Deila með


Breyta tækjareglu ActiveSync

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Exchange ActiveSync pósthólfsreglur stjórna því hvernig notendur nota og samstilla farsíma innan póstskipanar. Þegar tækjareglu Exchange ActiveSync er breytt hefur það áhrif á alla notendur sem eru tengdir við þá reglu. Reglan sem er valin sem sjálfgefin hefur sjálfkrafa áhrif á alla notendur innan póstskipanarinnar, nema þá sem þú hefur sérstaklega valið aðrar tækjareglur fyrir.

Ath.   Mögulega styðja sum tæki ekki allar reglustillingar Exchange ActiveSync. Mögulega notar tækið ekki stillinguna ef umrætt tæki styður ekki reglustillinguna. Hægt er að stjórna því hvort tækjum sem styðja ekki tilteknar reglur sé leyft að tengjast með almennum stillingum fyrir regluna. Frekari upplýsingar má finna í Exchange ActiveSync farsímar og samhæfir eiginleikar.

Hvernig er tækjareglu ActiveSync breytt?

  1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Sími og talhólf > Regla um ActiveSync tæki.

  2. Undir Tækjaregla Exchange ActiveSync skaltu velja stefnu og smella á Upplýsingar.

  3. Breyttu þeim stillingum sem þú vilt að gildi fyrir notendur þessarar stefnu.

    • **Almennt   **Þessar stillingar stjórna því hvaða tæki fá heimild til að samstilla og hve oft reglan er uppfærð í tækjum sem styðja reglur.

      Heiti   Færðu inn einkvæmt heiti fyrir regluna.

      • **Þetta er sjálfgefin stefna   **Veldu þennan gátreit ef þú vilt gera þetta af sjálfgefinni reglu fyrir póstskipanina. Sjálfgefin regla hefur áhrif á alla notendur sem hafa ekki fengið aðra reglu.

      • **Leyfa tækjum að samstilla sem styðja þessar reglur ekki að fullu   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að samstilla tæki sem styðja ekki reglur að fullu eða sem styðja ekki sumar af þeim stillingum sem eru tilgreindar í þessari reglu. Ef þú velur þennan gátreit ekki birtast villuboðin 403 Aðgangi hafna þegar reynt er að samstilla tækin við Microsoft Exchange.

      • **Uppfæra þessa reglu í farsímum   **Ef þú vilt uppfæra reglur reglulega í farsímum skaltu velja þennan gátreit og slá inn hversu oft ActiveSync á að uppfæra reglur í tækjum. Reglur eru ekki uppfærðar nema þessi reitur sé valinn og ef tímabil er ekki tilgreint eru reglur uppfærðar einu sinni á sólarhring.

    • **Öryggi tækis   **Þessar stillingar stjórna öryggiseiginleikum fyrir farsíma sem samstilla við pósthólf notenda með þessari reglu.

      • **Krefjast dulritunar á tæki   **Veldu þennan gátreit til að gera kröfu um dulritun fyrir tæki.

      • **Krefjast dulritunar á minniskortum   **Veldu þennan gátreit til að gera kröfu um dulritun fyrir minniskort, til að verja gögn á þeim.

      • **Krefjast aðgangsorðs þegar farsímar eru ekki í notkun   **Veldu þennan gátreit til að gera kröfu um að tækjum sé læst með aðgangsorði. Aðrir valkostir fyrir aðgangsorð eru ekki í boði nema þessi gátreitur sé valinn.

      • **Leyfa einföld aðgangsorð   **Veldu þennan gátreit til að leyfa tækjum að nota einföld aðgangsorð á borð við 1234 eða 1111. Ef þessi valkostur er gerðir virkur er auðveldara fyrir notendur að muna aðgangsorð sín en öryggi tækja minnkar, þar sem auðveldara er að giska á aðgangsorðin.

      • **Krefjast aðgangsorðs með tölum og bókstöfum   **Veldu þennan gátreit til að gera kröfu um að aðgangsorð innihaldi bæði tölur og bókstafi. Sjálfgefið er aðeins gerð krafa um tölur.

      Aðgangsorð verða að innihalda þennan fjölda stafamengja   Til að auka öryggi aðgangsorða tækja er hægt að gera kröfu um að aðgangsorð innihaldi stafi úr mörgum stafamengjum. Veldu tölu frá 1 upp í 3. Mengin eru stafir, hástafir, tölur og tákn. Ef 3 er til dæmis valið verða aðgangsorð að innihalda stafi úr þremur stafamengjum.

      Lágmarkslengd aðgangsorðs   Veldu þennan gátreit og færði inn lágmarksfjölda stafa sem aðgangsorð tækja verða að nota.

      Fjöldi leyfðra innskráningartilrauna áður en tæki er hreinsaðVeldu þennan gátreit til að hreinsa minni farsíma ef notandi reynir að skrá sig inn og mistekst í tiltekinn fjölda skipta. Valkosturinn er ekki notaður nema gátreiturinn sé valinn og tala á milli 4 og 16 sé valin.

      • **Krefjast innskráningar eftir að tækið hefur verið óvirkt   **Veldu þennan gátreit til að læsa tækjum eftir að þau eru óvirk í tiltekinn fjölda mínútna, svo að notendur þurfi að skrá sig inn aftur. Þessi valkostur er ekki notaður nema gátreiturinn sé valinn. Hægt er að tilgreina fjölda mínútna, frá 1 upp í 60.

      • **Gera endurheimt aðgangsorðs virka   **Veldu þennan gátreit til að tilgreina hvort notendur geti endurheimt aðgangsorð af þjóni. Ef þessi gátreitur er valinn getur notandi farið í Stjórna mér > Símar > Farsímar og valið Birta aðgangsorð endurheimtar. Ef gátreiturinn er hreinsaður er valkosturinn Birta aðgangsorð endurheimtar ekki í boði.

      • **Framfylgja líftíma aðgangsorðs   **Veldu þennan gátreit og sláðu inn fjölda daga sem aðgangsorð er gilt áður en notendur þurfa að breyta aðgangsorði tækis.

      • **Fjöldi endurnýttra aðgangsorða   **Færðu inn hve mörg ólík aðgangsorð notandi þarf að nota í tæki áður en hægt er að endurtaka aðgangsorð. Hægt er að færa inn tölu á milli 0 og 50. Færðu inn 0 til að leyfa endurtekningu strax.

    • Stillingar samstillingar   Þessar stillingar stýra því hvað notendur geta samstillt við tæki og hvort þeir geti samstillt í reiki.

      • **Taka með eldri dagbókaratriði   **Veldu hve langt aftur í tíma dagbókaratriði eru samstillt. Veldu styttra tímabil til að draga úr kostnaði við gagnaflutning.

      • **Taka með eldri tölvupóstatriði   **Veldu hve langt aftur í tíma dagbókaratriði eru samstillt. Veldu styttra tímabil til að draga úr kostnaði við gagnaflutning.

      • **Takmarka stærð tölvupósts   **Færðu inn hámarksstærð tölvupóstskeyta í kílóbætum (KB). Tölvupóstskeyti sem eru stærri en valin stærð verða afhend en þau verða stýfð niður í hámarksstærð.

      • **Krefjast handvirkrar samstillingar í reiki   **Veldu þennan gátreit til að krefjast þess að notendur ræsi samstillingu handvirkt í farsímum sínum þegar þeir eru í reiki. Hreinsaðu þennan gátreit til að leyfa farsímum að samstilla samkvæmt áætlun eða nota Direct Push þegar þeir eru í reiki (þegar gagnagjöld eru venjulega hærri).

      • **Leyfa tölvupóst á HTML-sniði   **Veldu þennan gátreit til að leyfa að tölvupóstskeyti á HTML-sniði séu sótt í tæki. Ef þessi reitur er hreinsaður er skeytum breytt í venjulegan texta áður en samstillt er við tæki.

      • **Leyfa niðurhal viðhengja í tæki   **Veldu þennan gátreit til að leyfa niðurhal viðhengja í tæki. Ef reiturinn er hreinsaður sýna skeyti heiti viðhengis en notendur geta ekki sótt viðhengin í tæki sín.

      • **Hámarksstærð viðhengis   **Ef þú vilt leyfa viðhengi en takmarka þá stærð sem hægt er að sækja skaltu velja þennan gátreit og færa inn hámarksstærð í kílóbætum (KB).

    • Tæki   Þessar stillingar stjórna því hvaða aðgerðir notendur geta notað í farsímum sínum.

      Ath.:   Þú þarft að hafa aðgangsleyfi Microsoft Enterprise Client fyrir hvert pósthólf sem er undir þessari reglu til þess að breyta tækjastillingum.

      • **Leyfa textaskilaboð   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að senda og taka við textaskilaboðum í tækjum sínum.

      • **Leyfa lausageymslu   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að nota minniskort í tækjum sínum.

      • **Leyfa myndavél   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að nota myndavélar í tækjum sínum.

      • **Leyfa þráðlaust samband   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að nota þráðlausar nettengingar (Wi-Fi) í tækjum sínum.

      • **Leyfa innrauða tengingu   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að tengjast við önnur tæki eða tölvur með innrauðri tengingu.

      • **Leyfa samnýtingu internets úr tækinu   **Veldu þennan gátreit til að leyfa notendum að leyfa öðru tæki að nota nettengingu farsímans. Nettenging er gjarnan samnýtt þegar tækið virkar sem mótald fyrir fartölvu eða borðtölvu.

      • **Bluetooth   **Veldu hvort notendur geta notað Bluetooth í tækjum sínum. Þú getur valið um að leyfa, loka eða gera Bluetooth aðeins virkt fyrir handfrjálsa lokun.

  4. Smelltu á Vista til þess að vista breytingarnar.

  5. Ef þetta er ekki sjálfgefin regla skaltu gefa notendum hana með því að breyta ActiveSync stillingum í pósthólfum þeirra. Svona er farið að: Breyta stillingum ActiveSync fyrir pósthólf notanda.