Deila með


Flytja inn tengiliði

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-09-09

Hægt er að nota Flytja inn tengiliði til að flytja tengiliði af öðrum reikningum inn á reikninginn sem þú færð aðgang að með Outlook Web App.

noteAth.:
Mögulega er þessi eiginleiki ekki í boði fyrir reikninginn þinn.

Hvernig eru tengiliðir fluttir inn?

  1. Flyttu tengiliði á hinum tölvupóstreikningnum þínum út í .csv-skrá. Athugaðu hvar þú vistar .csv-skrána. Sjá dæmi um hvernig tengiliðir eru fluttir út í Nánari upplýsingar um innflutning tengiliða.

  2. Skráðu þig inn í Outlook Web App.

  3. Opnaðu Tengiliðir og smelltu síðan á Flytja inn á tækjastikunni. Eða opnaðu Valkostir > Reikningurinn minn > Flýtivísanir í aðrar mögulegar aðgerðir og smelltu síðan á Flytja inn tengiliði frá fyrirliggjandi tölvupóstreikningi.

  4. Færðu inn slóðina að .csv-skránni sem inniheldur tengiliðina eða smelltu á Fletta til að finna skrána.

  5. Smelltu á Áfram.

  6. Bíddu á meðan tengiliðirnir eru fluttir inn.

  7. Smelltu á Ljúka þegar innflutningnum er lokið.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef sami tengiliður er í möppunni Tengiliðir og í .csv-skránni verður annað afrit búið til af honum.

  • Ef of margir tengiliðir eru fluttir inn birtast villuboð. Notaðu forrit á borð við Excel til að opna skrána og skipta henni í minni skrár og flyttu síðan hverja skrá inn.

  • Ef ekki er hægt að flytja tengiliði úr Outlook Web App í reikninginn þinn geturðu hugsanlega notað Outlook til að flytja tengiliði úr einum reikningi í annan. Frekari upplýsingar er að finna í Nota Outlook til að færa gögn milli reikninga.

  • Þegar þú hefur flutt tengiliði út í csv-skrá geturðu einnig notað Outlook til að flytja inn tengiliðina þína. Leiðbeiningar eru í Flytja inn tengiliði fyrir Outlook 2010.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?