Deila með


Setja upp tölvupóst á Amazon Kindle Fire

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-12-05

Þú getur sett upp tölvupóst í Amazon Kindle Fire með póstforritinu Kindle Email. Þegar póstforrit Kindle Fire er notað notast það við POP eða IMAP til að tengjast við reikninginn þinn. POP og IMAP gera þér kleift að nota helstu aðgerðir, eins og að senda og taka við tölvupósti.

Stillingar fundnar fyrir POP- eða IMAP-þjón

Þú þarft að skoða eigin POP3-, IMAP4- og SMTP-þjónsstillingar áður en þú getur sett upp POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit.

Horfðu á þetta myndskeið til að læra hvernig hægt er að finna þjónsstillingar fyrir POP- eða IMAP-tölvupóstforrit.

4873755a-8b1e-497e-bc54-101d1e75d3e7

  1. Skráðu þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App. Ef þú þarft hjálp við að skrá þig inn skaltu skoða Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra.

  2. Á tækjastikunni í Outlook Web App skaltu smella á Valkostir > Sjá alla valkosti.

  3. Á síðunni Reikningur skaltu smella á Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang.

  4. POP3-, IMAP4- og SMTP-þjónsheiti og aðrar stillingar sem þú gætir þurft að nota eru tilgreindar á síðunni Samskiptareglustillingar undir POP-stillingu , IMAP-stillingu og SMTP-stillingu.

    tipÁbending:
    Ef þú vilt ekki skrifa niður stillingarnar skaltu hafa svargluggann Samskiptareglustillingar opinn á tölvunni á meðan þú setur upp Kindle Fire.

Uppsetning POP- eða IMAP-tölvupósts í Amazon Kindle Fire

  1. Kveiktu á Kindle Fire. Gakktu úr skugga um að nettenging með Wi-Fi sé virk.

  2. Á heimaskjánum skaltu pikka á Apps (forrit) > Email (tölvupóstur). Ef þú hefur ekki áður stofnað pósthólf í Kindle Fire skaltu pikka á Start (byrja). Á skjánum Select E-Mail Provider (velja tölvupóstveitu) skaltu pikka á Other (önnur). Ef þú ert þegar með eitt eða fleiri pósthólf í Kindle Fire gætirðu þurft að pikka á valmyndartáknið > Add Account (bæta reikningi við) > Other (annað). Þú gætir einnig þurft að pikka á valmyndartáknið > Account (reikningur) > valmyndartáknið > Add Account (bæta reikningi við) > Other (annað).

  3. Á síðunni Sign-In (innskráning) skaltu slá fullt netfang inn í Username (notandanafn). Í Password (aðgangsorð) slærðu inn aðgangsorðið. Veldu Show Password (sýna aðgangsorð) til að tryggja að þú hafir slegið aðgangsorðið inn rétt. Veldu Next (áfram).

  4. Pikkaðu á POP 3 eða IMAP. Við mælum með IMAP því það styður fleiri eiginleika.

  5. Undir Incoming server settings (stillingar þjóns fyrir móttekinn póst) sést að stillingarnar hafa verið skáðar fyrir þig. Þú þarft að breyta sumum þessara stillinga.

    1. Í Security type (öryggisgerð) skaltu velja SSL (always) (SSL (alltaf)) ef þjónsstillingin sem þú fannst áður sýndi dulritunaraðferð: SSL.

    2. Í IMAP server (IMAP-þjónn) eða POP server (POP-þjónn) skaltu slá inn þjónsheitið sem þú fannst í síðasta hluta.

    3. Í Authentication type (gerð sannvottunar) skaltu ganga úr skugga um að PLAIN (venjuleg) sé valið.

    4. Í Port (tengi) skaltu ganga úr skugga um að stillingin sé 993 ef IMAP er notað. Stilltu á 995 ef þú notar POP. Veldu Next (áfram).

    5. Ef þú notar IMAP skaltu hafa stillinguna í IMAP path prefix (forskeyti IMAP-slóðar) óbreytta á sjálfgildinu (Automatic using NAMESPACE if available) (nota NAFNRÝMI sjálfkrafa ef það er hægt). Veldu Next (áfram).

  6. Undir Incoming server settings (stillingar þjóns fyrir sendan póst) sést að stillingarnar hafa verið skráðar fyrir þig. Þú þarft að breyta sumum þessara stillinga.

    1. Í SMTP server (SMTP-þjónn) skaltu slá inn heiti SMTP-þjónsins sem þú fannst í síðasta hluta.

    2. Í Security type (öryggisgerð) skaltu velja TLS (always) (TLS (alltaf)) ef þjónsstillingin sem þú fannst áður sýndi dulritunaraðferð: TLS. Í Authentication type (gerð sannvottunar) skaltu ganga úr skugga um að Automatic (sjálfvirk) sé valið.

    3. Í Port (tengi) skaltu gæta þess að 587 sé valið. Undir Port (tengi) skaltu tryggja að Require sign in (krefjast innskráningar) sé valið og pikka því næst á Next (áfram).

  7. Undir Inbox settings (stillingar innhólfs) skaltu velja hve oft þú vilt að póstforritið í Kindle sendi og taki við tölvupósti í Folder poll frequency (tíðni fyrir athugun í möppum).

  8. Á síðunni Finish (ljúka) skaltu slá inn birtingarnafn þitt og heiti reiknings. Hafðu Send mail from this account by default (senda sjálfgefið póst frá þessum reikningi) valið ef þú vilt gera þennan reikning sjálfgefinn fyrir sendingu tölvupósts. Pikkaðu á View your inbox (skoða innhólf) til að opna tölvupóstinn.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

  • Með því að tengja reikninginn við póstforrit sem notar POP og IMAP (til dæmist póstforrit Amazon Kindle Fire) geturðu sent og tekið við pósti af reikningnum. Hins vegar styðja POP- og IMAP-forrit ekki þá ítarlegu eiginleika fyrir samstillingu dagbókar og tengiliða sem í boði eru þegar háþróaðri tölvupóstforrit á borð við Outlook Web App, Outlook 2010 eða önnur póstforrit sem styðja Exchange ActiveSync eru notuð.

  • Ef þú ert notandi tölvuútgáfu Outlook geturðu flutt tengiliði inn í póstforrit Amazon Kindle með vCard-skráasniðinu (.vcf). Þú getur einnig flutt inn tengiliði úr Gmail eða Yahoo með póstforriti Kindle Fire.

  • Upplýsingar um þau tölvupóstforrit Kindle Fire sem styðja Exchange ActiveSync fást á vefsvæði Amazon.

Nánari upplýsingar um póst í Kindle Fire fást í upplýsingum um tölvupóst í Kindle Fire á vefsvæði Amazon.