Deila með


Úrræðaleit í valkostum Outlook Web App notenda

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-06-24

Stjórnendur og starfsmenn þjónustuborðs geta leitað úrræða við vandamálum sem notandi lendir í með reikninginn með því að opna síðuna Valkostir hjá notandanum og breyta reikningsstillingum. Persónuvernd notandans er tryggð því stjórnendur og þjónustuborð hefur aðgang að reikningsstillingum einvörðungu, ekki að innhólfinu eða öðrum póstmöppum.

Hvenær viltu gera þetta? Hér eru nokkur dæmi:

  • Nemandi kvartar yfir því að hann fái ekki tiltekin skilaboð. Þú skoðar innhólfsreglurnar hans og kemst að því að regla flokkar aðsendan póst í möppu sem hann er búinn að gleyma.

  • Kennari sem fór óvænt í leyfi vegna neyðartilfellis kveikti ekki á sjálfvirkri svörun áður en hann fór. Þú opnar flipann Sjálfvirk svörun og gerir það fyrir hann.

  • Stjórnandi við skólann týndi farsímanum sínum, sem hefur að geyma trúnaðargögn. Þú getur opnað flipann Farsímar hjá honum og loka aðgangi eða þurrkað öll gögn út úr týnda farsímanum.

  • Notandi valdi rangar tungumálastillingar þegar hann innskráði sig í Outlook Web App í fyrsta skipti. Þú getur opnað flipann Landsvæði hjá honum og breytt tungumálastillingu.

Opna síðuna Valkostir hjá notanda

Þú getur opnað síðuna Valkostir hjá notanda úr stjórnborði Exchange ef þú ert innskráður á eigin reikning. Svona er farið að: Opna síðuna Valkostir hjá öðrum notanda.

Hver getur opnað síðuna Valkostir hjá öðrum notanda?

Þú þarft að tilheyra innbyggðri póstskipanarstjórn eða í hlutverkahópi þjónustuborðs til að fá aðgang að síðunni Valkostir hjá notanda. Upplýsingar um hvernig á að bæta notanda við hlutverkahóp er að finna í Bæta við eða fjarlægja aðila úr hlutverkahóp. RBCA-hlutverkið Notendavalkostir úthlutar sérstöku leyfi sem þarf til þess að opna síðuna Valkostir hjá hverjum notanda.

Stillingar sem þú getur stjórnað.

Eftirfarandi töflur lýsa stillingum í hverjum hluta síðunnar Valkostir í Outlook Web App og hvaða hlutverkahópar geta opnað þær og stjórnað.

Ath.   Stillingar sem eru í boði fyrir notendur í Live@edu og Microsoft Online póstskipunum eru ólíkar.

Reikningur

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Reikningurinn minn

Stjórna persónulegum upplýsingum notanda.

Tengdir reikningar

Stjórna POP- eða IMAP-póstáskriftum notanda.

Nei

Skipuleggja tölvupóst

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Innhólfsreglur

Stjórna innhólfsreglum notanda, sem stýra því hvernig póstur notanda er meðhöndlaður.

Sjálfvirk svörun

Stjórna sjálfvirkri svörun notanda þegar hann er fjarverandi.

Afhendingarskýrslur

Rekja skilaboð send til eða af notanda.

Nei

Varðveislustefnur

Stjórna því hve lengi skeyti notanda eru vistuð.

Nei

Hópar

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Almenningshópar

Notað til þess að gera úrræðaleit í aðgangi notanda að hópum og stillinga hópa sem notandi er eigandi að.

Nei

Stillingar

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Póstur

Stjórna stillingum eins og undirskriftum, staðfestingu á lestri, skeytasniði og samtalsyfirliti.

Stafsetning

Stjórna valkostum stafsetningarathugunar.

Dagbók

Stjórna stillingum notanda fyrir vinnuviku, vinnustundir, áminningar og aðra valkosti tengda dagbók.

Landsvæði

Stjórna tungumáli notanda, sniði tíma og dagsetningar og stillingar fyrir tímabelti.

Sími

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Farsímar

Nota til þess að skoða og stjórna upplýsingum um farsímann eða -símana sem tengjast reikningi notanda, þar á meðal fjartengdri eyðingu.

SMS-skilaboð

Stjórna getu notanda til þess að nota farsímann sinn til þess að senda og taka á móti skilaboðum í gegnum Outlook Web App.

Útiloka eða leyfa

Dálkalykill Lýsing Stjórnun póstskipanar Þjónustuborð

Ruslpóstsstillingar

Stjórna lista notanda yfir örugga sendendur, örugga viðtakendur og útilokaða sendendur.

Stillingar sem þú getur ekki stjórnað þegar síðan Valkostir er opnuð hjá notanda.

Þú getur einungis opnað og stjórnað stillingum sem notendurnir sjálfir hafa leyfi til þess að stjórna. Ef notandi hefur ekki nauðsynlega heimild til þess að breyta nafni til birtingar eða tengiliðaupplýsingum getur þú ekki breytt þeim stillingum fyrir hann, svo dæmi sé tekið. Ennfremur, ef notandi hefur ekki heimildir til þess að stofna almenningshópa eða til þess að ganga í eða hætta í hópum sérðu ekki flipann Hópar á síðunni Valkostir hjá notandanum.