Deila með


Breyta reglu um tækisaðgang

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-04-16

Notaðu reglur um tækisaðgang til að gera notendum kleift að samstilla pósthólfin sín við tilteknar línur eða gerðir farsíma. Hægt er að búa til reglu um tækisaðgang fyrir tæki sem verið er að samstilla við Microsoft Exchange innan þinnar póstskipanar.

Ath.   Reglur um tækisaðgang ná eingöngu til tækja sem tilheyra ekki undantekningum sem búnar eru til þegar tæki er leyft eða útilokað í pósthólfi notanda eða í sóttkvíarlistanum á flipanum ActiveSync-aðgangur. Þessar reglur ná til tækja í sóttkví, þannig að ef þú býrð til reglu til að leyfa tæki sem er í sóttkví mun hún sjálfkrafa leyfa öll tæki í sóttkvínni sem passa við línu eða gerð tækis sem kemur fram í reglunni.

Hvernig breyti ég tengireglu tækis?

  1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Sími og talhólf > ActiveSync-aðgangur.

  2. Undir Reglur um tækisaðgang skaltu velja reglu og smella á Upplýsingar.

  3. Veldu hvort þú vilt leyfa, útiloka eða setja tækið í sóttkví þegar notandi reynir að samstilla við valda tækjalínu eða gerð.

    Ath.   Ekki er hægt að breyta tækjalínu eða gerð fyrir reglu sem þegar er til. Ef þú þarft að breyta tæki sem regla nær til skaltu eyða núgildandi reglu og búa til nýja.

  4. Smelltu á Vista til að vista regluna.