Deila með


Algengar spurningar: Að sækja tölvupóst í tengda reikninga

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-11

Hér eru spurningar notenda varðandi að sækja tölvupóst úr tengdum reikningum.

Spurningar

  • Hvers vegna sé ég ekki tengda reikninga í Valkostir?

  • Ég setti upp tengingu fyrir reikning utan Hotmail en Outlook Web App tengdist Hotmail-reikningi í staðinn.

  • Hvernig kem ég tengiliðum af öðrum tölvupóstreikningum, s.s. Yahoo!, inn í reikninginn minn í Outlook Web App?

  • Get ég notað reglur fyrir póst sem ég sæki af tengdum reikningum til að flokka hann í undirmöppur?

  • Ef ég svara skeyti sem var sótt af öðrum reikningi, til dæmis Yahoo!, get ég þá svarað með Yahoo! netfanginu mínu?

  • Hvernig er ruslpóstur úr öðrum reikningum síaður?

  • Hversu oft er pósturinn minn sóttur af innhólfi tengda reikningsins í Outlook Web App?

  • Fæ ég öll skeyti í einni niðurhleðslu þegar ég tengist við Gmail-reikninginn minn?

  • Hvers vegna hefur staða tengda reikningsins míns ekki breyst síðan ég lagaði tengingarvandamál?

  • Hvað get ég gert ef tengdi reikningurinn hleður ekki niður tölvupósti?

  • Hvað merkir staða tengda reikningsins míns?

  • Þegar ég bý til afrit eða færi tölvupóstatriði í innhólfi tengda reikningsins, verður þessum breytingum hlaðið niður til Outlook Web App?

  • Hvað ef aðgangsorðið að tengda reikningnum hefur breyst?

  • Hver er hámarksstærð skeyta og viðhengja þegar ég sendi tölvupóst með öðrum reikningum sem eru tengdir reikningnum mínum í Outlook Live?

  • Hvaða tegundir reikninga get ég tengst við?

  • Eru tengiliðir á Hotmail sóttir með tölvupósti þegar ég tengi Hotmail-reikninginn?

  • Hversu marga reikninga er hægt að hafa tengda í einu?

  • Hvað merkir það þegar ég fæ skilaboð sem segja að ég ætti að hafa samband við þjónustudeild Hotmail vegna „samstillingarvensla“?

Svör

Hvers vegna sé ég ekki tengda reikninga í Valkostir?

Ekki eru allir eiginleikar tiltækir fyrir öll pósthólf. Það ákvarðast af þjónustusamningnum fyrir þinn reikning eða af stillingunum sem stjórnandinn þinn hefur gert hvaða eiginleikar eru í tiltækir.

Spurningar

Ég setti upp tengingu fyrir reikning utan Hotmail en Outlook Web App tengdist Hotmail-reikningi í staðinn.

Þú hefur mögulega sett upp Windows Live ID-reikning með því að nota netfang frá annarri þjónustu, t.d. Gmail eða Yahoo, og notaðir sama aðgangsorð fyrir báða reikninga. Þegar þú skráir þig í Windows Live ID-reikning er Hotmail-reikningur stofnaður sjálfkrafa. Ef þú notar veffang pósthólfs frá annarri þjónustu til að setja upp Windows Live ID-reikning og sama aðgangsorð fyrir báða reikninga, Outlook Web App mun tengjast Hotmail-reikningnum sem var stofnaður þegar þú settir upp Windows Live ID-reikninginn þinn. Í stað þess að fá skeyti send frá reikningum með veffanginu sem þú skráðir muntu fá sent það sem er inni á Hotmail-reikningnum.

Til að tengjast reikningi sem er ekki Windows Live ID-reikningur skaltu breyta aðgangsorðinu fyrir annað hvort Windows Live ID-reikninginn eða reikninginn sem þú reyndir að búa til tengingu við, þannig að reikningarnir tveir hafi ólík aðgangsorð. Þegar þú hefur breytt öðru aðgangsorðinu skaltu fara aftur í Tengdir reikningar í Outlook Web App og eyða tengingunni sem þú varst að búa til. Búðu til nýja tengingu við hinn reikninginn þinn (Gmail, Yahoo eða önnur veita) með nýja aðgangsorðinu sem fylgir aðeins þeim reikningi.

Spurningar

Hvernig kem ég tengiliðum af öðrum tölvupóstreikningum, s.s. Yahoo!, inn í reikninginn minn í Outlook Web App?

Hægt er að nota leiðsagnarforritið Flytja inn tengiliði til að flytja inn tengiliði af öðrum reikningum.

Spurningar

Get ég notað reglur fyrir póst sem ég sæki af tengdum reikningum til að flokka hann í undirmöppur?

Já. Pósthólfsreglur virka á póst sem er sóttur af tengdum reikningum. Þú getur notað innhólfsregluna Sent í gegnum þennan reikning og tilgreint netfang tengda reikningsins til þess að flytja skeyti úr þeim reikningi og í möppu sem er tilgreind í pósthólfinu. Ef vandamál koma upp skaltu opna Upplýsingar um innhólfsreglur.

Spurningar

Ef ég svara skeyti sem var sótt af öðrum reikningi, til dæmis Yahoo!, get ég þá svarað með Yahoo! netfanginu mínu?

Já. Skeyti sem þú sendir frá Yahoo! netfanginu í Outlook Web App birtast eins og þau hafi verið send með Yahoo! Ef þú hefur staðfest netfang tengda reikningsins í staðfestingarpóstinum sem var sendur á hinn reikninginn geturðu sent með því netfangi í Outlook Web App.

Spurningar

Hvernig er ruslpóstur úr öðrum reikningum síaður?

Ruslpóstsíur eru ekki keyrðar á tölvupóst sem er sóttur af öðrum reikningum. Venjulega er þegar búið að sía út ruslpóst þegar hann er móttekinn á hinum reikningnum.

Spurningar

Hversu oft er pósturinn minn sóttur af innhólfi tengda reikningsins í Outlook Web App?

Tölvupóstur er sóttur frá tengdu reikningunum á klukkustundar fresti þegar þú ert ekki skráð(ur) inn á Outlook Web App. Þegar þú ert innskráð(ur) í Outlook Web App er tölvupósti oftar hlaðið niður. Til að hlaða niður tölvupósti frá tengdum reikningum þínum, hvenær sem er, skaltu smella á hnappinn Athuga skilaboð efst í skilaboðalistasýninni.

Spurningar

Fæ ég öll skeyti í einni niðurhleðslu þegar ég tengist við Gmail-reikninginn minn?

Þegar þú sækir skeyti af Gmail-reikningnum í Outlook Web App færðu skeyti með ákveðnu millibili. Þú mátt búast við því að geta sótt um 400 skeyti á klukkustund. Fjöldi skeyta sem hægt er að sækja í einu er takmarkaður af Gmail.

Spurningar

Hvers vegna hefur staða tengda reikningsins míns ekki breyst síðan ég lagaði tengingarvandamál?

Þegar þú vistar breytingar á tengingu hins reikningsins reynir reikningurinn í Outlook Web App að sækja póst af þeim reikningi. Smelltu á hnappinn til að endurnýja í Valkostir > Reikningur > Tengdir reikningar til að ganga úr skugga um að þú sjáir nýjustu stöðu tengingar við reikninginn. Ef staða tengingarinnar breytist samt ekki skaltu smella á Upplýsingar fyrir reikninginn og athuga hvort þú hafir gert lagfæringarnar sem eru tilgreindar í hlutanum Núverandi staða.

Spurningar

Hvað get ég gert ef tengdi reikningurinn hleður ekki niður tölvupósti?

Í Outlook Web App skaltu fara í Valkostir > Reikningur > Tengdir reikningar. Veldu tengda reikninginn sem sækir ekki tölvupóst og smelltu svo á Upplýsingar. Athugaðu hlutann Núverandi staða fyrir reikninginn til að athuga af hverju þú getur ekki sótt tölvupóst fyrir reikninginn. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að laga vandamál með tengingu reiknings eru í hlutanum Núverandi staða. Þegar þú hefur gert breytingarnar sem koma fram í hlutanum Núverandi staða skaltu smella á Vista. Outlook Web App mun reyna að endurtengjast reikningnum. Mælt er með að þú leysir vandamál tengda reikningsins eins og kemur fram í hlutanum Núverandi staða frekar en að eyða tengingu reikningsins. Ef þú eyðir tengingu og býrð hana aftur til, verða öll skeytin sem þú varst búin(n) að hlaða niður sótt aftur.

Spurningar

Hvað merkir staða tengda reikningsins míns?

Athuga núverandi tengingarstöðu reikningsins. Til að framkvæma þetta, farðu í Valkostir > Reikningur > Tengdir reikningar > Upplýsingar. Frekari upplýsingar um tengingarstöðu reikningsins eru í hlutanum Núverandi staða.

Spurningar

Þegar ég bý til afrit eða færi tölvupóstatriði í innhólfi tengda reikningsins, verður þessum breytingum hlaðið niður til Outlook Web App?

Nei. Þegar þú sækir tölvupóstatriði í fyrsta skipti í Outlook Web App verður afrituðum skeytum, færðum skeytum, eyddum skeytum eða færðum möppum ekki hlaðið niður í Outlook Web App. Ef mörg eintök af skeyti eru til í innhólfi tengda reikningsins er eingöngu hlaðið niður einu eintaki af skeytinu.

Spurningar

Hvað ef aðgangsorðið að tengda reikningnum hefur breyst?

Smelltu á Valkostir > Reikningur > Tengdir reikningar, veldu reikninginn þar sem þú vilt uppfæra aðgangsorðið og smelltu því næst á Upplýsingar til að uppfæra upplýsingarnar um aðgangsorðið. Smelltu á Vista breytingar til að samstilla aftur við tengda reikninginn.

Spurningar

Hver er hámarksstærð skeyta og viðhengja þegar ég sendi tölvupóst með öðrum reikningum sem eru tengdir reikningnum mínum í Outlook Live?

Hámarkið er það sama og fyrir annan tölvupóst sem þú sendir. Sjá Algengar spurningar: Ýmis málefni.

Spurningar

Hvaða tegundir reikninga get ég tengst við?

Hægt er að tengjast við alla reikninga sem leyfa POP- eða IMAP-aðgang auk Hotmail-reikninga.

Spurningar

Eru tengiliðir á Hotmail sóttir með tölvupósti þegar ég tengi Hotmail-reikninginn?

Tengiliðir á Hotmail eru ekki sóttir.

Spurningar

Hversu marga reikninga er hægt að hafa tengda í einu?

Hægt er að nota allt að fimm tengingar við reikninga í einu.

Spurningar

Hvað merkir það þegar ég fæ skilaboð sem segja að ég ætti að hafa samband við þjónustudeild Hotmail vegna „samstillingarvensla“?

Þetta vandamál getur til dæmis komið upp þegar tenging við Hotmail-reikning er búin til og fjarlægð aftur og aftur. Þegar þú færð þessi skilaboð, sjá Hjálparmiðstöð. Annars skaltu bíða í 30 daga þar til tengingin við Hotmail-reikninginn hefur verið endurstillt.

Spurningar

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Ef frekari spurningar vakna, skoðaðu þá eftirfarandi tengla: