Deila með


Innleiðingartilföng stafrænnar umbreytingar með Dynamics 365

Nútímaleg viðskiptaforrit stuðla að auknum heilleika gagna og heild sem gerir það kleift að taka skjótari og betri ákvarðanir og grípa til skilvirkar aðgerða. Fyrir fyrirtæki sem innleiða stafræna byltingu sem hluta viðskiptaáætlunar er afraksturinn sérstaða á markaði og samkeppnisforskot. Við hönnuðum Dynamics 365 til að uppfylla viðskiptaþarfir sem eru í sífelldri þróun.

Mörgum fyrirtækjum finnst tilhugsunin um stafræna byltingu yfirþyrmandi. Neytendur hafa upplifað miklar endurbætur á stafrænum vörum og tækni daglegs lífs á síðustu árum en flest fyrirtæki hafa verið lengur að tileinka sér breytingarnar. Þess vegna útbjuggum við eftirfarandi tilföng til að leiðbeina þér við að gera stafræna byltingu í fyrirtækinu:

Í leiðarvísi fyrir innleiðingu höfum við til dæmis tekið saman einfaldar leiðbeiningar fyrir þig og teymið, þar sem farið er yfir það skref fyrir skref hver er besta leiðin til að kynna Dynamics 365 í fyrirtækinu þínu. Í þessum leiðarvísi er einblínt á þörfina á að búa til ítarlega innleiðingar- og breytingastjórnunaráætlun (ACM). Til að skilja hvers vegna breytingarstjórnun er nauðsynleg fyrir stafræna Dynamics 365-umbreytingu þína gæti myndbandið „Stafræn umbreyting“ gagnast þér.

Mundu að þið eruð ekki ein í þessu. Mörg fyrirtæki eru að taka upp Dynamics 365-tækni um þessar mundir og þú getur átt samskipti við þau á Microsoft Dynamics-samfélaginu, þar sem þú getur talað við bæði sérfræðinga og jafningja.

Önnur tilföng

Microsoft Dynamics 365 fylgigögn
Hafist handa með Dynamics 365
Tilföng vegna þjálfunar