Deila með


Uppsetning á samstillingu skráasafns Outlook Live fyrir Live@edu

 

Á við: Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-23

importantMikilvægt:
Outlook Live Directory Sync (OLSyng) er samstillingarlausn Microsoft Live@edu viðskiptavina. Ef þú ert að keyra skýjapóstþjónustu með Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki verður þú að nota verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization til að samstilla skráasöfnin.

Outlook Live Directory Sync (OLSync) er verkfæri til að samstilla skráasafn sem má nota til að endurgera og samstilla notendaupplýsingar á milli lénsþjónustu Active Directory (AD DS) á staðnum eða lénsþjónustu Active Directory og Outlook Live. Markmið samstillingar á skráasafni er að birta eina einingu í ólíkum gagnagrunnum fyrir auðkenni og sjá til þess að samræma og uppfæra upplýsingar um eininguna. Þar að auki úthlutar OLSync reikningum sjálfkrafa í Outlook Live eftir því hvernig þú hefur stillt OLSync og hluti viðtakanda innanhúss.

OLSync er ætlað að einfalda hið flókna ferli samstillingar á skráasafni. Áður en þú setur upp OLSync verður þú að hafa góðan skilning á því hvernig samstilling skráasafns virkar og þekkja nokkur grunnhugtök í studdum verkfærum til auðkennastjórnunar, Microsoft Forefront Identity Manager (FIM) 2010 og Microsoft Identity Lifecycle Manager (ILM) 2007. Til eru tvær útgáfur af OLSync: 64 bita útgáfan notar FIM 2010 til samstillingar á skráasöfnum og 32 bita útgáfan notar ILM 2007.

Þar að auki verður þú að hafa góðan skilning á því hvernig OLSync ákvarðar hvaða hluti viðtakanda á að hafa með í samstillingu og úthlutun. Að lokum verður þú að skilja hvernig tiltekin stilling hluta viðtakanda og OLSync ákvarðar endanlega samstillingar- og úthlutunarhegðun þeirra hluta viðtakanda sem af hljótast í Outlook Live.

Hvernig mun þessi kunnátta nýtast þér?

  • Skipulag   Þekking á því hvernig OLSync virkar er gagnleg þegar skipuleggja á upphaflega innleiðingu og úthlutun reikninga. Það er nokkuð auðvelt að setja upp einfalt OLSync grunnkerfi, en eftir því sem samskiptakerfið stækkar eða ef þú vilt setja upp fleiri lén fyrir Outlook Live, verður þú að kynna þér hvernig á að skipuleggja samstillingu skráasafna við flóknari innleiðingu.

  • Öryggi  Þú þarft að kynna þér hvaða viðtakendahlutir eru endurgerðir í léni Outlook Live og hvaða áhrif það hefur á gagnaleynd og öryggi. Til dæmis eru gögn viðtakenda, eins og nafn, símanúmer, starfsheiti, vinnustaður og aðrar persónuupplýsingar samstilltar og birtar í samnýttri nafnaskrá Outlook Live. Þú þarft einnig að búa til þjónustureikninga milli samskiptakerfa sem búa yfir auknum réttindum.

  • Úrræðaleit   Þegar þú hefur lokið við að setja upp OLSync, þá er auðvelt að keyra upp og halda lausninni við. Hins vegar er uppsetning háð nokkrum handvirkum stillingum þar sem villur geta komið upp. Góð þekking á hvernig OLSync starfar, hjálpar þér við úrræðaleit á mögulegum villum við tengingu og stillingu.

Í þessu efnisatriði er eftirfarandi útskýrt:

  • Grunnhugtök í auðkennastjórnun

  • OLSync síunarrök

  • Hvernig er hver hlutur fyrir sig samstilltur?

Grunnhugtök í auðkennastjórnun

Þar sem FIM 2010 eða ILM 2007 eru notuð sem skráasafnssamstillingartæki af OLSyncer gott að kunna skil á eftirfarandi hugtökum, þar sem þau tengjast þessum verkfærum.

Hugtak Skilgreining

Active Directory umsjónarmiðlari (ADMA)

FIM 2010 eða ILM 2007 umsjónarmiðlari frá Microsoft til að tengja við AD DS eða Active Directory.

Tengisvæði

Biðsvæði í FIM 2010 eða ILM 2007 sem inniheldur framsetningu á völdum hlutum og eigindum í tengdri gagnaveitu, eins og AD DS eða Active Directory. Tengisvæðið inniheldur spegilmynd af tengdri gagnaveitu á tilteknum tíma.

Færsla í tengisvæði

Hlutur á FIM 2010 eða ILM 2007 tengisvæðinu sem er annaðhvort búinn til með gögnum sem eru flutt inn úr tengdri gagnaveitu eða með úthlutun. Þessir hlutir hafa eigindargildi sem má flytja inn eða út frá samsvarandi hlutum á tengdri gagnaveitu eða metaverse.

Outlook Live umsjónarmiðlari (OLMA)

FIM 2010 eða ILM 2007 umsjónarmiðlari frá Microsoft til að tengja við Outlook Live.

Umsjónarmiðlari

Þáttur af FIM 2010 eða ILM 2007 sem samanstendur af eiginleikum, reglum og viðbótum við reglur sem ákvarða hvernig unnið er úr hlut. Stakur umsjónarmiðlari getur haft eina eða fleiri keyrslureglur sem ákvarða hegðun umsjónarmiðlarans, eins og hvernig eða hvenær umsjónarmiðlarinn keyrir sig upp. Hverjum umsjónarmiðlara fyrir sig er úthlutað tengisvæði.

Metaverse

Gagnageymslan sem FIM 2010 eða ILM 2007 notar inniheldur safn auðkennisupplýsinga frá mörgum tengdum gagnaveitum og gefur eitt altækt og samþætt yfirlit yfir alla sameinaða hluti. Metaverse er kjarnaauðkennisgeymsla fyrir FIM 2010 eða ILM 2007 og er oft kölluð lýsiskráasafn (metadirectory).

Samstilling

FIM 2010- eða ILM 2007-aðgerðin sem afritar upplýsingar til og frá tengisvæði og Metaverse og meðhöndlar gögnin samkvæmt viðeigandi reglum.

Til eru tvær gerðir af innflutnings- og samstillingaraðgerðum: heildstæð og „delta“. Heildstæður innflutningur eða samstilling á sér fyrst stað þegar búið er að samskipa nýtt tengisvæði. Næstu aðgerðir samstilla einungis ný eða breytt gögn, þ.e.a.s. 'delta' eða mismuninn, frá síðustu samstillingu. Delta aðgerðir eru mun hraðari. Mögulega þarf að framkvæma aftur á einhverjum tímapunkti heildstæðar aðgerðir vegna tiltekinna villna. FIM 2010 eða ILM 2007 birtir kvaðningu um keyrslu á heildstæðum aðgerðum ef þörf er á slíku.

Ef þú uppfærir tvíundaskrárnar sem fylgja með OLSync eða ef þú breytir sjálfgefnu reglunum, t.d. með því að stilla flæði sérsniðinna eiginda, verður þú einnig að keyra heilstætt samstillingarferli.

Efst á síðu

OLSync síunarrök

Síun fer fram meðan innflutningsaðgerðin stendur yfir í samstillingarferli. Markmið síunar er að ákvarða hvaða hluti viðtakanda í AD DS eða Active Directory innanhúss ætti að afrita í Metaverse til samstillingar.

Þegar OLSync er keyrt síar FIM 2010 eða ILM 2007 út hluti í eftirfarandi röð. Þegar hlutur hefur verið síaður út verður hann ekki endurmetinn af FIM 2010 eða ILM 2007 né verður hluturinn afritaður yfir á Metaverse til samstillingar.

  1. Hlutir viðtakanda sem hafa ekki tilskilin eigindi   FIM 2010 eða ILM 2007 les eftirfarandi hluti viðtakanda. Ef einhverjar tilskildar eigindir eru tómar (núll) verður hlutur viðtakanda síaður út.

    Gerð hlutar viðtakanda Áskildar eigindir

    Notandi sem leyfir pósthólf

    mail, legacyExchangeDN, proxyAddresses

    Notandi sem leyfir tölvupóst

    mail, targetAddress

    Notandi (eingöngu AD DS eða Active Directory, Microsoft Exchange ekki uppsett)

    mail

    Tengiliður sem leyfir tölvupóst

    mail, targetAddress

    Dreifingarhópur, kvikur dreifingarhópur eða öryggishópur

    mail, proxyAddresses, mailNickName

  2. **Hlutir viðtakanda þar sem adminCount eigindin er stillt á 1 ** adminCount eigindin er notuð til að aðgreina notendur í vernduðum stjórnendahópum, eins og lénsstjórnendur og stjórnendur. Ef eigindin adminCount er stillt á 1 fyrir einhvern hlut viðtakanda verður hann síaður út.

  3. **Hlutir notanda sem leyfa pósthólf og sem eru skilgreindir sem pósthólfsáætlanir, leitarpósthólf eða gerðarpósthólf ** msExchRecipientTypeDetails eigindin er notuð til að skilgreina pósthólf sem eru tilgreind sem pósthólfsáætlanir, leitarpósthólf eða gerðarpósthólf. Þessir notendur sem leyfa pósthólf eru síaðir út.

  4. **Pósteigind notanda sem eingöngu notar AD DS eða Active Directory samsvarar ekki úthlutaða léninu **Í innanhússumhverfi þar sem Microsoft Exchange hefur ekki verið sett upp síar OLSync burt alla hluti notanda þar sem pósteigindin inniheldur ekki SMTP-póstfang sem samsvarar úthlutaða léninu.

  5. **Eigindin sem notuð er til að búa til Windows Live ID samsvarar engum af samþykktu lénunum **Lokaumferðin síar út hluti viðtakenda sem eru annars grunnstilltir fyrir sjálfvirka úthlutun en hafa ekki viðurkennda lénasamsvörun í eigindinni sem er notuð til að búa til Microsoft auðkenni.

    Eigindin sem er notuð til að búa til Microsoft auðkenni verður að innihalda lénsheiti sem samsvarar einhverju þeirra samþykktu léna sem þú hefur stillt í Outlook Live. Eins og lýst er í skrefi 4 er sjálfgefið að OLSync leiti að samsvörun í aðalnafni notanda (UPN) nema þú hafir stillt færibreytuna MVWindowsLiveIdAttributeName til að nota annað eigindi. Í þessu tilviki samsvarar OLSync SMTP-vistfanginu sem er vistað í eigindinni sem þú hefur tilgreint í færibreytunni MVWindowsLiveIdAttributeName. Hvernig sem því líður er hlutur viðtakanda síaður út ef OLSync finnur ekki samsvörun við viðurkennt lén.

Efst á síðu

Hvernig er hver hlutur fyrir sig samstilltur?

Lítum á hvernig ólíkar gerðir hluta viðtakenda eru samstilltar úr léninu innanhúss til Outlook Live.

Áður en við lýsum hvernig hver gerð hluta viðtakenda er meðhöndluð, lítum við á nokkur mikilvæg hugtök.

Hugtak Skilgreining

Hlutir öryggisstjóra

Active Directory hlutir sem er úthlutað öryggisauðkennum (SID) og má nota til að skrá inn á netið og má úthluta aðgangi að tilföngum á léninu.

Úthlutað lén

Lénsheiti Outlook Live lénsins sem er grunnstillt við OLSync. Þegar þú setur upp OLSync, slærðu handvirkt inn a.m.k. eitt úthlutað lén, t.d. student.contoso.edu, meðan á stillingarferli FIM 2010 eða ILM 2007 stendur. Úthlutaða lénið verður að vera viðurkennt lén í innleiðingu á Outlook Live.

Til að einfalda stillingu á beiningu tölvupósts milli innanhússkerfisins og Outlook Livemælum við með því að úthlutaða lénið sé einnig viðurkennt lén í Outlook Live kerfi þínu. Með þessari stillingu mun targetAddress eigind innanhússnotenda sem leyfa tölvupóst benda á viðurkennda lénið í Outlook Live. Því verður tölvupósti sem sendur er til innanhúss notanda sem leyfir tölvupóst beint í samsvarandi Outlook Live pósthólf án aukalegrar stillingar á beiningu tölvupósts innanhúss.

Samþykkt lén

Öll SMTP rými fyrir heiti sem Outlook Live samskiptakerfi notar til að senda eða taka á móti tölvupósti. OLSync notar gögn frá samþykktum lénum Outlook Live til að ákvarða hvaða gerðir Exchange hluta fyrir viðtakendur eru búnar til á Outlook Live léninu. Frekari upplýsingar er að finna í Samþykkt lén.

Innanhússskema

Til viðbótar við samþykkt lén Outlook Live, stjórnar Active Directory skemað sem er keyrt innanhúss einnig hvaða gerð Exchange hluta fyrir viðtakendur OLSync býr til á Outlook Live léninu. OLSync bregðast við Active Directory skema þar sem ekki er búið að setja upp Microsoft Exchange. OLSync bregst einnig við Active Directory skema þar sem búið er að setja upp Microsoft Exchange Server 2003 eða nýrri útgáfur af Microsoft Exchange.

targetAddress, eigind

Eigind targetAddress er eigind Active Directory í hlutum Exchangefyrir viðtakendur. Í umhverfi Exchange er eigind targetAddress sýnd sem netfangið 'Ytra netfang', og notuð til beiningar tölvupósts.

Í ljósi OLSync samstillingar og úthlutunar eru viðurkennd lén mikilvæg. Samkvæmt bestu venjum ættu öll lénin í innanhússskóginum að birtast og vera stillt sem samþykkt lén í innleiðingu Outlook Live. Þar að auki ættu allir notendur í innanhússkóginum að fá aðalnöfn notenda (UPN) sem passa við eitt af samþykktum lénum í innleiðingu þinni á Outlook Live. Mikilvæg breyting á nýjustu útgáfu OLSync er hvernig ný samþykkt lén eru meðhöndluð eftir að OLSync hefur þegar verið keyrð. Háð stillingu þinni kann OLSync að eyða eða búa til nýja hluti viðtakanda í exOutlook Live ef þú bætir við eða fjarlægir samþykkt lén.

Til dæmis má hugsa sér póstskipan með innanhússpóstnotendur þar sem targetAddress eigindir notendanna samsvara ekki viðurkenndu léni í Outlook Live. Þegar OLSync er keyrð er ytri tengiliðum úthlutað í Outlook Live sem samsvara innanhúss notendum sem leyfa tölvupóst. Stjórnandinn bætir nú viðurkenndu léni við Outlook Live sem samsvarar targetAddress eigindum notendanna sem leyfa tölvupóst. Næst þegar OLSync er keyrð eyðast ytri tengiliðirnir sem búnir voru til áður og notendur sem leyfa pósthólf eru búnir til í staðinn.

Hlutir notenda sem leyfa tölvupóst

Hlutur notenda sem leyfir tölvupóst er hlutur öryggisstjóra Active Directory sem hefur a.m.k. eitt tengt SMTP netfang. Hlutur notenda sem leyfir tölvupóst fær sjálfgefið mail, targetAddress og proxyAddresses eigindir. Hver þessara eiginda deilir sjálfgefið sama tölvupóstgildi.

Þegar OLSync finnur hlut notanda sem leyfir tölvupóst í innanhússkóginum, býr það til eftirfarandi þrjár gerðir hluta í samsvarandi Outlook Live samskiptakerfi, háð eigind targetAddress notandans sem leyfir tölvupóst.

  • **Notandinn sem leyfir tölvupóst er síðan samstilltur við Outlook Live sem hlutur notanda sem leyfir pósthólf   **Ef eigind targetAddress notanda sem leyfir tölvupóst passar við úthlutað lén, er notandanum úthlutað Outlook Live pósthólfi. Microsoft auðkenninu sem þá verður til fyrir úthlutaða notandann er stýrt af MVWindowsLiveIdAttributeName færibreytunni. Sjálfgefið er að Microsoft-auðkennið muni samsvara innanhús UPN notandans.

  • **Notandinn sem leyfir tölvupóst er síðan samstilltur við Outlook Live sem notandi sem leyfir tölvupóst   **Ef eigind targetAddress notanda passar ekki við úthlutað lén, en passar við samþykkt lén Outlook Live samskiptakerfis, er notandi sem leyfir tölvupóst stofnaður í Outlook Live. Hins vegar er Microsoft-auðkenni ekki búið til fyrir þennan reikning.

  • **Virkur póstnotandi er samstilltur við Outlook Live sem ytri tengiliður    **Ef eigind virks póstnotanda targetAddress passar ekki við úthlutað lén og passar heldur ekki við viðurkennt lén í Outlook Live póstskipan, er ytri tengiliður stofnaður í Outlook Live. Outlook Live sýnir ytri notendur sem ytri tengiliði, en innri notendur eru sýndir með virkum notendum tölvupósts. OLSync aðgreinir innri og ytri notendur eftir því hvort tilheyrandi targetAddress eigind þeirra passar við viðurkennt lén eða ekki.

Hlutir notenda sem leyfa pósthólf

Hlutur notenda sem leyfir pósthólf er hlutur öryggisstjóra Active Directory sem hefur a.m.k. Exchange-sértækar eigindir, eins og homeMDB.

Þegar þú keyrir OLSync eru hlutir notanda sem leyfa pósthólf í samskiptakerfinu innanhúss samstilltir við Microsoft gagnamiðstöðina annað hvort sem hlutir notanda sem leyfa póst eða sem pósttengiliðir. Það þýðir að tengiliðaskrá Outlook Live inniheldur alla notendur samskiptakerfisins innanhúss.

Hlutir notanda sem leyfa póstfang hafa ekki eigind targetAddress í Active Directory. Af því leiðir að þegar OLSync er keyrt, les það eigindi proxyAddresses til að ákvarða hvernig samstilla eigi hlutinn við Outlook Live.

Ef proxyAddresses eigindin inniheldur aðal SMTP póstfang sem samsvarar viðurkenndu léni í Outlook Live verður til notandi sem leyfir tölvupóst. Í tengslum við beiningu tölvupósts mun targetAddress eigindi samsvarandi notanda sem leyfir tölvupóst í Outlook Live samsvara aðal SMTP-póstfangi innanhússnotandans sem leyfir pósthólf.

Ef proxyAddresses eigindin inniheldur hins vegar ekki aðal SMTP-póstfang sem samsvarar viðurkenndu léni í Outlook Live, þá verður til pósttengiliður.

Pósttengiliðir

Pósttengiliður er ekki hlutur öryggisstjóra. Það er hlutur sem hefur a.m.k. eitt tengt SMTP veffang. Notaðu ytri tengiliði fyrir fólk utan samskiptakerfisins sem hefur ytri netföng og fólk sem notendur innan póstskipanarinnar senda oft tölvupóst til.

Þegar OLSync finnur hlut pósttengiliðs í innanhússkóginum býr það til eftirfarandi tvær gerðir hluta í samsvarandi Outlook Live samskiptakerfi, háð eigind targetAddress ytri tengiliðarins.

  • **Pósttengiliðurinn er síðan samstilltur við Outlook Live sem ytri notandi   **Ef eigind targetAddress pósttengiliðar passar ekki við samþykkt lén Outlook Live, er pósttengiliður stofnaður í Outlook Live.

  • **Pósttengiliðurinn er síðan samstilltur við Outlook Live sem notandi sem leyfir tölvupóst   **Ef eigind targetAddress pósttengiliðar passar við samþykkt lén Outlook Live samskiptakerfisins er notandi sem leyfir tölvupóst stofnaður í Outlook Live.

Hópar

Hópur getur verið öryggishópur eða dreifingarhópur tölvupósts, sem kallaður er 'almenningshópur' í Outlook Live. Öryggishópar eru hlutir öryggisstjóra. Þú getur leyft tölvupóst fyrir öryggishóp, en slíkt er ekki samkvæmt bestu venju.

Dreifingarhópar tölvupósts, öryggishópar og kvikir dreifingarhópar hafa ekki eigindina targetAddress í viðeigandi hlutum í Active Directory. Þar af leiðir að þegar OLSync er keyrt, les það eigindir proxyAddresses til að finna aðal SMTP-póstfangið, sem síðan ákvarðar hvernig OLSync samstillir hlutinn við Outlook Live.

Ef aðal SMTP-póstfang tiltekins dreifingarhóps tölvupósts, öryggishóps eða kviks dreifingarhóps er stillt á samþykkt lén, eru þeir samstilltir við Outlook Live sem notendur sem leyfa tölvupóst. Hópar með aðal SMTP-póstfang sem passar ekki við samþykkt lén eru samstilltir við Outlook Live sem ytri pósttengiliðir. Í báðum tilvikum birta hópar sem samstilltir eru við Outlook Live ekki notendum Outlook Live hlutina sem eru í hópnum innanhúss.

Stuttur leiðarvísir um hvernig hlutir eru samstilltir

Töflurnar hér á eftir gefa yfirlit yfir hvernig hlutir eru samstilltir. Fyrri taflan sýnir hluti viðtakenda sem eru til staðar í samskiptakerfi sem keyrir Microsoft Exchange. Seinni taflan sýnir hlut notanda í Active Directory samskiptakerfi þar sem ekki er búið að setja upp Microsoft Exchange.

Hlutur viðtakanda innanhúss - Microsoft Exchange innanhúss Stilling á hlut viðtakanda innanhúss Samstillt við Outlook Live sem:

Notandi sem leyfir tölvupóst

Eigind targetAddress fyrir hlut viðtakanda innanhúss er stillt á úthlutaða lénið.

Notandi sem leyfir pósthólf

Notandi sem leyfir tölvupóst

Eigind targetAddress fyrir hlut viðtakanda innanhúss er stillt á samþykkta lénið sem er ekki úthlutað lén.

Notandi sem leyfir tölvupóst

Notandi sem leyfir tölvupóst

Eigind targetAddress fyrir hlut viðtakanda innanhúss er hvorki stillt á úthlutaða lénið né samþykkta lénið.

Ytri tengiliður

Pósttengiliður

Eigind targetAddress fyrir hlut viðtakanda innanhúss er hvorki stillt á úthlutaða lénið né samþykkta lénið.

Ytri tengiliður

Pósttengiliður

Eigind targetAddress fyrir hlut viðtakanda innanhúss er stillt á hvaða samþykkta lén sem er.

Notandi sem leyfir tölvupóst

Notandi sem leyfir pósthólf

Aðal SMTP-póstfang fyrir hlut viðtakanda innanhúss er stillt á hvaða samþykkta lén sem er.

Notandi sem leyfir tölvupóst

Notandi sem leyfir pósthólf

Aðal SMTP-póstfang fyrir hlut viðtakanda innanhúss er ekki stillt á samþykkt lén.

Ytri tengiliður

Dreifingarhópur, kvikur dreifingarhópur eða öryggishópur

Aðal SMTP-póstfang fyrir hlut viðtakanda innanhúss er stillt á hvaða samþykkta lén sem er.

Notandi sem leyfir tölvupóst

Dreifingarhópur, kvikur dreifingarhópur eða öryggishópur

Aðal SMTP-póstfang fyrir hlut viðtakanda innanhúss er hvorki stillt á úthlutaða lénið né samþykkta lénið.

Ytri tengiliður

Hlutur viðtakanda innanhúss - aðeins Active Directory, enginn Microsoft Exchange innanhúss mail eigind hlutar notanda innanhúss er stillt á: Samstillt við Outlook Live sem:

Active Directory notandi

Úthlutað lén

Notandi sem leyfir pósthólf

Active Directory tengiliður

 

Engin samstilling

Úthlutað lén, viðtökunetfang og UPN

Þegar þú hugar að uppsetningu á OLSync og hvernig þú úthlutar notendum, er mikilvægt að þekkja tengslin á milli úthlutaða lénsins, eigindar targetAddress og eigindar userPrincipalName . Þú þarft að undirbúa hluti viðtakanda á léninu innanhúss áður en þú setur upp OLSync. Hvernig stillingum eigindatargetAddress og userPrincipalName fyrir hluti viðtakanda er háttað stýrir því hvernig OLSync úthlutar notendum sjálfkrafa.

Úthlutaða lénið er notað af OLSync til að ræsa úthlutun. Þú þarft að tilgreina a.m.k. eitt úthlutað lén þegar þú stillir OLSync. Ef OLSync eigind úthlutaða lénsins felur í sér lén sem passar við gildi targetAddress hjá tilteknum notanda sem leyfir tölvupóst í AD DS eða Active Directory innanhúss, er úthlutunin ræst.

Sjálfgefið er að ef lénsheiti innanhússaðalnafns notanda (UPN) fyrir tiltekinn hlut viðtakanda passar ekki við samþykkt lén, þá úthlutar OLSync ekki notanda. Ef UPN innanhúss passar hins vegar við samþykkt lén Outlook Live þá virkar úthlutun.

Sjálfgefið er að þegar OLSync úthlutar notanda Microsoft-auðkenni, þá passar Microsoft-auðkennið við UPN-lénið innanhúss. Hins vegar er hægt að breyta Microsoft-auðkenninu sem þá verður til fyrir úthlutaða notandann með því að stilla MVWindowsLiveIdAttributeName færibreytuna.

Skipuritið hér að neðan sýnir hvernig er hægt að samstilla hvern hlut viðtakanda fyrir sig.

Samstillingarflæði OLSync

Efst á síðu

Frekari upplýsingar

Innleiðing Outlook Live Directory Sync fyrir Live@edu