Deila með


Úrræðaleit vegna virkra flutningsvilla

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-06-26

Eftir að byrjað er á flutningshópi skráir Outlook Live allar villur sem verða við flutninginn. Þær villur eru skráðar í villuskýrsluna fyrir flutning tölvupósts. Til að birta þá skýrslu þarf að velja Póstskipan mín > Notendur & Hópar > Flutningur tölvupósts og smella á Virkar pósthólfsflutningsvillur í glugganum Virkur pósthólfsflutningur. Þær villur eru einnig í skránni MigrationErrors.csv sem send er í viðhengi með stöðuskeytinu sem er sent þegar flutningshópnum er lokið.

Hvað gerist þegar flutningsvillur verða?

Villur sem verða eftir að byrjað er á flutningshópi koma í veg fyrir að tölvupóstur í þeim pósthólfum sem fyrir því verða verði fluttur. Bíða verður þar til gildandi flutningshópi er lokið áður en hægt er að laga villurnar, senda nýja CSV-skrá og senda af stað nýjan flutningshóp.

Tillögur að lausnum á almennum flutningsvillum

Eftirfarandi tafla lýsir almennum flutningsvillum og tillögum að lausnum.

Villa Tillögur að lausn

Outlook Live gat ekki skráð sig inn á notandareikninginn í IMAP-póstkerfinu.

  • Gakktu úr skugga um að reikningurinn sé enn til.

  • Gakktu úr skugga um að notað sé rétt notandanafn og aðgangsorð fyrir reikninginn í CSV-skránni.

  • Ef notast er við stjórnandareikning með skilríki yfirnotanda:

    • Gakktu úr skugga um að notað sé rétt notandanafn og aðgangsorð fyrir stjórnandareikninginn í CSV-skránni.

    • Gakktu úr skugga um að notað sé rétt notandanafn fyrir notandareikninginn í CSV-skránni.

    • Gakktu úr skugga um að stjórnandareikningurinn sé með nauðsynlegar aðgangsheimildir til að fá aðgang að notandareikningnum.

Ekki fannst Outlook Live pósthólf fyrir notandann.

  • Gakktu úr skugga um að Outlook Live pósthólfið sé til. Ef ekki, þarf að búa til Outlook Live pósthólf fyrir notandann.

  • Gakktu úr skugga um að notað sé rétt Windows Live-auðkenni (SMTP-póstfang) fyrir Outlook Live-pósthólf notandans.

Þegar er búið að flytja pósthólf notandans.

Ef þú keyrir nýjan flutningshóp í CSV-skránni skaltu fjarlægja þær pósthólfaraðir sem þegar hafa verið fluttar.

Outlook Live tókst ekki að tengjast IMAP-þjóninum.

  • Gakktu úr skugga um að IMAP-þjónustan sé opin á IMAP-þjóninum.

  • Gakktu úr skugga um að IMAP-þjónninn sé tiltækur og að hægt sé að tengjast honum.

Ábending   Notaðu IMAP-biðlara til að tengjast IMAP-þjóninum. Notaðu sömu stillingu tengingar og notuð var þegar flutningshópurinn var keyrður. Eða notaðu PING-skipunina til að prófa hvort samskipti takast við IMAP-þjóninn.

Outlook Live pósthólf notandans er fullt.

Losaðu rými í Outlook Live pósthólfi notandans.

Nota skrána MigrationErrors.csv til að gera við flutningsvillur

Notaðu skrána MigrationErrors.csv til að greina og gera við villur. Notaðu upplýsingar í dálknum ErrorMessage til að leysa vandamálið sem olli því að línan mistókst. Setja síðan af stað nýjan flutningshóp og senda nýja CSV-skrá sem hefur að geyma línur sem er búið að gera við.