Deila með


Bæta við eða fjarlægja aðila úr hlutverkahóp

 

Á við: Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-02-03

Notaðu hlutverkahópa stjórnanda til að úthluta notendum heimildum til þess að framkvæma sérgreind stjórnunarverk, svo sem búa til ný pósthólf, endurstilla aðgangsorð eða framkvæma úrræðaleit á Outlook Web App valkostasíðu annars notanda.

Til að úthluta notendum heimildum til að framkvæma sérgreind stjórnunarverk bætirðu notandanum við sem aðila í hlutverkahóp stjórnanda um þessi stjórnunarverk. Svona er farið að:

  1. Á stjórnborði Exchange velurðu Stjórna póstskipan minni > Hlutverk og endurskoðun > Hlutverk kerfisstjóra.

  2. Veldu hlutverkahóp sem þú vilt bæta notanda í og smelltu síðan á Upplýsingar.

  3. Undir Aðilum skaltu smella á Bæta við.

  4. Í svarglugganum Velja aðila getur þú valið notanda, öryggishóp eða hlutverkahóp. Leita má að nafni með því að slá inn allt eða hluta af nafni hans til birtingar og smella svo á Leitartákn. Einnig má raða listanum með því að smella á yfirskrift dálkanna Nafn, Nafn til birtingar eða Netfang.

  5. Smelltu á Bæta við.

  6. Smelltu á Í lagi til að fara aftur á síðu hlutverkahóps.

  7. Smelltu á Vista til að vista breytingarnar á hlutverkahópi.

    Nýr aðili birtist undir Aðilar á upplýsingasvæði hlutverkahópsins.

Fjarlægja notanda úr hlutverkahópi stjórnanda

Þú getur líka fjarlægt heimildir með því að fjarlægja notanda úr hlutverkahópi:

  1. Veldu hlutverkahóp sem þú fjarlægja notanda úr og smelltu síðan á Upplýsingar.

  2. Á listanum yfir meðlimi skaltu velja notandann, öryggishópinn eða hlutverkahópinn og smella á Fjarlægja. Þú getur líka valið að fjarlægja fleiri en einn notanda.

  3. Smelltu á Vista til að vista breytingarnar á hlutverkahópnum og farðu aftur á síðu hlutverkahóps.

    Notandinn er ekki lengur skráður á upplýsingasvæði þessa hlutverkahóps.

    Eftir að meðlimum hefur verið bætt við eða þeir fjarlægðir úr hlutverkahópnum, verða þessir notendur mögulega að skrá sig út og skrá sig aftur inn til að sjá breytingar á stjórnunarréttindum sínum.

Faldaður hlutverkahópur stjórnenda

Þú getur líka bætt við eða faldað hlutverkhóp sem aðila annars hlutverkahóps. Faldaður hópur og aðilar hans fá stjórnunarréttindi hlutverkahópsins sem hann er aðili að. Gerðu þetta aðeins eftir vandlega athugun og aðeins ef földun hlutverkahóps styður stjórnkerfi póstskipanarinnar.