Deila með


Villuleita samstillingu skráasafns Outlook Live fyrir Live@edu

 

Á við: Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-22

importantMikilvægt:
Outlook Live Directory Sync (OLSyng) er samstillingarlausn Microsoft Live@edu viðskiptavina. Ef þú ert að keyra skýjapóstþjónustu með Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki verður þú að nota verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization til að samstilla skráasöfnin.

Þú gætir þurft aðstoð við að finna úrræði við innleiðingu Outlook Live Directory Sync (OLSync). Þetta efnisatriði inniheldur lausnir við algengum vandamálum sem fyrstu notendur rákust á við að þróa OLSync. Gættu þess að fara yfir þessi vandamál, ekki síst ef þú átt í erfiðleikum við að framkvæma fyrstu samstillingu. Einnig er hægt að finna lausnir við tilteknum vandamálum sem geta komið upp í Windows atvikaskoðunForefront Identity Manager (FIM) 2010, eða Microsoft Identity Lifecycle Manager (ILM) 2007, hugbúnaðarpakka 1 (FP1).

  • Algeng uppsetningarvandamál

  • Algengar villur

Til að fá frekari aðstoð skaltu einnig skoða Outlook Live svör og leita með leitarorðunum GALSync, OLSync, FIM eða ILM.

Hægt er að nálgast almennar upplýsingar og ábendingar um úrræðaleit vegna FIM 2010 eða ILM 2007 á viðkomandi umræðusvæði:

Algeng uppsetningarvandamál

Flest uppsetningarvandamál sem tengjast OLSync falla undir einn af eftirfarandi flokkum:

  • Tengigeta

  • Grunnstilling á hlut viðtakanda innanhúss

  • Grunnstilling úthlutunarléns

Tengigeta

Í nýjustu útgáfunni höfum við bætt uppsetningu OLSync svo nú er tengigeta sannprófuð áður en skrár eru settar upp og FIM 2010 eða ILM 2007 er grunnstillt. Þrátt fyrir það skaltu ávallt prófa stillingarnar þegar þú gerir breytingar á grunnstillingum í Windows PowerShell eða sannvottun í Outlook Live. Prófunarupplýsingar vegna grunnstillinga er að finna í viðeigandi efnisatriðum í Uppsetning á Outlook Live Directory Sync fyrir Live@edu. Prófun felst almennt í því að tengja Windows PowerShell við Outlook Live frá FIM 2010 eða ILM 2007 tölvunni og keyra Get-SyncMailbox. Gakktu úr skugga um að tengjast Windows PowerShell með sömu skilríkjunum (OLSync þjónustureikningur eða sannvottun vottorðs) sem þú hefur grunnstillt fyrir OLSync.

Tengi

Gakktu úr skugga um að réttu tengin séu opin fyrir OLSync til að eiga samskipti við Outlook Live og Active Directory.

Til að tengjast við Outlook Live notar OLSync Windows PowerShell, sem krefst SSL tengis 443.

OLSync notar Active Directory umsjónarmiðlara (ADMA) til að tengjast við Active Directory þjóninn, sem notar eftirfarandi tengi:

  • LDAP, tengi 389

  • Kerberos, tengi 464 og tengi 88

  • DNS, tengi 53

Ef PCNS-þjónustan (tilkynningaþjónusta um breytingu á aðgangsorðum) er notuð þarf að sjá til þess að PCNS geti átt samskipti við Active Directory þjóninn með því að nota RPC/D-COM, tengi 135. PCNS notar einnig tengin 5000-5100 og 57500-57520 fyrir samskipti.

Frekari upplýsingar um tengi sem ADMA notar er að finna í Samskiptatengi umsjónarmiðlara, réttindi og leyfi.

Efst á síðu

Grunnstilling á hlut viðtakanda innanhúss

OLSync býður upp á mikinn sveigjanleika í því hvernig mismunandi hlutir viðtakanda eru samstilltir viðOutlook Live. Hinsvegar þarf að grunnstilla hluti viðtakanda innanhúss svo hægt sé að nýta OLSync samstillingu og úthlutunarrök. Til að skilja mikilvægar eigindir á hlut viðtakanda, eins og userPrincipalName, targetAddress og proxyAddresses, skaltu skoða Uppsetning á samstillingu skráasafns Outlook Live fyrir Live@edu.

Þegar OLSync finnur óvænta grunnstillingu fyrir hlut viðtakanda eru villuboð yfirleitt skráð í staflarakningu FIM 2010 ILM. Villuboðin innihalda auðkenni hlutar ásamt tilteknum eigindum sem vantar eða eru skemmd. Frekari upplýsingar um hvernig ILM-staflarakning er skoðuð er að finna á Skoða staflarakningu FIM 2010 eða ILM 2007 seinna í þessu efnisatriði.

Grunnstilling úthlutunarléns

Algeng villa sem einhverjir fyrstu notenda framkvæmdu þegar OLSync var grunnstillt var að gleyma að skilgreina úthlutunarlén í grunnstillingunni fyrir Umsjónarmiðlara hýsingar. Í þessari útgáfu af OLSync er sjálfgefið úthlutunarlén innanhússlénið sem þú færðir inn við uppsetningu. Þú getur uppfært færibreytuna að Umsjónarmiðlara hýsingar eftir að þú hefur keyrt uppsetningu. Frekari upplýsingar er að finna í 4. skrefi í Grunnstilla hýstan umsjónarmiðlara OLSync.

Önnur algeng villa er að tilgreina úthlutunarlén sem er ekki samþykkt lén í Outlook Live. Öll lénsheiti sem eru tilgreind í færibreytunni ProvisioningDomain í umsjónarmiðlara hýsingar þurfa að vera grunnstillt sem samþykkt lén í Outlook Live.

Efst á síðu

Algengar villur

Þessi hluti inniheldur nokkrar algengar villur sem gætu komið upp þegar OLSync er grunnstillt og keyrt. Auk þess að sjá upplýsingar um villur í Windows atvikaskoðara og í ILM 2007 aðgerðum er einnig hægt að skoða staflarakningu ILM 2007 til að fá frekari upplýsingar.

Skoða staflarakningu FIM 2010 eða ILM 2007

Staflarakning FIM 2010 eða ILM 2007 inniheldur oft tilteknar aðgerðir sem hægt er að nota til að leiðrétta villu.

Til að skoða staflarakningu FIM 2010 eða ILM 2007:

  1. Ef þú notar FIM 2010 skaltu smella á Byrja > Öll forrit > Microsoft Forefront Identity Manager > Samstillingarþjónusta.

    Ef þú notar ILM 2007 skaltu smella á Byrja > Öll forrit > MicrosoftIdentity Integration Server > Auðkennastjórnun.

  2. Smelltu á flipann Aðgerðir.

  3. Í stöðudálknum skaltu finna villuna og velja hana. Þegar villan er valin birtist tengill sem ber heiti villunnar neðst til hægri á aðgerðaflipanum. Smelltu á tengil villunnar.

  4. Eiginleikasíða opnast fyrir tengisvæðið sem tengist villunni. Smelltu á flipann Samstillingarvillur á eiginleikasíðunni.

  5. Smelltu á Staflarakning á flipanum Samstillingarvillur.

Efst á síðu

Villur í Windows Atvikaskoðara

Besti staðurinn til að finna viðeigandi skráningarupplýsingar er í WindowsAtvikaskoðara . OLSync keyrir sem umsjónarmiðlari á FIM 2010 eða ILM 2007. FIM 2010 villur og atvik í eru skráð í atvikaannál forritsins undir FIM og villur í ILM 2007 eru skráðar undir MIIServer.

Mælt er með að skoða atvikaannál forritsins í Atvikaskoðaranum eftir hverja samstillingaraðgerð.

Villuboð Lýsing

Get-SyncDeletedRecipient is not recognized

Error text: The extensible extension returned an unsupported error in MIIS.

The stack trace is: System.Management.Automation.RemoteException: The term 'Get-SyncDeletedRecipient' is not recognized as a cmdlet, function, operable program, or script file. Verify the term and try again.

Þessi villa á sér stað þegar rangt grunnstilltur þjónustureikningur er notaður til að sannvotta Outlook Live. Villuboðið merkir að þú þarft að úthluta hlutverkinu GALSynchronizationManagement til þjónustureikningsins OLSync. Svona er farið að: Búa til OLSync-þjónustureikning í Outlook Live fyrir Live@edu.

The management agent "OnPremise" failed on run profile "Delta Sync" because of a problem with the initialize method on the extension object. The extension dll is "Microsoft.Exchange.GALSync.RulesExtensions.dll" and the stack trace is:

 Microsoft.MetadirectoryServices.UnexpectedDataException: Could not load the configuration parameters from file, try running a full import on the Hosted MA

   at Microsoft.Exchange.GALSync.Common.ConfigurationParameters.DeserializeConfigurationParameters(String maName)

   at Microsoft.Exchange.GALSync.RulesExtensions.MAExtensionObject.Microsoft.MetadirectoryServices.IMASynchronization.Initialize()

Oft gefa þessi villuboð til kynna að breyting til umsjómarmiðlara fyrir hýsingu krefjist heildstæðs samstillingarferlis. Sjá Framkvæma fulla OLSync-samstillingu við Outlook Live.

The following error occurred while reporting client data. The root cause may be that the server has not been upgraded to the latest version. Error: System.Management.Automation.RemoteException: A parameter cannot be found that matches parameter name 'ClientData'.

Þetta er góðkynja villa. Þú getur hunsað hana.

Villur vegna FIM 2010 og ILM 2007 aðgerða

Þessi villuboð birtast á aðgerðaflipa samstillingarþjónustustjóra FIM 2010 eða auðkennastjóra ILM 2007. Til að fá frekari upplýsingar um villuboð skaltu smella á aðgerðaflipann og tvísmella á villuboðin í hlutanum Samstillingarvillur. Villuboðin sem birtast á aðgerðaflipanum eru einnig oft skráð í atvikaannál forritsins í Atvikaskoðaranum.

Villuboð Lýsing

stopped-extension-dll-exception

Þetta villuboð gefur til kynna að tengda innflutnings-, útflutnings- eða samstillingaraðgerðin tókst ekki. Athugaðu atvikaannál forritsins í Atvikaskoðaranum fyrir frekari upplýsingar um vandamálið.

Þessi villa kemur oft upp vegna sannvottunarvillu. Sjáðu til þess að öll skilríki sem hafa verið færð inn í Umsjónarmiðlara hýsingar fulltrúa séu rétt.

Ef þú notar ILM 2007 geta þessi villuboð einnig þýtt að öflug nafngiftarbráðabót ILM 2007 FP1 (strong naming hotfix) hefur ekki verið uppsett. Athugaðu að setja uppbráðabótauppfærslusafn (hotfix rollup package) (útgáfa 3.3.1101.2) fyrir Auðkennastjórn Microsoft 2007 (ILM) Hugbúnaðarpakka 1.

Oft gefa þessi villuboð til kynna að breyting til umsjónarmiðlara fyrir hýsingu krefjist heildstæðs samstillingarferlis. Sjá Framkvæma fulla OLSync-samstillingu við Outlook Live.

completed-sync-errors

Þetta villuboð gefur til kynna að samstillingaraðgerðin hafi tekist en að einhverjir hlutir hafi myndað villur þegar FIM 2010 eða ILM 2007 notaði samstillingarreglur. T.d. ef netfang innanhússpósthólfs er ekki í samþykktu léni leigupóstskipanar getur Outlook Live umsjónarmiðlari (OLMA) ekki úthlutað pósthólfinu til Outlook Live. Til að fá frekari upplýsingar um villuna skaltu leita að aðgerðum sem bera þetta villuboð á aðgerðaflipa Auðkennastjórans og skoða síðan staflarakninguna.

completed-export-errors

Þetta villuboð gefur til kynna að útflutningsaðgerðin til Outlook Live hafi tekist en að einhverjir hlutir hafi myndað villur. Ef til dæmis Microsoft auðkenni hlutar sem verið er að flytja út rekst á við netfang sem innskráningarauðkenni (EASI ID) á öðru Microsoft auðkenni á aðgerðaflipanum birtast villuboðin completed-export-errors. Til að fá frekari upplýsingar um villuna skaltu leita að aðgerðum sem bera þetta villuboð á aðgerðaflipa Auðkennastjórans og skoða síðan staflarakninguna.

exported-change-not-reimported

Þegar FIM 2010 eða ILM 2007 flytur út hlut, flytur það aftur inn hlutinn til að bera saman innfluttu og útfluttu hlutina og til að staðfesta gæði útflutta hlutarins. Ef munur greinist á milli endurinnflutta og útflutta hlutarins birtist þetta villuboð.

Svo dæmi sé tekið býst OLSync við að innanhússeigindin PrimarySMTPAddress og Microsoft-auðkenni séu eins. Ef þessar tvær eigindir eru ólíkar þegar þessi hlutur er útfluttur í Outlook Live hefur útflutningsaðgerðin tekist. Hins vegar birtast þessi villuboð þegar FIM 2010 eða ILM 2007 flytur hlutinn aftur inn og í ljós kemur að aðal SMTP-vistfangi endurinnflutta hlutarins ber ekki saman við upprunahlutinn.

Útflutningurinn mun mistakast ef þú notar UPN eða aðal SMTP-vistfang til að búa til Microsoft-auðkenni, og ef að UPN- eða aðal SMTP-vistfang inniheldur stafi sem eru ógildir fyrir Microsoft-auðkenni. Leiðréttu UPN eða aðal SMTP-vistfang með því að nota gilda stafi og framkvæmdu tvær samstillingar til að stilla gildið.

Efst á síðu

Frekari upplýsingar

Innleiðing Outlook Live Directory Sync fyrir Live@edu