Deila með


Úrræðaleit á villum þegar notendur eru fluttir inn

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-22

Þegar þú flytur nýja notendur inn á stjórnborði Exchange eru helstu vandamálin sem koma upp tengd gagnavillum í CSV-skránni sem þú sendir inn. Til að draga úr eða forðast þessi vandamál skaltu skoða eftirfarandi:

  • Tegundir villna

  • Alvarlegar villur leiðréttar

  • Gagnaprófunarvillur lagfærðar

    • Hvað gerist þegar gagnaprófunarvillur verða?

    • Tillögur að lausnum á gagnaprófsvillum

    • Notaðu skrána ImportErrors.csv til að laga gagnaprófsvillur

  • Ýmiss konar villur leiðréttar

Tegundir villna

Þegar þú sendir inn CSV-skrána leitar Microsoft Exchange að tvenns konar villum í henni:

  • Alvarlegum villum   Alvarleg villa kemur í veg fyrir að innflutningsferlið hefjist. Microsoft Exchange hættir innflutningsferlinu og sýnir villuboð með ástæðunni fyrir biluninni. Leiðrétta þarf allar alvarlegri villur og endurræsa innflutningsferlið.

  • Villum í gagnaprófun   Villa í gagnaprófun verður þegar gögn í línum CSV-skrárinnar standast ekki skilgreiningu á eiginleikum fyrir viðkomandi eigind í hausnum. Flutningsferlið er ekki stöðvað ef gagnavillur finnast en nýir notandareikningar verða ekki stofnaðir fyrir línur sem eru með gagnaprófunarvillur.

Jafnvel þegar engar alvarlegar villur eða villur í gagnaprófun koma upp og innflutningsferlinu lýkur á árangursríkan hátt getur verið að notandareikningar fyrir sumar línur í CSV-skránni sé ekki stofnaðir. Ýmiss konar villur sem þessar geta komið upp vegna vandamála með Microsoft auðkenni eða aðgangsorð eða vegna þess að notuð eru gildi sem þegar eru í notkun í póstskipaninni.

Alvarlegar villur leiðréttar

Hér eru taldar upp alvarlegar villur sem stöðva innflutningsferlið og aðferðir við að leiðrétta þær eða forðast þær.

Villa Tillaga að lausn

Skráin er ekki á CSV-sniði.

Gakktu úr skugga um að skráin sé á sniði þar sem komma er notuð til aðgreiningar. Skráin má vera með .txt-viðskeyti svo framarlega sem hún er með réttu sniði.

Skráin er tóm eða inniheldur fleiri en 50.000 línur.

Gakktu úr skugga um að CSV-skráin sé ekki tóm og að hún innihaldi ekki fleiri en 50.000 línur. Ef þú vilt ráðstafa stórum hópi notenda skaltu íhuga að nota frekar marga smærri hópa í staðinn fyrir einn stóran hóp.

Nauðsynlega eigind vantar í hauslínuna.

Gakktu úr skugga um að CSV-skráin innihaldi eftirfarandi eigindir:

  • Nafn

  • Netfang

  • Fornafn

  • Eftirnafn

  • Aðgangsorð eða FederatedIdentity

Í CSV-skránni geta komið fram aðrar viðbótareigindir, en hún verður að innihalda þessar eigindir.

Skráin inniheldur eigindina Aðgangsorð og eigindina FederatedIdentity.

Aðeins er hægt að flytja inn eina gerð notenda í einu í CSV-skrá. Því er hægt að nota eigindina Aðgangsorð eða eigindina FederatedIdentity, en ekki báðar. Fjarlægðu annan dálkinn, sendu CSV-skrána aftur og sendu svo inn nýja CSV-skrá með hinum dálknum þegar innflutningnum lýkur.

Hauslínan inniheldur eigind sem ekki er studd af innflutningsferlinu.

Lista yfir viðbótareigindir sem eru studdar er að finna hér: Nýir Exchange Online notendur fluttir inn með CSV-skrá.

Ein eða fleiri skrár innihalda ekki sama fjölda eiginda (dálka) og hauslínan.

Gakktu úr skugga um að allar línur séu með sama fjölda eiginda og hausinn. Þessi villa stafar oft af því að kommur vantar. Aðgættu því hvort hvert gildi í línu sé aðgreint með kommu.

Efst á síðu

Gagnaprófunarvillur lagfærðar

Eftir að CSV-skráin er send inn eru gögnin í skránni sannreynd í innflutningsferli Microsoft Exchange áður en kvaðning kemur um að halda áfram með innflutninginn. Það ferli er kallað frumgagnaprófun. Í innflutningsferlinu eru línurnar í hverjum dálki í CSV-skránni athugaðar til að staðfesta að gögnin séu í samræmi við skilgreiningar fyrir samsvarandi eigind. Til dæmis er netfangið athugað í hverri línu í dálknum EmailAddress (netfang) til að staðfesta að netfangið sé á réttu SMTP-sniði.

Mikilvægt   Í innflutningsferlinu getur stofnun nýs notandareiknings mistekist þó að línan hafi verið staðfest í frumgagnaprófuninni. Þetta gerist ef eigind í CSV-skránni er í samræmi við skilyrði frumgagnaprófunarinnar en ekki önnur skilyrði sem eru sannreynd í innflutningsferlinu. Til dæmis mun netfang standast frumgagnaprófun ef það er á réttu SMTP-sniði en veldur villu í innflutningsferlinu sé það þegar í notkun hjá öðrum notanda í póstskipaninni.

Hvað gerist þegar gagnaprófunarvillur verða?

Eins og fyrr var greint er flutningsferlið ekki stöðvað ef villur koma upp í frumgagnaprófun, en nýir notandareikningar verða ekki stofnaðir fyrir línur sem eru með villur. Línur með villum og ástæður fyrir villunni eru einnig í skránni ImportErrors.csv sem send er í viðhengi með stöðuskeytinu sem er sent þegar flutningsferlinu er lokið.

Bregðast má við með tvennum hætti þegar villur koma fram við prófun:

  • Hættu við innflutningsferlið, leiðréttu villurnar, endurræstu innflutningsferlið og sendu leiðréttu CSV-skrána inn aftur.

  • Ræstu innflutningsferlið engu að síður, lagaðu villur eftir að innflutningsferlinu lýkur og settu nýtt innflutningsferli í gang til að stofna notandareikningana sem ekki tókst að búa til.

Efst á síðu

Tillögur að lausnum á gagnaprófsvillum

Eftirfarandi tafla lýsir frumgagnaprófun fyrir hverja eigind og tillögur að úrlausnum.

Eigind (dálkur) Gagnaprófun Tillaga að lausn

CustomAttribute1-10

Lengdin er á milli 0 og 1024 stafir.

Gakktu úr skugga um að lengd sé ekki meiri en 1024 stafir.

CustomAttribute11-15

Lengdin er á milli 0 og 2048 stafir.

Gakktu úr skugga um að lengd sé ekki meiri en 2048 stafir.

DisplayName

  • Lengdin er á milli 0 og 256 stafir.

  • Í því séu ekki bil á undan eða eftir.

  • Gakktu úr skugga um að lengd sé ekki meiri en 256 stafir.

  • Fjarlægja bil á undan eða eftir.

EmailAddress

Á sniði eins og gilt SMTP-vistfang.

  • Ganga úr skugga um að í vistfanginu sé táknið @, til dæmis nemandi@contoso.edu.

  • Gakktu úr skugga um að lénshlutinn sé á réttu sniði, til dæmis contoso.edu.

FederatedIdentity

Reiturinn er ekki auður.

Gakktu úr skugga um að reiturinn FederatedIdentity sé ekki auður.

FirstName

Lengdin er á milli 1 og 64 stafir.

Gakktu úr skugga um að lengdin sé á milli 1 og 64 stafir.

Upphafsstafir

Lengdin er á milli 0 og 6 stafir.

Gakktu úr skugga um að lengd sé ekki meiri en 6 stafir.

LastName

Lengdin er á milli 1 og 64 stafir.

Gakktu úr skugga um að lengdin sé á milli 1 og 64 stafir.

Nafn

  • Lengdin er á milli 1 og 64 stafir.

  • Ekki mega vera bil á undan eða eftir.

  • Sumir sérstafir eru ekki leyfðir.

  • Gakktu úr skugga um að lengdin sé á milli 1 og 64 stafir.

  • Fjarlægja bil á undan eða eftir.

  • Gakktu úr skugga um að CSV-skráin sé vistuð með UTF-8 eða annarri Unicode-kóðun og fjarlægðu sérstafi ef villan heldur áfram að koma upp.

Password

Reiturinn er ekki auður.

Gakktu úr skugga um að reiturinn fyrir aðgangsorðið sé ekki auður.

Ábending   Til að koma í veg fyrir villur í tengslum við aðgangsorð í innflutningsferlinu skaltu ganga úr skugga um að lengd aðgangsorðs sé á milli 6 og 16 stafir, sem er skilyrði fyrir Microsoft auðkennum.

Efst á síðu

Notaðu skrána ImportErrors.csv til að laga gagnaprófsvillur

Ef þú ákveður að halda innflutningsferlinu áfram jafnvel þó að prófunarvillur komi upp, er hægt að nota skrána ImportError.csv til leiðrétta villurnar og flytja inn þær línur sem ekki tókst að flytja inn. Í hverri röð skal nota upplýsingar í dálknum Ástæða villu til að leysa vandamálið sem olli því að villa kom upp í línunni. Þá er sama ImportErrors.csv-skráin notuð til að senda inn nýja beiðni um að flytja inn notendur. Í innflutningsferlinu er þá dálkurinn Ástæða villu hunsaður. Einnig má eyða dálknum Ástæða villu áður en endurbætt CSV-innflutningsskrá er send inn aftur.

Ýmiss konar villur leiðréttar

Eins og fram kom hér fyrir ofan getur komið í ljós að notandareikningar fyrir sumar línur í CSV-skránni hafi ekki verið stofnaðir, jafnvel þar sem engar alvarlegar villur eða gagnaprófunarvillur hafa komið fram og innflutningsferlið tókst. Sem dæmi má nefna netfang sem er á réttu SMTP-sniði en er þegar í notkun í póstskipaninni eða aðgangsorð sem stenst gagnaprófun en ekki skilyrði um Microsoft auðkenni.

Hér eru nokkrar algengar villur og aðferðir til að leiðrétta þær eða forðast þær.

Villa Tillaga að lausn

Aðgangsorðið er of langt eða stutt.

Microsoft aðgangsorð reikninga verða að vera á bilinu 6 og 16 stafir.

Microsoft-auðkennið er þegar í notkun.

Gildið fyrir eigindina EmailAddress (netfang), sem verður nýtt Microsoft-auðkenni fyrir notandann, verður að vera einstakt innan póstskipanarinnar.

Gildið fyrir eigindina Name (nafn) er þegar í notkun.

Gildið fyrir eigindina Name (nafn) verður að vera einstakt innan póstskipanarinnar.

Lénshlutinn í netfanginu er ekki viðurkennt lén innan póstskipanarinnar.

Gakktu úr skugga um að lénshlutinn í netfanginu sé á réttu sniði og að notað sé lénsheiti sem viðurkennt er innan póstskipanarinnar.

Sérstafir birtast ekki með réttum hætti.

Vistaðu CSV-skrána með UTF-8 eða annarri Unicode-kóðun.

Efst á síðu