Deila með


Úrræðaleit vegna samstillingarvillna hjá Exchange ActiveSync

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-06-02

Þegar notendur í þinni póstskipan eiga í vandræðum með að samstilla tæki sín við Microsoft Exchange geta þeir í flestum tilvikum leyst vandann á eigin spýtur. Engu að síður eru nokkur samstillingarvandamál sem notandinn þarf hjálp við að leysa.

Notanda hjálpað við úrræðaleit

Í fyrsta lagi viltu e.t.v. biðja notandann um að kanna eftirfarandi atriði á tækinu sínu í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda tækisins.

  • Er nægilegt minni á tækinu til að samstilla umbeðið atriði?

  • Hefur tækið internet-aðgang?

  • Eru heiti netþjóns og reikningsstillinga á tækinu rétt?

Að kanna algeng samstillingarvandamál

Ef vandinn á ekki upptök sín í tækinu sjálfu kann eitt af eftirfarandi vandamálum, sem algeng eru við samstillingu, að vera orsökin og meðfylgjandi lausnir að vera þær réttu.

  • Tækið nær ekki sambandi við Exchange   Leitaðu að tæki notanda á stjórnborði Exchange í Stjórna öðrum notanda > Sími > Farsímar. Sé tækið ekki þar táknar það að notandinn á í erfiðleikum með tengingu og tekst jafnvel ekki að tengjast netþjóni.

  • Tækið er útilokað   Altækar aðgangsheimildir eða aðgangsreglur fyrir tæki geta útilokað tæki sem ekki styðja allar öryggisstefnur þeirrar Exchange ActiveSync tækjareglu sem notandanum er úthlutað.

    • Opna fyrir tæki sem er útilokað vegna leyfisheimilda   Skoðaðu altækar aðgangsheimildir sem gilda um tæki notandans og breyttu þeim þannig að þær leyfi tækið, eða búðu til einstaklingsbundna undantekningu fyrir þetta tæki og þennan notanda eingöngu. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta aðgangsstillingum ActiveSync.

    • Opna fyrir tæki sem er útilokað vegna reglna   Skoðaðu aðgangsreglur sem gilda um tæki notandans og breyttu þeim þannig að þær leyfi tækið, eða búðu til einstaklingsbundna undantekningu fyrir þetta tæki og þennan notanda eingöngu. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta reglu um tækisaðgang.

    • Opna fyrir tæki sem er útilokað vegna ActiveSync-tækjareglu   Hægt er að opna fyrir tæki á marga vegu:

      • Breyta stefnunni svo hún leyfi tæki sem ekki styðja stefnur. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta tækjareglu ActiveSync.

      • Úthluta notandanum stefnu með minni takmarkanir . Frekari upplýsingar er að finna í Breyta stillingum ActiveSync fyrir pósthólf notanda.

      • Búa til einstaklingsbundna undantekningu fyrir tæki notanda.

      • Láta notanda vita að öryggisstefna þín banni notkun tækisins.

Er þörf fyrir frekari úrræðaleit?

Ef notandi á enn í vandræðum með samstillingu þá getur hann leitað að lausnum á eftirfarandi svæðum.

  • Upplýsingar um tæki   Skoðaðu upplýsingar um tæki. Á stjórnboði Exchange í Stjórna öðrum notanda > Sími > Farsímar, skaltu velja tækið og smella á Upplýsingar. Á síðunni Skoða upplýsingar um farsíma eru upplýsingar um hvort allar stefnur gildi fyrir tækið, hvort Exchange ActiveSync hefur útilokað tækið, og ef svo er, hver ástæðan sé. Í þessum upplýsingum geturðu séð hvort stillingin á netþjóninum útiloki tækið.

  • Tækjasamstarf er skemmt   Ef öll önnur ráð þrýtur geturðu knúið fram fulla endursamstillingu á innihaldi tækisins í Exchange með því að eyða samstarfi tækisins og biðja notandann um að að reyna að samstilla aftur til að endurvekja samstarfið.