Deila með


Stilla kvóta pósthólfs í Office 365 með því að nota Windows PowerShell

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Í Microsoft Office 365 geta stjórnendur Exchange Online notað kvóta til að stjórna stærð pósthólfa. Kvótar pósthólfa eru stilltir sjálfkrafa í þeirri pósthólfsáætlun sem er úthlutað á pósthólfið, en hægt er að hnekkja sjálfgildum pósthólfsáætlunarinnar eða stakra pósthólfa. Til að grunnstilla kvóta pósthólfa þarf að nota Windows PowerShell.

Eftirfarandi kvótar pósthólfa eru í boði:

  • Kvótinn Gefa út viðvörun   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tilgreind mörk fær notandinn viðvörunarskilaboð.

  • Kvótinn Banna sendingu   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tiltekin mörk er ekki hægt að senda ný skeyti úr pósthólfinu og notandinn fær viðvörunarskilaboð.

  • Kvótinn Banna sendingu og móttöku   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tiltekin mörk er ekki hægt að senda póst úr því eða taka við pósti. Skeyti sem send eru í pósthólfið eru endursend til sendanda með villuboðum.

    Ath.   Kvótinn Banna sendingu og móttöku ákvarðar hámarksstærð pósthólfsins.

Áður en hafist er handa

  • Upplýsingar um hvernig á að setja upp og grunnstilla Windows PowerShell og tengjast þjónustunni má sjá í Notaðu Windows PowerShell í Exchange Online.

  • Gildi sem eru tilgreind fyrir kvóta pósthólfs geta ekki verið hærri en sjálfgefin gildi í pósthólfsáætlun. Pósthólfsáætlanir í Microsoft Office 365, samsvara áskriftum og leyfum sem stjórnendur kaupa og úthluta í Microsoft Office 365 gáttinni.

  • Innbyrðis tengsl gilda fyrir kvóta pósthólf eru eftirfarandi:

    • Kvótinn Banna sendingu verður að vera minni en kvótinn Banna sendingu og móttöku.

    • Kvótinn Gefa út viðvörun verður að vera minni en kvótinn Banna sendingu og móttöku.

  • Þegar gildi er fært inn fyrir pósthólfskvóta skal gefa því eina af eftirfarandi einingum:

    • B (bæti)

    • KB (kílóbæti)

    • MB (megabæti)

    • GB (gígabæti)

      Gildi án eininga eða gildi sem eru færð inn í bætum eru námunduð að næsta kílóbæti.

  • Í skýjaþjónustunni er ekki hægt að sérsníða lýsandi villuboð eða viðvörunarboð sem eru notuð með pósthólfskvóta.

Stilla pósthólfskvóta fyrir pósthólf

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Set-Mailbox <Identity> -ProhibitSendReceiveQuota <value> -ProhibitSendQuota <value> -IssueWarningQuota <value>

Í þessu dæmi eru eftirfarandi gildi stillt fyrir pósthólfskvóta:

  • Banna sendingu og móttöku   10 gígabæti

  • Banna sendingu   9,75 gígabæti

  • Gefa út viðvörun   9,5 gígabæti

Til að stilla þessi gildi fyrir pósthólfskvóta notandans Kim Akers er eftirafarandi skipun keyrð:

Set-Mailbox "Kim Akers" -ProhibitSendReceiveQuota 10GB -ProhibitSendQuota 9.75GB -IssueWarningQuota 9.5GB

Stilla pósthólfskvóta fyrir mörg pósthólf

Tvær leiðir eru til þess stilla kvóta fyrir tiltekinn fjölda pósthólfa:

  • Sía pósthólfið út frá fyrirliggjandi eigind   Þessi aðferð gerir ráð fyrir því að markpósthólfin deili öll einkvæmri síanlegri eigind. Til dæmis ef Titill, Deild eða ein eigindanna CustomAttribute1-15 eru þær sömu hjá öllum pósthólfumnum um ræðir og einkvæmar fyrir þau. Hafðu í huga að sumar eigindir, s.s. Starfsheiti, Deild, upplýsingar um heimilisfang og símanúmer, eru einungis sýnilegar þegar þú notar smáskipunina Get-User. Aðrar eigindir, s.s. CustomAttribute1-15, eru einungis sýnilegar þegar þú notar smáskipunina Get-Mailbox.

  • Nota lista yfir tiltekin pósthólf   Þegar listi yfir tiltekin pósthólf hefur verið búinn til, er hægt að nota þennan lista til að ákvarða kvótagildi fyrir pósthólf.

Sía pósthólfið út frá fyrirliggjandi eigind

Keyrðu eftirfarandi skipun:

<Get-Mailbox | Get-User> -ResultSize Unlimited -Filter <Filter> | Set-Mailbox -ProhibitSendReceiveQuota <value> -ProhibitSendQuota <value> -IssueWarningQuota <value>

Í þessu dæmi er listi yfir öll pósthólfs notenda þar sem eiginleikinn Titill inniheldur „Sérfræðingur“ og eru eftirfarandi gildi stillt fyrir kvóta þessara pósthólfa:

  • Banna sendingu og móttöku   5 gígabæti

  • Banna sendingu   4,75 gígabæti

  • Gefa út viðvörun   4,5 gígabæti

Get-User -ResultSize Unlimited -Filter {(RecipientType -eq 'UserMailbox') -and (Title -like '*Analyst*')} | Set-Mailbox -ProhibitSendReceiveQuota 5GB -ProhibitSendQuota 4.75GB -IssueWarningQuota 4.5GB

Nota lista yfir tiltekin pósthólf

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Get-Content <text file> | Set-Mailbox -ProhibitSendReceiveQuota <value> -ProhibitSendQuota <value> -IssueWarningQuota <value>

Eftirfarandi aðferð notar til dæmis textaskrána C:\My Documents\Change Quotas.txt til að finna pósthólfin eftir netföngum þeirra. Í textaskránni verður að vera eitt netfang í hverri línu eins og hér:

akol@contoso.com
tjohnston@contoso.com
kakers@contoso.com

Eftirfarandi gildi eru stillt fyrir kvóta þessara pósthólfa:

  • Banna sendingu og móttöku   5 gígabæti

  • Banna sendingu   4,75 gígabæti

  • Gefa út viðvörun   4,5 gígabæti

Get-Content "C:\My Documents\Change Quotas.txt" | Set-Mailbox -ProhibitSendReceiveQuota 5GB -ProhibitSendQuota 4.75GB -IssueWarningQuota 4.5GB

Breyta pósthólfskvóta í pósthólfsáætlun

Pósthólfsáætlun er sniðmát sem velur sjálfkrafa eiginleika fyrir mörg pósthólf og gefur notendum sjálfgefnar heimildir. Stofnun pósthólfs miðast ávallt við tiltekna pósthólfsáætlun. Þegar kvóta pósthólfa er breytt í pósthólfsáætlun hljóta öll ný pósthólf sem eru stofnuð og eru í pósthólfsáætluninni uppfærð gildi fyrir kvóta.

Eftirfarandi skipun er notuð til að breyta gildi kvóta fyrir pósthólfsáætlun:

Set-MailboxPlan <Identity> -ProhibitSendReceiveQuota <value> -ProhibitSendQuota <value> -IssueWarningQuota <value>

Í þessu dæmi eru eftirfarandi gildi stillt fyrir pósthólfskvóta:

  • Banna sendingu og móttöku   8 gígabæti

  • Banna sendingu   7,75 gígabæti

  • Gefa út viðvörun   7,5 gígabæti

Til að stilla þessi gildi fyrir kvóta pósthólfsáætlunarinnar ExchangeOnlineEnterprise er eftirafarandi skipun keyrð:

Set-MailboxPlan ExchangeOnlineEnterprise -ProhibitSendReceiveQuota 8GB -ProhibitSendQuota 7.75GB -IssueWarningQuota 7.5GB

Þegar kvóta er breytt í pósthólfsáætlun eru breytingar ekki gerðar á pósthólfum sem þegar eru í pósthólfsáætlun. Í Microsoft Office 365 er ekki hægt að breyta pósthólfsáætlun sem hefur verið úthlutað á pósthólf með stórnborði Exchange eða smáskipuninni Set-Mailbox í Windows PowerShell. Eina leiðin til að breyta pósthólfsáætlun fyrirliggjandi pósthólfs er að úthluta annarri áskrift eða öðru leyfi í Microsoft Office 365 gáttinni.

Næstu skref

Sjá Skoða stærðir pósthólfs og kvóta pósthólfs með því að nota Windows PowerShell til að skoða stærðir, kvóta og stöðu kvóta fyrir pósthólf.