Deila með


Nýir Exchange Online notendur fluttir inn með CSV-skrá

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-02-21

Þú getur notað Exchange-stjórnborð og skrá með gildi aðskilin með kommu (CSV) til að ráðstafa miklum fjölda nýrra notenda. Fjöldaúthlutun er skilvirk leið til að:

  • Úthluta notendum hratt á tölvupóstskipan í skýi til prufu eða mats.

  • Úthluta nýjum hópi notenda með reglulegu millibili svo sem eins og við upphaf nýs ársfjórðungs eða misseris.

CSV-innflutningsskráin inniheldur línu fyrir hvern nýjan notanda. Í hverri línu eru upplýsingar notaðar eru innflutningsferlinu til að búa til pósthólf fyrir notandann. Frekari upplýsingar er að finna í Undirbúa CSV-skrá fyrir innflutning nýrra Exchange Online notenda.

Efnisatriðið útskýrir eftirfarandi:

  • Yfirlit yfir ferli innflutnings

  • Hvað tekur langan tíma að flytja inn notendur?

  • Hvað er í skránni ImportErrors.csv?

  • Bestu starfsvenjur

  • Næstu skref

Horfðu á þetta sýnidæmi til að fræðast um innflutning á nýjum notendum

4873755a-8b1e-497e-bc54-101d1e75d3e7

Ath. Ef þú hefur nýlega lokið við Live@edu-skráningu, geturðu búið til allt að 450 pósthólf (ekki fleiri) á fyrsta viðskiptadegi eftir að MX-skýrslan þín hefur verið greind. Ástæðan er sú að það tekur einn viðskiptadag til að staðfesta að þú sért tengdur viðurkenndri menntastofnun. Þegar staðfestingu er lokið er 450 pósthólfa takmarkinu létt.

Efst á síðu

Yfirlit yfir ferli innflutnings

Þannig gengur ferli innflutnings notanda fyrir sig:

  1. Í Exchange-stjórnborði skaltu velja Stjórna póstskipan minni > Notendur & Hópar > Pósthólf > Flytja inn notendur.

    Ath.   Ef innflutningur eða tölvupóstflutningur er í gangi birtist ekki möguleikinn Flytja inn notendur þar sem aðeins einn innflutningur eða tölvupóstflutningur getur verið í gangi í senn fyrir þitt lén. Þegar núverandi ferli er lokið þá birtist hnappurinn Flytja inn notendur og þá má hefja nýjan innflutning.

  2. Smelltu á Fletta til að velja CSV-skrá og smelltu á Opna og svo á Áfram.

  3. Í Exchange-stjórnborði birtast skilaboð sem segja að verið sér að flytja inn og sannreyna CSV-skrá. Meðan þetta varir leitar Microsoft Exchange í CSV-skránni að tvenns konar villum:

    • Alvarlegum villum   Innflutningsferlið athugar eftirfarandi í CSV-skránni:

      • Hvort notuð er komma til að skilja að snið.

      • Hvort hún sé nokkuð tóm en innihaldi þó ekki meira en 50.000 línur.

      • Hvort hún innihaldi þær eigindir sem þörf er á í haus.

      • Hvort hún innihaldi eigindina Password.

      • Hvort hún innihaldi aðeins eigindir sem innflutningsferlið styður og þekkir.

      • Hvort hún innihaldi línur með sama fjölda eiginda og hausinn.

      Ef einhver þessara skilyrða eru sönn, þá eyðir Microsoft Exchange innflutningsferlinu og sýnir villuboð sem skýra ástæðu fyrir villunni. Þú þarft að lagfæra alvarlega villu og endurræsa innflutningsferlið.

    • Villur í gagnaprófun   Innflutningsferlið framkvæmir frumgagnaprófun til að staðfesta að gögn í hverjum dálki CSV-skrárinnar standist skilgreiningu á eiginleikum fyrir viðkomandi eigind. Til dæmis er netfangið athugað í hverri línu til að staðfesta að netfangið noti rétt snið SMTP-vistfangs. Til að sjá hvaða gagnaathugun önnur fer fram, sjá Úrræðaleit á villum þegar notendur eru fluttir inn.

  4. Ef engar alvarlegar villur finnast birtir Exchange-stjórnborðið síðuna Flytja inn notendur með upplýsingum um að gagnaprófun sé lokið. Finnist engar villur við gagnaprófunina skaltu smella á Flytja inn og hefja innflutningsferlið.

    Finnist villur við gagnaprófunina þá sýnir síðan Flytja inn notendur viðvörunarskilaboð sem gefa til kynna hve margar línur innihalda villur. Smelltu á Sýna villuupplýsingar til að birta Gagnaprófunarskýrslu fyrir innflutning notenda sem inniheldur upplýsingar um allar villur. Á þessu stigi er um tvo möguleika að ræða:

    • Smelltu á Byrja aftur, leiðréttu gagnavillurnar með hjálp upplýsinganna úr Skýrslu gagnaprófunar og sendu CSV-skrána inn aftur.

    • Smelltu á Flytja inn til að hefja innflutningsferlið. Notendareikningar verða ekki búnir til fyrir línur með prófunarvillur. Upplýsingar úr gagnaprófunarskýrslunni koma fram í skránni ImportErrors.csv sem send er til þín eftir að innflutningsferlinu lýkur (sjá 9. skref). Notaðu upplýsingarnar í þessari skrá til að leiðrétta línurnar með prófunarvillunum og byrjaðu svo að flytja inn nýja notendur og sendu inn endurskoðaða CSV-skrá.

      Ath.   Áður en innflutningsferlið fer af stað getur orðið töf vegna þess að þjónninn sem keyrir ferlið á Microsoft Exchange getur verið upptekinn við vinnslu á innflutningsbeiðnum fyrir póstskipanir.

  5. Eftir að innflutningsferlið hefst, birtist stöðuglugginn Innflutningur stendur yfir í flipanum Pósthólf með skilaboðum um að innflutningsferlið muni senn hefjast. Í þessum glugga birtist heiti CSV-skrárinnar sem verið er að flytja inn, fjöldi nýrra pósthólfsbeiðna, sem samsvarar línufjölda í CSV-skránni, fjöldi pósthólfa sem hafa verið búin til og fjöldi pósthólfa sem hafa mistekist.

    Einnig er hægt að nota stöðugluggann til að stöðva innflutningsferlið ef þörf krefur. Frekari upplýsingar er að finna í Staðan á Innflutningur notenda í gangi.

  6. Þegar innflutningsferli lýkur fær stjórnandinn sem sendi CSV-skrána tölvupóst frá Microsoft Exchange sem inniheldur lokaniðurstöður innflutningsferlisins. Þessar upplýsingar fela í sér:

    • Upphafstíma innflutningsferlis.

    • Heildartíma innflutningsferlis.

    • Heildarfjölda pósthólfa í ferlinu, fjölda pósthólfa sem tókst að stofna og fjölda þeirra sem ekki tókst að stofna.

    • Tengil til að sækja CSV-skrá (kölluð ImportErrors.scv) sem inniheldur línu fyrir hvern notanda sem ekki var hægt að flytja inn og ástæðu þess að það tókst ekki. Ef engar villur eru til staðar þá inniheldur tölvupósturinn ekki tengil á þessa skrá.

Efst á síðu

Hvað tekur langan tíma að flytja inn notendur?

Álagið á tölvunum sem keyra Microsoft Exchange í gagnaverinu, netumferð og aðrir þættir geta haft áhrif á hve langan tíma tekur að flytja inn nýja notendur. Einnig getur orðið töf áður en innflutningsferlið fer raunverulega af stað vegna þess að þjónninn sem keyrir ferlið á Microsoft Exchange getur verið upptekinn við vinnslu á notendabeiðnum fyrir aðrar póstskipanir.

Hvað er í skránni ImportErrors.csv?

Ef villur í CSV-skránni koma í veg fyrir að hægt sé að flytja notendur inn, lætur Microsoft Exchange tengil til að sækja skrána ImportErrors.csv fylgja í tölvupóstinum sem sendur er til stjórnandans sem lagði inn innflutningsbeiðnina. Skráin inniheldur röð með þeim eigindum sem skilað var fyrir hvern notanda sem ekki tókst að flytja inn. Einnig inniheldur hann eigindir í hauslínunni sem kallast Ástæða villu og samsvarandi reit í hverri línu sem útskýrir hvers vegna villa kom upp í línunni.

Hér er dæmi um ImportErrors.csv skrá:

Failure Reason,Name,EmailAddress,FirstName,LastName,Password
"The e-mail address 'terrya@contoso.edu' is already in use by the user ./Microsoft Exchange Hosted Organizations/contoso.edu/terrya'.",adamsta0109,terrya@contoso.edu,Terry,Adams,1091990
"The user 'beebeab0211' already exists in the organization.",beebeab0211,annb@contoso.edu,Ann,Beebe,2111991
"Password is too short.",garciadg0726,debrag@fineartschool.edu,Debra,Garcia,72719
"In row number 4, column 'lastname' is blank. This column is required. Please edit the CSV file and submit it again.",kolak1123,aylak@fineartschool.edu,Ayla,,11231988

Skráin ImportErrors.csv notuð til að laga villur og flytja inn notendur

Nota má skrána ImportErrors.csv til að laga villur og flytja inn þá notendur sem ekki tókst að flytja inn. Í hverri röð skal nota upplýsingar í dálknum Ástæða villu til að leysa vandamálið sem olli því að villa kom upp í línunni. Þá er sama ImportErrors.csv-skráin notuð til að senda inn nýja beiðni um að flytja inn notendur. Innflutningsferlið hunsar dálkinn Ástæða villu. Einnig má eyða dálknum Ástæða villu áður en endurbætt CSV-innflutningsskrá er send inn aftur.

Efst á síðu

Bestu starfsvenjur

  • Notaðu CSV-skrána til að prófa innflutning á litlum hópi notenda og notendagögnum áður en stór hópur notenda er fluttur inn   Það gefur þér færi á að:

    • Framkvæma úrræðaleit vegna hugsanlegra vandamála til að koma í veg fyrir mistök þegar stór hópur notenda er fluttur inn.

    • Prófa þær eigindir sem nota á í hauslínunni.

    • Staðfesta að rétt gagnasnið sé notað fyrir hverja eigind.

    • Staðfesta að hægt sé að flytja út gögn á viðeigandi sniði úr gagnagrunni nemendaskrárinnar og að þær séu rétt tengdar við viðeigandi eigindir í hauslínunni.

  • Staðfesta að gildi eiginda birtist eins og þú ætlast til í samnýttri tengiliðaskrá   Eftir að lítill hópur notenda hefur verið fluttur inn skaltu skrá þig inn á reikninginn þinn og athuga hvernig gildi eigindanna fyrir hvern notanda birtast í samnýttu tengiliðaskránni. Hugsanlega viltu gera breytingar eða bæta við eða fjarlægja viðbótareigindum úr hauslínunni.

  • Keyra smærri hópa frekar en stóra   Þó svo að CSV-skrá geti innihaldið allt að 50.000 línur getur það tekið allt að fimm dögum lengur að flytja inn svo marga notendur í einu. Ef þú vilt ráðstafa stórum hópi notenda skaltu íhuga að nota frekar marga smærri hópa í staðinn fyrir einn stóran hóp. Slíkt gerir þér kleift að sannprófa niðurstöður og, ef á þarf að halda, að senda inn aftur í smærri hópum í stað þess að bíða eftir að stór hópur fari í gegnum vinnsluna.

  • Biðja notendur um að breyta aðgangsorðum sínum   Í Live@edu-póstskipunum er góð hugmynd að nota eigindina ForceChangePassword þegar nýir notendur eru fluttir inn. Þá er búið til Windows Live auðkenni sem krefst þess að nýir notendur breyti aðgangsorði sínu eftir að þeir skrá sig inn í fyrsta skipti. Þetta er öryggisráðstöfun sem er mikilvæg til að tryggja að aðeins notendur viti aðgangsorð fyrir reikninga sína.

    Ath.   Valkostur um að krefjast þess að notendur breyti aðgangsorðum sínum er ekki í boði fyrir Microsoft Online póstskipanir.

  • Nota eigindina DisplayName   Ef ekki er til staðar stefna sem útilokar birtingu nafna notenda í samnýttu tengiliðaskránni og Exchange-stjórnborðinu skaltu hafa í huga að nota valkvæðu eigindina DisplayName í CSV innflutningsskránni. Með því að velja tiltekið nafn til birtingar fyrir hvern notanda geturðu tryggt að auðvelt er að þekkja hvern notanda í samnýttu tengiliðaskránni. Hugsanlegt er að eigindin Name, sem Microsoft Exchange notar sem nafn til birtingar ef þú velur ekki valkvæmu eigindina DisplayName, sé ekki auðþekkjanleg fyrir notendur.

    Ábending   Ef þú vilt nota LastName, FirstName sem snið fyrir nafn til birtingar skaltu gera eftirfarandi við undirbúning CSV-innflutningsskrárinnar:

    • Ef notaður er textaritill skaltu setja tvöfaldar gæsalappir um gildi eigindarinnar DisplayName. Notaðu til dæmis "Adams, Terry" fyrir notandann Terry Adams.

    • Ef þú notar Excel skaltu ekki nota tvöfaldar gæsalappir vegna þess að Excel setur sjálfkrafa inn gæsalappir þegar skráin er vistuð sem CSV-skrá. Ef bætt er við gæsalöppum í Excel þá eru þær teknar með í nafni notanda til birtingar í samnýttu tengiliðaskránni.

Efst á síðu

Næstu skref

Ef þú ert með Microsoft Office 365 tölvupóstskipan þarftu að úthluta leyfum til nýrra pósthólfa því annars verða þau óvirk þegar reynslutíma lýkur. Frekari upplýsingar er að finna í Úthluta Microsoft Online Services leyfi fyrir ný pósthólf.