Deila með


Úrræðaleit vegna samstillingarvillna

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-12-16

Eftir að pósthólf eru flutt í upphafi skráir flutningsferlið allar bilanir sem verða við stigvaxandi samstillingu milli pósthólfsins í innanhússpóstkerfinu og skýjapósthólfsins. Þær bilanir eru skráðar í villuskýrsluna fyrir samstillingarbilanir. Til að birta skýrsluna skal velja Stjórna póstskipan minni > Notendur & Hópar > Flutningur tölvupósts. Smella þarf á Birta villulýsingar í glugganum Flutningur tölvupósts.

Ath.   Ólíkt öðrum flutningsvillum fylgja samstillingarbilanir ekki með í stöðutölvupósti.

Hvað gerist þegar samstillingarbilun verður?

Samstillingarbilun kemur í veg fyrir að sóttur sé nýr tölvupóstur sem sendur er í innanhússpósthólfið. Það merkir að tölvupóstur sendur í það pósthólf er ekki afritaður í viðkomandi skýjapósthólf þar til samstillingarbilunin er leyst.

Tillögur að lausnum á almennum samstillingarvillum

Eftirfarandi tafla lýsir almennum samstillingarvillum og hvernig á að laga þær.

Samstillingarvilla Tillögur um úrræðaleit

Flutningsferlið gat ekki skráð sig inn á notandareikninginn í innanhússpóstkerfinu.

  • Ganga þarf úr skugga um að reikningurinn á innanhússpóstkerfinu sé enn til.

  • Gakktu úr skugga um að gildandi notandanafn og aðgangsorð fyrir reikninginn séu þau sömu og notuð eru í CSV-skránni þegar pósthólfið var flutt í upphafi.

  • Ef notast er við stjórnandareikning með skilríki yfirnotanda:

    • Ganga úr skugga um að gildandi notandanafn og aðgangsorð fyrir stjórnandareikninginn séu þau sömu og notuð eru í CSV-skránni þegar pósthólfið var flutt í upphafi.

    • Gakktu úr skugga um að gildandi notandanafn fyrir pósthólfið sé það sama og notað var í CSV-skránni þegar pósthólfið var flutt í upphafi.

    • Gakktu úr skugga um að stjórnandareikningurinn sé með nauðsynlegar aðgangsheimildir til að fá aðgang að notandareikningnum.

Flutningsferlið gat ekki tengt sig við vefþjón innanhússskilaboðakerfisins.

  • Gakktu úr skugga um að póstkerfisþjónustan sé opin á innanhússvefþjóninum.

  • Gakktu úr skugga um að innanhússvefþjónninn sé tiltækur og að hægt sé að tengjast honum.

Ábending   Notaðu IMAP eða Exchange-biðlara til að tengjast innanhússvefþjóninum, eftir því hvers konar flutning þú ert að keyra. Notaðu sömu stillingu tengingar og notuð var þegar upphaflegi flutningshópurinn var keyrður. Eða notaðu PING-skipunina til að prófa hvort samskipti takast við innanhússvefþjóninn.

Skýjapósthólf notandans er fullt.

Losa rými í skýjapósthólfi notandans.

Ekki er lengur verið að samstilla innanhússpósthólf við samsvarandi pósthólf í skýi.

  • Gakktu úr skugga um að póstkerfisþjónustan sé opin á innanhússvefþjóninum.

  • Gakktu úr skugga um að innanhússvefþjónninn sé tiltækur og að hægt sé að tengjast honum.

  • Ef þú hefur staðfest að innanhússvefþjónninn sé í gangi og hægt sé að tengjast við hann skaltu keyra nýjan yfirfærsluhóp fyrir pósthólfin sem ekki er verið að samstilla. Þetta veldur því að yfirfærslukerfið reynir að samstilla pósthólfin á ný.