Deila með


Undirbúa CSV-skrá fyrir innflutning nýrra Exchange Online notenda

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-18

Þú getur notað stjórnborð Exchange og skrá með gildi aðskilin með kommu (CSV) til að búa til ný pósthólf í skýjaléninu. CSV-innflutningsskráin inniheldur línu fyrir hvern nýjan notanda. Í hverri línu eru upplýsingar notaðar eru innflutningsferlinu til að búa til pósthólf fyrir notandann.

Efnisatriðið útskýrir eftirfarandi:

  • CSV-innflutningsskráin búin til

  • Áskildar eigindir

  • Valkvæðar eigindir

  • Dæmi um CSV-innflutningsskrá

CSV-innflutningsskráin búin til

Nota má hvaða textaritil sem er eða hugbúnað eins og Microsoft Office Excel til að stofna CSV skrána. Sníddu skrána eins og lýst er síðar í þessum kafla og vistaðu skrána sem .csv- eða .txt-skrá.

Fyrsta línan eða hauslínaCSV-skrárinnar telur upp nöfn á eigindum eða reitum sem tilgreindir eru í línunum sem á eftir fara. Heiti eiginda eru aðskilin með kommu.

Sérhver lína undir hauslínunni gefur til kynna einn notanda og jafnframt upplýsingar sem verða notaðar til að búa til notandann. Eigindir í hverri línu verða að vera í sömu röð og heiti eigindanna í hauslínunni. Gildi hvers eiginleika fyrir sig er aðskilið með kommu.

Til að fá sýnishorn af CSV-skrá sem nota má sem grunn til að búa til þína eigin CSV-innflutningsskrá skaltu smella á hlekkinn fyrir sýnishorn af CSV-skrá í glugganum Flytja inn notendur.

Snið CSV skrár

Hér er dæmi um snið fyrir CSV-innflutningsskrá sem inniheldur nauðsynlegar eigindir til að búa til stýrða notendur. Í þessu dæmi eru þrír nýir notendur fluttir inn.

Name,EmailAddress,FirstName,LastName,Password
adamsta0109,terrya@contoso.edu,Terry,Adams,01091990
beebeab0211,annb@contoso.edu,Ann,Beebe,02111991
cannocc0328,chrisc@contoso.edu,Chris,Cannon,03281986

Dálkar í CSV-skránni

Sama eigind í hverri línu myndar dálk. Í dæminu eru heiti dálkanna þau sömu og heiti eigindanna í hauslínunni. Dæmið er með fimm dálka: Nafn, Tölvupóstfang, Fornafn, Eftirnafn og Aðgangsorð. Dálkurinn EmailAddress (netfang) inniheldur til dæmis netfang fyrir hvern nýjan notanda: terrya@contoso.edu, annb@contoso.edu, and chrisc@contoso.edu.

Hér er sama CSV-skrá sýnd í Excel.

Dæmi um CSV-innflutningsskrá

Kóðun skrár

Innihaldi CSV-skráin einhver tákn sem ekki eru ASCII-tákn eða sértákn skaltu vista CSV-skrána með UTF-8 eða annars konar Unicode-kóðun. Hugsanlega er auðveldara að vista CSV-skrána með UTF-8 eða annarri Unicode-kóðun kerfisstaðall tölvunnar samsvarar tungumálinu sem notað er í CSV-skránni, allt eftir því hvaða forrit er notað.

Efst á síðu

Áskildar eigindir

Taflan lýsir nauðsynlegum eigindum til að flytja inn nýja notendur. Innflutningsferlið mistekst ef einhverja þessara eiginda vantar í hauslínu CSV-innflutningsskrárinnar.

Ath.   Sláðu inn eigindir nákvæmlega eins og þær eru sýndar. Eigindir mega ekki innihalda eyður. Þær verða að vera í einu orði. Sem dæmi er First Name ógilt. Nota verður FirstName.

Eigind

Lýsing

Nafn

Name tilgreinir auðkenni fyrir notandann. Gildi fyrir Name verður að vera einkvæmt í léninu.

Mikilvægt   Gildi fyrir Nafn er notað sem nafn til birtingar í listanum yfir pósthólf í stjórnborði Exchange og í samnýttu tengiliðaskránni ef eigindin DisplayName er ekki með en það er valkvæm eigind.

EmailAddress

EmailAddress tilgreinir netfang nýs notanda. Það er einnig notað til að búa til veiðeigandi Microsoft auðkenni. Gildi fyrir EmailAddress verður að vera einstakt í þinni póstskipan.

FirstName

FirstName (fornafn) tilgreinir fornafn notanda.

LastName

LastName (eftirnafn) tilgreinir eftirnafn notanda.

Password

Password (aðgangsorð) er upphaflegt aðgangsorð sem tengt er nýju Microsoft-auðkenni sem búið er til er fyrir notanda pósthólfs.

Ef þú ert Live@edu póstskipan geturðu neytt notendur til að breyta aðgangsorði sínu við fyrstu innskráningu sína á reikninginn er eigindin ForceChangePassword notuð.

Ath.   Valkostur um að krefjast þess að notendur breyti aðgangsorðum sínum er ekki í boði fyrir Microsoft Office 365 póstskipanir.

Efst á síðu

Valkvæðar eigindir

Innflutningsferlið styður og þekkir margar eigindir til viðbótar. Taflan lýsir valkvæðum eigindum sem taka má með í CSV innflutningsskrána.

Eigind

Lýsing

DisplayName

DisplayName (nafn til birtingar) tilgreinir hvernig nafn notanda birtist í tengiliðaskránni og á pósthólfalistum í stjórnborði Exchange. Ef DisplayName er ekki haft með þegar nýir notendur eru fluttir inn eða ef notað er gildið núll, þá verður gildi eigindarinnar Name notað fyrir DisplayName.

CustomAttributeN þar sem N er heiltala frá 1 til og með 15.

Notaðu eigindina CustomAttributeN til að geyma upplýsingar um notendur eins og hvort notandi er nemandi, aðili að deildinni eða eldri nemandi eða til að geyma viðbótarnetföng. Eigindirnar CustomAttributeN eru ekki sýnilegar í stjórnborði Exchange eða í samnýttu tengiliðaskránni. Notaðu Windows PowerShell til að skoða hvers konar CustomAttributeN-eigindir notandi hefur fengið úthlutað.

EvictLiveID

Þegar stillt á 1, notar EvictLiveId eigindin Microsoft auðkenni án stýringar fyrir nýja notandann. Þetta auðkenni er skilgreint í EmailAddress dálki. Microsoft auðkennið án stýringar er tengt við nýja pósthólfið. Allar núverandi stillinger fyrir auðkennið, þar með talið aðgangsorð eða vörupunktar eru varðveittar. Hins vegar fylgir kvöð um að breyta heiti Microsoft-auðkennisins. Notandinn getur skráð sig inn með því að nota Microsoft-auðkennið og viðeigandi aðgangsorð, en er strax beðinn um að endurnefna Microsoftauðkennið. Þeir verða að skilgreina tölvupóstfang sem er fyrir utan skýjapóstskipanina. Frekari upplýsingar er að finna í Flytja inn eða vísa frá núverandi Microsoft-auðkennum í Live@edu.

ForceChangePassword

Notaðu eigindina ForceChangePassword til að þvinga nýja notendur til að breyta aðgangsorðum sínum eftir innskráningu í fyrsta sinn. Ef þú notar ekki eigindina ForceChangePassword þá er þess ekki krafist að nýir notendur breyti aðgangsorði sínu sem stillt var í CSV-innflutningsskránni.

Ath.   Aðeins Live@edu póstskipanir geta notað þessa eigind. Ef þú ert í Microsoft Online tölvupóstskipan mistekst innflutningur ef þessi eigind er ekki í CSV-innflutningsskránni.

ImportLiveID

Þegar stillt á 1 notar eigindin ImportLiveId Microsoft auðkenni án stýringar, sem er skilgreint í dálki EmailAddress fyrir nýja notandann. Microsoft-auðkenni og allar núgildandi stillingar eru varðveittar og tengjast nýju pósthólfi sem þú býrð til í innflutningnum. Frekari upplýsingar er að finna í Flytja inn eða vísa frá núverandi Microsoft-auðkennum í Live@edu.

MailboxPlan

Pósthólfsáætlun skilgreinir algengar sjálfgefnar grunnstillingar þegar nýir notendur eru stofnaðir. Notaðu eigindina MailboxPlan til að tilgreina áætlun pósthólfs fyrir notendur. Ef eigindin MailboxPlan er ekki tekin með þá er sjálfgefin pósthólfsáætlun notuð fyrir póstskipanina.

Til að sýna lista yfir pósthólfsáætlanir fyrir póstskipanina skaltu nota eftirfarandi skipun: Get-MailboxPlan | FL DisplayName

Frekari upplýsingar um pósthólfsáætlanir, sjá Pósthólfsáætlanir fyrir Outlook Live.

City

City tilgreinir borgina sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Company

Company tilgreinir nafn fyrirtækis sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

CountryorRegion

CountryorRegion tilgreinir nafn lands eða svæðis sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni. Til að finna gild gildi fyrir eigindina CountryorRegion, skaltu fara á skýjatölvupóstþjónustuna, smella á Valkostir > Reikningur > Breyta > Staðsetning tengiliðs. Finndu öll gild gildi í valmynd Land/Svæði.

Department

Department tilgreinir deild sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Fax

Fax tilgreinir faxnúmer sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

HomePhone

HomePhone tilgreinir númer heimasíma sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Upphafsstafir

Initials (upphafsstafir) tilgreinir upphafsstafi sem eru á skrá notandans í tengiliðaskránni.

MobilePhone

MobilePhone (farsími) tilgreinir númer farsíma sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Athugasemdir

ReiturinnNotes (athugasemdir) tilgreinir viðbótarupplýsingar sem eru á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Office

Office (vinnustaður) tilgreinir staðsetningu vinnustaðar sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Phone

Phone (sími) tilgreinir númer vinnusíma sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

PostalCode

PostalCode (póstnúmer) tilgreinir póstnúmer sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

StateorProvince

StateorProvince tilgreinir ríki eða hérað sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

StreetAddress

StreetAddress tilgreinir götuheiti sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Title

Title (starfsheiti) tilgreinir starfsheiti sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

WebPage

WebPage tilgreinir slóð vefsíðu sem er á skrá notandans í tengiliðaskránni.

Efst á síðu

Dæmi um CSV-innflutningsskrá

Notaðu þessa CSV-skrá sem sniðmát til að búa til eigin CSV-innflutningsskrá. Smelltu á Afrita kóða og límdu innihaldið inn í Excel-skrá eða textaskrá.

CSV-skrá fyrir stýrða notendur

Þessi CSV-innflutningsskrá inniheldur nauðsynlegar eigindir fyrir stofnun stýrðra notenda.

Name,EmailAddress,FirstName,LastName,Password
adamsta0109,terrya@contoso.edu,Terry,Adams,01091990
beebeab0211,annb@contoso.edu,Ann,Beebe,02111991
cannocc0328,chrisc@contoso.edu,Chris,Cannon,03281986
desaipd0430,prashanthd@contoso.edu,Prashanth,Desi,04301989
ersanee0529,ebrue@contoso.edu,Ebru,Ersan,05291988
flipffo0628,florencef@contoso.edu,Florence,Flipo,06281989
garciadg0726,debrag@contoso.edu,Debra,Garcia,07271986
halbeph0826,pernilleh@contoso.edu,Pernille,Halberg,08261986
ilyinji0925,julial@contoso.edu,Julia,Ilyina,09251985
johnstj1024,tamaraj@contoso.edu,Tamara,Johnston,10241987