Deila með


Pósthólfsáætlanir fyrir Outlook Live

 

Á við: Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Pósthólfsáætlun er sniðmát sem velur sjálfkrafa eiginleika fyrir mörg pósthólf og gefur notendum sjálfgefnar heimildir. Þú notar pósthólfsáætlanir til að veita pósthólfum tiltekinna hópa notenda algengar sjálfgefnar stillingar. Til dæmis geturðu úthlutað nemendum pósthólfsáætlun í Microsoft Live@edu sem felur tengiliðaupplýsingar þeirra fyrir samnýttum tengiliðaskrám. Þessi pósthólfsáætlun stenst að hluta til kröfur um gagnaleynd samkvæmt lögum, eins og Family Educational Rights and Privacy Act (FERPA) í Bandaríkjunum eða evrópsk lög um gagnavernd. Þú getur úthlutað aðilum deilda ólíkri póshólfsáætlun, þannig að tengiliðaupplýsingar þeirra birtast í samnýttu tengiliðaskránni.

Stofnun pósthólfs miðast ávallt við tiltekna pósthólfsáætlun. Þegar pósthólf eru stofnuð með sniðmáti, merkir það að notendur eru stofnaðir með samskonar stillingum og fá leyfi eins og við á.

  • Hvaða pósthólfsáætlanir eru tiltækar?

  • Breyta pósthólfsáætlun

  • Skoða stillingarnar í pósthólfsáætlun

  • Næstu skref

Hvaða pósthólfsáætlanir eru tiltækar?

Aðgengi að pósthólfsáætlunum ákvarðast af þeim kostum sem valdir voru þegar þú skráðir lénið þitt. Slíkt merkir að ekki munu öll fyrirtæki vera með eina pósthólfsáætlun. Sjálfgefnu pósthólfsáætluninni er ávallt úthlutað til nýrra notenda sem þú stofnar.

  • Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki   Þrjár pósthólfsáætlanir eru í boði: ExchangeOnline, ExchangeOnlineDeskless og ExchangeOnlineEnterprise. Þessar pósthólfsáætlanir samsvara áskriftum og leyfum sem stjórnendur kaupa og úthluta í Microsoft Office 365 gáttinni:

    Office 365 áskrift Pósthólfsáætlun

    Exchange Online Kiosk

    ExchangeOnlineDeskless

    Exchange Online (áætlun 1)

    ExchangeOnline

    Exchange Online (áætlun 2)

    ExchangeOnlineEnterprise

  • Microsoft Live@edu   Í boði eru tvær tölvupóstsáætlanir: DefaultMailboxPlan og GalDisabledMailboxPlan. Ef þú vilt ekki að nemendur geti séð upplýsingar um aðra nemendur skaltu úthluta pósthólfinu GalDisabledMailboxPlan.

Mikilvægt   Pósthólfsáætlanir samsvara Office 365 leyfisgerðum. Þegar þú stofnar nýtt skýjapósthólf með Exchange-stjórnborðinu eru allar pósthólfsáætlanir tiltækar, jafnvel þótt samsvarandi leyfi séu ekki innifalin í áskrift póstskipanar þinnar að Microsoft Office 365.

Hvers vegna skiptir þetta máli? Ef þú stofnar pósthólf og úthlutar pósthólfsáætlun sem samsvarar leyfi sem veitir notendum fleiri eiginleika en þú hefur greitt fyrir, getur verið að þeir fái ekki aðgang að pósthólfum sínum eða tapi gögnum þegar þú skráir pósthólfið í Office 365 gáttinni. Gættu þess að úthluta pósthólfsáætlun sem styður leyfi póstskipanar þinnar.

Breyta pósthólfsáætlun

Hægt er að breyta pósthólfsáætlun með því að breyta hlutverkum innan hennar. Frekari upplýsingar má nálgast í Hlutverkaúthlutunarreglur.

Skoða stillingarnar í pósthólfsáætlun

Hægt er að nota Windows PowerShell til að skoða stillingarnar í pósthólfsáætlun.

Upplýsingar um hvernig á að setja upp og grunnstilla Windows PowerShell og tengjast þjónustunni má sjá í Notaðu Windows PowerShell í Exchange Online.

Til að skoða stillingar allra pósthólfsáætlana án þess að skerða niðurstöðurnar skaltu keyra eftirfarandi skipun:

Get-MailboxPlan | ConvertTo-Csv > "<file name>.csv"

Opnaðu skrána sem finnst í forriti eins og Microsoft Office Excel. Margir dálkarnir, eins og GUID, eru ekki mjög áhugaverðir. Sumir dálkar gætu innihaldið autt gildi, sem þýðir að stillingin er ekki stjórnuð af pósthólfsáætluninni. Hver notandi getur breytt sumum stillingunum. Ef pósthólfsáætlunin leyfir t.d. sjálfgefinn POP3 aðgang að pósthólfum, geturðu sérstillt eiginleika notanda til að gera POP3 aðgang að pósthólfinu óvirkan.

Á töflunni hér á eftir má sjá nokkrar áhugaverðar stillingar sem pósthólfsáætlun stýrir og sem gefur til kynna hvort að notandi geti breytt gildum.

Stilling í pósthólfsáætlun Geta Office 365 póstskipanir breytt stillingum fyrir hvern notanda? Geta Live@edu póstskipanir breytt stillingum fyrir hvern notanda? Ath.

Pósthólfskvótar fyrir sendingu, móttöku og viðvaranir

Nei

Office 365 póstskipanir geta breytt pósthólfskvótum í pósthólfsáætlunum og í einstökum pósthólfum. Frekari upplýsingar er að finna í Stilla kvóta pósthólfs í Office 365 með því að nota Windows PowerShell.

Samskiptareglur tengingar notaðar til að fá aðgang að pósthólfi, eins og POP, IMAP eða MAPI.

Notaðu smáskipunina Set-CasMailbox. Frekari upplýsingar er að finna í Gera skýjapósthólf óvirkt.

Fela notendur í samnýttri tengiliðaskrá.

Office 365 póstskipanir nota færibreytuna HiddenFromAddressListsEnabled í smáskipuninni Set-Mailbox. Frekari upplýsingar er að finna í Fela notanda í samnýttri tengiliðaskrá í Office 365.

Live@edu póstskipanir úthluta GalDisabledMailboxPlan til notanda. Frekari upplýsingar er að finna í Fela notanda í samnýttri tengiliðaskrá í Live@edu.

Takmarkanir skeyta eins og hámarksstærð sendra skeyta, mótekinna skeyta eða viðtakendafjöldi fyrir hvert skeyti.

Nei

Nei

Frekari upplýsingar eru í Takmarkanir fyrir tölvupóst og viðtakendur.

Næstu skref

  • Þú getur notað pósthólfsáætlunina sem þú úthlutar oftast sem sjálfgefnu pósthólfsáætlunina. Til að læra það, sjá Skoða og stilla sjálfgefna pósthólfsáætlun.

  • Til að tilgreina pósthólfsáætlun þegar þú úthlutar til notenda, eða þegar þú úthlutar annarri pósthólfsáætlun til núverandi notanda, sjá Úthluta pósthólfsáætlun.

    Ath.   Hægt er að breyta pósthólfsáætlun notanda í stjórnborði Exchange eða í Windows PowerShell eingöngu í Live@edu. Í Office 365 fyrir stór fyrirtækier eina leiðin til að breyta pósthólfsáætlun fyrirliggjandi pósthólfs að úthluta annarri áskrift eða öðru leyfi í Microsoft Office 365 gáttinni.

  • Ef Live@edu stjórnandi vill úthluta pósthólfsáætlun til margra núverandi notenda samtímis, sjá Bæta pósthólfsáætlun við marga notendareikninga með Windows PowerShell í Live@edu.

    Ath.   Þetta ferli gildir eingöngu í Live@edu.