Deila með


Setja upp Mozilla Thunderbird 8,0 fyrir tölvupóstreikninginn

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-12-02

Þú getur tengt Mozilla Thunderbird 8,0 við tölvupóstreikninginn þinn með því að nota POP3- eða IMAP4-tengingu. Þessar leiðbeiningar eiga við um bæði Windows og Mac.

Frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengst við tölvupóstreikninginn með Thunderbird 3.0 er að finna í Setja upp Mozilla Thunderbird 3.0 fyrir tölvupóstreikninginn.

Hvernig set ég upp Mozilla Thunderbird 8.0 fyrir aðgang að tölvupóstreikningnum mínum?

  1. Opnaðu Mozilla Thunderbird. Svarglugginn Mail Account Setup (uppsetning tölvupóstreiknings) opnast þegar þú opnar Thunderbird í fyrsta skipti. Ef svarglugginn Mail Account Setup (uppsetning tölvupóstreiknings) opnast ekki skaltu gera eftirfarandi:

    1. Á valmyndinni Tools (verkfæri) skaltu smella á Account Settings (reikningsstillingar).

    2. Á síðunni Account Settings (reikningsstillingar), undir Account Actions (reikningsaðgerðir), skaltu smella á Add Mail Account (bæta við tölvupóstreikningi).

  2. Í svarglugganum Mail Account Setup (uppsetning tölvupóstreiknings) skaltu gera eftirfarandi:

    1. Í reitnum Your Name (nafn þitt) slærðu inn nafnið sem þú vilt að birtist í línunni „Frá“ á tölvupósti sem þú sendir.

    2. Í reitnum Email Address (netfang) skaltu færa inn netfangið þitt.

    3. Sláðu inn aðgangsorðið í reitinn Aðgangsorð. Smelltu á Continue (halda áfram) ef þú notar Windows tölvu eða smelltu á Next (áfram) ef þú notar Mac. Thunderbird reynir að finna stillingarnar sem þú þarft fyrir grunnstillingar reikningsins.

  3. Smelltu á Stop (stöðva) eða bíddu eftir því að Thunderbird reyni að finna reikningsstillingar þínar. Þá sérðu skilaboðin: „Thunderbird failed to find the settings for your email account.“ (Thunderbird fann ekki stillingarnar sem þú þarft fyrir tölvupóstreikninginn.)

  4. Gátreiturinn IMAP, við hliðina á Incoming (aðsent) er sjálfgefið valinn og ráðlagður. Sláðu inn nafnið á þjóninum fyrir aðsendan póst í reitinn Server hostname (heiti þjóns). Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (POP3 or IMAP4) þjóns fyrir aðsendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

    noteAth.:
    Hafðu valkostinn Port (tengi) áfram á Auto (sjálfvirkt). Hafðu valkostina SSL og Authentication (sannvottun) áfram á Autodetect (greina sjálfvirkt).
  5. Sláðu inn heiti SMTP-þjónsins fyrir aðsendan póst í reitinn Server hostname (heiti þjóns), við hliðina á Outgoing (sent). Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (SMTP) þjóns fyrir sendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

    noteAth.:
    Hafðu valkostinn Port (tengi) áfram á Auto (sjálfvirkt). Hafðu valkostina SSL og Authentication (sannvottun) áfram á Autodetect (greina sjálfvirkt).
  6. Í reitinn Username (notandanafn) skaltu færa inn allt netfangið þitt. Til dæmis tonysmith@contoso.com.

  7. Smelltu á hnappinn Re-test (prófa aftur). Ef þú færð upp skilaboðin „The following settings were found by probing the given server“ (eftirfarandi stillingar fundust við prófun á þjóninum) skaltu smella á Create Account (stofna reikning) Síða opnast sem gerir þér kleift að skoða eða breyta öðrum stillingum Thunderbird. Þegar þú hefur lokið við að skoða eða breyta stillingum skaltu smella á OK (í lagi). Ef ekki tekst að tengjast skaltu skoða „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ seinna í þessu efnisatriði.

    importantMikilvægt:
    Ef þú notar POP er ráðlagt að fara í Server Settings (stillingar þjóns) og velja Leave messages on the server (skilja skeyti eftir á þjóninum). Þegar þú velur þennan gátreit verður afriti af skeytunum sem þú færir yfir í tölvuna haldið eftir á þjóninum. Þá geturðu einnig fengið aðgang að skilaboðunum úr öðrum póstforritum.

Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar?

Þú þarft að skoða eigin POP3-, IMAP4- og SMTP-þjónsstillingar áður en þú getur sett upp POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit.

Horfðu á þetta myndskeið til að læra hvernig hægt er að finna þjónsstillingar fyrir POP- eða IMAP-tölvupóstforrit.

Skráðu þig inn í tölvupóstreikninginn með Outlook Web App til að finna þjónsstillingarnar. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu smella á Valkostir > Skoða alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang. Netþjónanöfnin POP3, IMAP4 og SMTP og aðrar stillingar sem þú kannt að þarfnast eru tilgreindar á síðunni **Samskiptareglustillingar **,undir POP-stilling , IMAP-stilling og SMTP-stilling.

noteAth.:
Ef það stendur Ekki tiltækt hjá POP-stillingu, IMAP-stillingu og SMTP-stillingu kann að vera að notkun á POP eða IMAP-tölvupóstforritum sé ekki uppsett á reikningnum þínum. Frekari upplýsingar er að finna hjá þeim aðila sem hefur umsjón með tölvupóstreikningum þínum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef þú veist ekki hvort þú átt að nota POP3 eða IMAP4 skaltu íhuga að nota IMAP4-aðgang því hann styður fleiri aðgerðir.

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum POP3 eða IMAP4 mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með POP3- eða IMAP4-forritinu. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef þú notar POP3-þjón fyrir aðsendan póst getur þú aðeins samstillt möppuna Inbox (innhólf). Ef þú notar IMAP4 getur þú valið hvaða möppur þú vilt að Thunderbird samstilli við þjóninn. Gættu að því að IMAP4 styður ekki samstillingu á möppunum Tengiliðir og Dagbók.

  • Thunderbird geymir send atriði í möppu sem heitir Sent. Exchange og Outlook Web App nota möppu sem heitir Send atriði. Þú getur samstillt tölvupóstsatriði sem þú hefur sent í Thunderbird við möppuna Send atriði á Exchange-þjóninum. Þá þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

    1. Veldu tölvupóstreikninginn þinn í stjórnborðstré Thunderbird. Undir Advanced (ítarlegt) í upplýsingarúðunni skaltu smella á Manage Folder Subscriptions (stjórna möppuáskriftum). Í svarglugganum Subscribe (áskrift) skaltu velja gátreitinn Sent Items (send atriði) og smella á OK (í lagi).

    2. Á valmyndinni Tools (verkfæri) í Thunderbird skaltu smella á Account Settings (reikningsstillingar).

    3. Á yfirlitssvæðinu í Account Settings (reikningsstillingar) skaltu velja Copies & Folders (afrit og möppur) fyrir tölvupóstreikninginn.

    4. Á upplýsingasvæðinu, undir When sending messages, automatically (sjálfvirk aðgerð þegar skeyti eru send), skaltu velja Other (annað). Í fellilistanum skaltu velja notandanafnið þitt, velja Sent Items (send atriði) og smella á OK (í lagi).

Hvar finn ég frekari upplýsingar?