandi sem heitir Kim Akers opni pósthólfið sitt:

Set-CASMailbox "Kim Akers" -OWAEnabled $false -PopEnabled $false -ImapEnabled $false -MAPIEnabled $false -ActiveSyncEnabled $false -EwsEnabled $false 

Aðgangur veittur á ný að pósthólfi

Þú keyrir einfaldlega sömu skipun til að veita á ný aðgang að pósthólfinu, en stillir færibreyturnar á $true í stað $false með eftirfarandi hætti:

Set-CASMailbox "Kim Akers" -OWAEnabled $true -PopEnabled $true -ImapEnabled $true -MAPIEnabled $true -ActiveSyncEnabled $true -EwsEnabled $true