Deila með


Flytja öll pósthhólf yfir í skýið með því að nota Exchange ruðningsflutning

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-06-26

Notaðu Flutning tölvupósts á stjórnborði Exchange til að flytja öll pósthólfin og samsvarandi pósthólfsgögn frá Microsoft Exchange í skýjapóstskipan þína. Þessi gerð flutnings er kölluð ruðningsflutningur því öll innanhússpósthólf eru flutt til þess að undirbúa flutning á allri tölvupóstskipaninni í skýið. Til þess að flytja aðeins sum innanhússpósthólfa þinna þarftu að framkvæma skiptan flutning. Frekari upplýsingar er að finna í Flytja undirmengi pósthólfa í skýið með skiptum Exchange-flutningi.

Póstskipan getur flutt að hámarki 1.000 pósthólf úr Exchange 2003, Exchange 2007, eða Exchange 2010 í skýið með Exchange ruðningsflutningi. Til þess að flytja fleiri en 1000 pósthólf úr Exchange 2003 eða Exchange 2007 geturðu framkvæmt skiptan Exchange-flutning. Þú getur ekki flutt Exchange 2010 pósthólf með því að nota skiptan Exchange-flutning. Þess vegna, til þess að flytja fleiri en 1.000 pósthólf úr Exchange 2010 verður þú að hefja blandaða innleiðingu. Frekari upplýsingar er að finna í Exchange Hybrid Deployment and Migration with Office 365.

importantMikilvægt:
Exchange ruðningsflutningur er ekki tiltækur fyrir Microsoft Live@edu. Skólar geta sett upp og stillt Outlook Live Directory Sync (OLSync) og notað svo skiptan Exchange-flutning til að flytja Exchange-pósthólf í skýið.

Í þessu efnisatriði

  • Hvað gerist við ruðningsflutning Exchange

  • Áður en hafist er handa

  • skref Stofna flutningshópinn

  • skref Stilltu tengistillingarnar

    • Finna tengistillingar sjálfvirkt með Autodiscover

    • Tilgreina tengistillingar handvirkt

  • skref Nefna flutningshópinn

  • skref: Ræsa flutningshópinn

  • skref Grunnstilla MX-skýrslu til að benda á Office 365

  • skref Eyða flutningshópinum

  • Bestu starfsvenjur

  • Næstu skref

Hvað gerist við ruðningsflutning Exchange

Þegar þú flytur Exchange-pósthólf í skýið með Exchange ruðningsflutningi:

  • Flutningsþjónustan úthlutar nýjum pósthólfum í skýjapóstskipaninni. Hún stofnar skýjapósthólf fyrir hvern notandareikning í innanhúss Exchange-póstskipaninni. Innanhúss dreifingarhópar og tengiliðir eru einnig fluttir í skýið.

  • Þegar nýju skýjapósthólfin hafa verið stofnuð flytur flutningsþjónustan tölvupósta, tengiliði og dagbókaratriði úr Exchange-pósthólfunum í samsvarandi skýjapósthólf.

  • Eftir upphaflegan flutning eru Exchange-pósthólfin og skýjapósthólfin samstillt einu sinni á sólarhring, þannig að nýr tölvupóstur sem sendur er í Exchange-pósthólfið er afritaður í samsvarandi skýjapósthólf. Þetta ferli kallast stigvaxandi samstilling.

Þegar þú ert tilbúin(n) getur þú beint tölvupósti beint í skýjapósthólfin og eytt flutningshópinum. Síðan getur þú fjarlægt Exchange innanhússpóstskipanina þína ef þú vilt.

Áður en hafist er handa

importantMikilvægt:
Ef þú hefur sett upp og virkjað Microsoft Online Services skráasafnssamstillingartækið getur þú ekki keyrt Exchange ruðningsflutning. Ef þú hefur sett upp skráasafnssamstillingartækið getur þú gert samstillingu skráasafns óvirka og svo keyrt Exchange ruðningsflutning. Nánari upplýsingar má finna í Umsjón með skráasafnssamstillingu.

Efst á síðu

1. skref Stofna flutningshópinn

  1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Notendur & Hópar > Tölvupóstflutningar > Nýtt. Á síðunni Velkomin(n) í tölvupóstflutning skaltu velja eina af eftirfarandi flutningstegundum:

    • Exchange 2007 og síðari útgáfur - Finna tengingarstillingar sjálfkrafa með Autodiscover   Veldu þennan valkost ef þú vilt að flutningsþjónustan tengist innanhúss Exchange-vefþjóninum þínum sjálfkrafa með Autodiscover-þjónustunni.

    • Exchange 2003 og síðari útgáfur - Tilgreina tengingarstillingar handvirkt   Veldu þennan valkost ef innanhússpóstkerfið þitt keyrir Exchange 2003 eða ef þú ert að keyra síðari útgáfu en vilt tilgreina tengingarstillingarnar við póstþjón fyrirtækisins handvirkt.

  2. Smelltu á Áfram eftir að þú hefur valið flutningstegund.

2. skref   Stilltu tengistillingarnar

Gefðu upp skilríki og tengingarstillingar fyrir innanhúss Exchange-netþjóninn eftir því hvaða flutningsgerð þú valdir. Framkvæmdu aðeins eitt eftirfarandi verka, eftir því hver flutningsgerðin er.

Finna tengistillingar sjálfvirkt með Autodiscover

  1. Ef þú valdir þessa flutningsgerð þarf að stilla flutninginn þannig að hann noti Autodiscover-þjónustuna til að greina tengingarstillingarnar. Tengingarstillingarnar sem þú grunnstillir haldast á þessari síðu næst þegar þú ræsir flutning tölvupósts til að keyra nýjan flutningshóp.

    Í þessum reit... Gerðu þetta...

    Netfang stjórnanda flutnings

    Sláðu inn netfang stjórnandareiknings sem hefur aðgang að Exchange-þjóninum þínum og öllum pósthólfum.

    Lén\Notandanafn

    Sláðu inn notandanafn fyrir reikning stjórnanda flutningsins. Notaðu sniðið Lén\Notandanafn eða UPN.

    Aðgangsorð

    Sláðu inn aðgangsorð að reikningi stjórnanda flutningsins.

    Fjöldi pósthólfa sem á að flytja samtímis

    Tilgreindu fjölda tenginga við Exchange-þjóninn sem er til reiðu fyrir flutning pósthólfa í skýið. Ef gildið er stillt á 3, sjálfgildið, er hægt að flytja allt að þremur pósthólfum samtímis þar til öll pósthólf í flutningshópnum hafa verið flutt. Hámarksfjöldi tenginga er 10. Til að fræðast meira um hvernig er hægt að besta þessar stillingar, sjá Hámarksfjöldi tenginga við póstþjón.

  2. Smelltu á Áfram. Microsoft Exchange reynir að eiga samskipti við innanhúss Exchange-þjóninn til að sannreyna tengingarstillingarnar frá Autodiscover. Ef prufutengingin tekst ekki verður beðið um að tengingarstillingarnar séu tilgreindar handvirkt. Til að halda áfram verður að tengjast Exchange-þjóninum.

    Ef ekki tekst að tengjast við innanhússþjón Exchange skal athuga þetta myndskeið sem inniheldur ábendingar við úrræðaleit.

    Þegar tengingin við Exchange-þjóninn tekst tengist flutningsþjónustan skráasafninu á Exchange-þjóninum innanhúss og leitar að lista yfir pósthólfin, dreifingarhópana og tengiliðina sem verða fluttir. Það getur tekið nokkra stund að afla þessara upplýsinga.

    Þegar þessu fyrirspurnarferli er lokið birtist síðan Tilgreina hvað og hvernig á að flytja (skref 2 af 3).

Tilgreina tengistillingar handvirkt

  1. Ef þú velur þessa flutningsgerð þarftu að sjá Exchange-þjóninum fyrir tengingarstillingum.

    Í þessum reit... Gerðu þetta...

    Lén\Notandanafn

    Sláðu inn notandanafn fyrir reikning stjórnanda flutningsins. Notaðu sniðið lén\notandanafn.

    Aðgangsorð

    Sláðu inn aðgangsorð að reikningi stjórnanda flutningsins.

    Exchange-þjónn

    Sláðu inn FQDN innanhúss Exchange-vefþjónsins. Til dæmis EXCH-MSG-1.contoso.com.

    RPC-staðgengilsþjónn

    Sláðu inn FQDN RPC-staðgengilsþjónsins fyrir innanhúss Exchange-þjóninn. Til dæmis mail.contoso.com.

    Sannvottun

    Veldu Basic sem þá aðferð sannvottunar sem Exchange-þjónninn notar.

    Fjöldi pósthólfa sem á að flytja samtímis

    Tilgreindu fjölda tenginga við Exchange-þjóninn sem er til reiðu fyrir flutning tölvupósts í pósthólf í skýi. Ef gildið er stillt á 3, sjálfgildið, er hægt að flytja allt að þremur pósthólfum samtímis þar til öll pósthólf í flutningshópnum hafa verið flutt. Hámarksfjöldi tenginga er 10. Til að fræðast meira um hvernig er hægt að besta þessar stillingar, sjá Hámarksfjöldi tenginga við póstþjón.

  2. Smelltu á Áfram. Microsoft Exchange reynir að eiga samskipti við innanhúss Exchange-þjóninn til að sannreyna tengingarstillingarnar. Ef prufutengingin tekst ekki verður beðið um staðfestingu á tengingarstillingunum. Til að halda áfram verður að tengjast Exchange-þjóninum.

    Ef ekki tekst að tengjast við innanhússþjón Exchange skal athuga þetta myndskeið sem inniheldur ábendingar við úrræðaleit.

    Þegar prufutengingin við Exchange-þjóninn tekst tengist flutningsþjónustan skráasafninu á innanhúss Exchange-þjóninum og leitar að lista yfir pósthólfin, dreifingarhópana og tengiliðina sem verða fluttir. Það getur tekið nokkra stund að afla þessara upplýsinga

    Þegar þessu fyrirspurnarferli er lokið birtist síðan Tilgreina hvað og hvernig á að flytja (skref 2 af 3).

Efst á síðu

3. skref Nefna flutningshópinn

Ritaðu nafn sem auðkennir flutningshópinn í reitinn Heiti hóps. Þetta nafn birtist á mælaborði tölvupóstflutnings. Heiti hópa geta ekki innihaldið bil eða sérstafi.

Til að senda afrit af flutningsskýrslunum til annarra notenda skaltu smella á Fletta til að velja einn eða fleiri notendur.

Smelltu á Áfram til að stofna flutningshópinn. Síðan Tókst að stofna flutningshóp (skref 3 af 3) birtist. Skoðaðu upplýsingarnar um flutningshópinn og smelltu síðan á Loka.

4. skref: Ræsa flutningshópinn

Eftir að þú stofnar flutningshópinn er hann birtur í listanum á mælaborði Tölvupóstflutnings. Ítaratriði um valinn flutningshóp eru birt á upplýsingasvæðinu. Staða flutningshópsins er stillt á Stofnaður.

Til að hefja vinnslu flutningshóps skaltu velja hann og smella síðan á Hefja.

Hvað gerist eftir að flutningshópurinn hefst?

Eftir að þú ræsir flutningshópinn breytist staðan sem birtist á upplýsingasvæðinu á mælaborði Tölvupóstflutnings í Í biðröð eða Keyrir.

Eftirfarandi tafla lýsir upplýsingunum sem birtast á upplýsingasvæðinu fyrir flutningshópinn.

Reitur Lýsing

Staða

Núverandi staða valins flutningshóps. Inniheldur eftirfarandi stöður:

  • Stofnað   Gefur til kynna að flutningshópur sé stofnaður. Í þessari stöðu getur þú ræst, breytt eða eytt flutningshópinum.

  • Í biðröð   Gefur til kynna að flutningshópurinn hafi verið ræstur. Í þessari stöðu getur þú stöðvað flutningshópinn.

  • Keyrir   Gefur til kynna að verið sé að flytja pósthólfin í flutningshópinum á virkan hátt. Í þessari stöðu getur þú stöðvað flutningshópinn.

  • Stöðvaður   Gefur til kynna að flutningshópurinn hafi stöðvast og ekki sé verið að flytja fleiri pósthólf úr hópinum. Í þessari stöðu getur þú endurræst flutningshópinn.

  • Samstilltur   Gefur til kynna að flutningshópinum sé lokið og ekki verði fleiri pósthólf flutt. Flutningshópur í þessari stöðu kann að innihalda villur, ef pósthólf voru ekki flutt.

Umbeðið

Fjöldi pósthólfanna sem flytja á í flutningshópinum.

Samstillt

Fjöldi pósthólfa í núverandi flutningshópi sem hafa verið stofnuð í skýjapóstskipaninni. Þessi reitur er uppfærður meðan á flutningnum stendur.

Virkur

Tilgreinir fjölda pósthólfa sem verið er að flytja á virkan hátt. Þessi fjöldi samsvarar þeim fjölda pósthólfa sem flytja á samtímis sem þú tilgreindir við grunnstillingu tengingarstillinga.

Villur

Fjöldi þeirra pósthólfa sem mistókst að flytja.

Tími stofnunar:

Dagsetning og tími þegar flutningshópurinn var stofnaður.

Upphafstími

Dagsetning og tími þegar flutningshópurinn var ræstur.

Tími upphaflegrar samstillingar

Dagsetning og tími þegar flutningshópinum var lokið.

Tímalengd upphaflegrar samstillingar

Sá tími sem það tók að ljúka flutningshópinum.

Tími síð. samstillingar

Síðasta skipti sem flutningshópurinn var endurræstur.

Ítaratriði fyrir hvern notanda

Smelltu á Opna til að birta stöðuupplýsingar um hvert pósthólf í flutningshópinum. Frekari upplýsingar er að finna í Stöðuskýrsla notenda tölvupóstflutnings.

Skýrslur

Þessi hluti upplýsingasvæðisins inniheldur tengla að flutningstölfræði og villuskýrslum. Tenglar að þessum skýrslum eru sendir til stjórnanda eftir að flutningi er lokið.

Smelltu á Árangur eða Villur til að hala niður eftirfarandi skýrslum:

  • MigrationStatistics   CSV-skrá sem inniheldur röð fyrir hvert pósthólf sem tókst að flytja. Hver röð inniheldur netfang pósthólfsins, stöðu flutnings, fjölda pósthólfsatriða sem flutt voru og fjölda þeirra pósthólfsatriða sem var sleppt og ekki flutt.

  • MigrationErrors   CSV-skrá sem inniheldur röð fyrir hvert pósthólf sem ekki var flutt eða grunnstillt fyrir framsendingu pósts. Hver röð inniheldur netfang pósthólfsins og lýsingu á villunni.

Efst á síðu

Fylgjast með flutningshópinum

Notaðu mælaborð Tölvupóstflutnings og flutningstölfræði fyrir hvern notanda til að fylgjast með stöðu flutningshópsins. Sjá eftirfarandi til að fá frekari upplýsingar:

Stöðva flutningshópinn

Til að stöðva flutningshópinn þarf að smella á Stöðva í glugganum Virkur tölvupóstflutningur.

Hvað gerist þegar smellt er á Hætta? Flutningur pósthólfs sem verið er að vinna er stöðvaður tafarlaust og honum er ekki lokið. Sé flutningshópur stöðvaður hefur það ekki áhrif á pósthólf sem búið er að flytja.

Eftir að flutningshópur hefur verið stöðvaður, berst tölvupóstur með stöðu flutningsins þar sem tilgreint er hve mörg pósthólf voru flutt áður en hópurinn var stöðvaður. Skeytið inniheldur einnig tengil á skrána MigrationErrors.csv sem greinir þá virku pósthólfsflutninga sem voru í vinnslu þegar flutningurinn var stöðvaður og línurnar sem bíða eftir flutningi. Stöðuskeytið inniheldur einnig tengil á skrána MigrationStatistics.csv sem greinir þau pósthólf sem tókst að flytja.

Ef þú hefur ræst flutningshóp og hann er með stöðuna Í biðröð eða Keyrir getur þú stöðvað hann. Til að stöðva flutningshópinn skaltu velja hann og síðan smella á Gera hlé.

Þegar þú stöðvar flutningshópinn sem er í keyrslu eru öll pósthólf sem verið er að vinna samstundis stöðvuð og lýkur ekki. Sé flutningshópur stöðvaður hefur það ekki áhrif á pósthólf sem búið er að flytja.

Eftir að flutningshópur hefur verið stöðvaður, berst tölvupóstur með stöðu flutningsins þar sem tilgreint er hversu mörg pósthólf voru stofnuð í skýinu áður en hópurinn var stöðvaður og hversu mörg pósthólf voru ekki flutt. Þessi skilaboð innihalda einnig tengla að tölfræðiskýrslunni, sem telur upp pósthólfin sem tókst að flytja, og villuskýrslunni, sem telur upp pósthólfin sem ekki voru flutt.

Endurræsa flutningshópinn

Ef villur eru í flutningshópi eða ef ný pósthólf, tengiliðir eða dreifingarhópar voru stofnaðir í innanhúss Exchange-póstskipaninni getur þú endurræst flutningshópinn. Til að endurræsa flutningshópinn skaltu velja hann og síðan smella á Halda áfram.

Þegar þú endurræsir flutningshópinn tengist flutningsþjónustan innanhúss Exchange-þjóninum þínum og leitar í skráasafninu að nýjum pósthólfum, dreifingarhópum og tengiliðum. Þegar þessari fyrirspurn er lokið birtir síða fjölda pósthólfa, dreifingarhópa og tengiliða sem verða flutt.

Ath.   Ef þú endurræsir flutningshópinn sleppir flutningsþjónustan þeim pósthólfum, dreifingarhópum og tengiliðum í innanhúss Exchange-póstskipan þinni sem þegar hafa verið fluttir.

5. skref   Grunnstilla MX-skýrslu til að benda á Office 365

Tölvupósti sem sendur er á notendur verður áfram beint í Exchange-pósthólf þeirra innanhúss þar til þú breytir MX-skýrslunni. Eftir að tekist hefur að flytja pósthólf samstillir stigvaxandi samstillingarferillinn Exchange-innanhússpósthólf og skýjapósthólf einu sinni á sólarhring þangað til þú eyðir flutningshópinum. Þegar þú stillir MX-skýrslu póstskipanar þinnar svo hún vísi á skýjapóstskipan þína eru allir tölvupóstskeyti send beint í skýjapósthólfin.

Eftir að þú breytir MX-skýrslunni og staðfestir að öllum pósti sé beint í skýjapósthólfin getur þú eytt flutningshópinum.

Mikilvægt   Það getur tekið einn til tvo sólarhringa að dreifa uppfærðu MX-skýrslunni. Bíddu í að minnsta kosti sólarhring eftir að þú hefur breytt MX-færslunni áður en þú eyðir flutningshópinum. Staðfestu að pósti sé beint í skýjapósthólf áður en þú eyðir hópinum.

Efst á síðu

6. skref Eyða flutningshópinum

Þegar öll pósthólf í flutningshópinum hafa verið flutt og gengið hefur verið úr skugga um að verið sé að beina netfanginu þínu í skýjapósthólfin má eyða flutningshópnum á mælaborði tölvupóstflutnings. Til að eyða flutningshópi skaltu velja hann og síðan smella á Eyða Eyða. Þegar þú eyðir flutningshópi mun Exchange Online:

  • Keyra síðustu stigvaxandi samstillingu fyrir öll pósthólfin. Að því loknu er tölvupóstur ekki lengur samstilltur á milli innanhúss Exchange-pósthólfa og skýjapósthólfa.

  • Hreinsa upp allar færslur sem tengjast flutningshópunum og hópurinn er fjarlægður af hópalistanum.

  • Fjarlægja flutningshópinn úr hópalistanum á mælaborði Tölvupóstflutnings.

Bestu starfsvenjur

Hér eru nokkrar ábendingar til að gera Exchange-flutninginn sem best úr garði:

  • Breyttu DNS Time-to-Live (TTL) stillingunni í MX-skýrslunni   Áður en byrjað er að flytja pósthólf skaltu breyta DNS TTL stillingunni í núverandi MX-skýrslu í styttra bil, eins og 3600 sekúndur (klukkustund). Þegar MX-skýrslu er síðan breytt svo hún vísi á skýjapóstskipanina þína eftir að öll pósthólf hafa verið flutt, ætti uppfærða MX-skýrslan að dreifast hraðar vegna styttra bils TTL.

  • Samskipti við notendurna   Láttu notendur vita að flytja eigi innihald innanhúss Exchange-pósthólfa þeirra í skýjapóstskipanina. Hafðu eftirfarandi í huga:

    • Biddu notendur að eyða gömlum og ónauðsynlegum tölvupósti úr Exchange-pósthólfum sínum fyrir flutning. Það dregur úr magni gagna sem þarf að flytja og getur stytt heildarflutningstímann. Þú getur einnig hreinsað til í pósthólfum þeirra.

    • Leggðu til við notendur að þeir taki afrit af innhólfi sínu.

    • Segðu notendum hvenær þeir geti skýjareikninginn til þess að komast í tölvupóst sem var fluttur af reikningi þeirra innanhúss. Ekki veita notendum aðgang að skýjareikningum fyrr en hægt er að ljúka flutningunum.

      Þarftu góða leið til að upplýsa notendur um innskráningarskilríki sín og sjálfmyndað aðgangsorð að nýju skýjareikningunum? Sjá Senda nýjum notendum opnunarkveðju.

Næstu skref

  • Úthluta leyfum til notenda Office 365   Ef þú ert með Microsoft Office 365 tölvupóstskipan þarftu að úthluta leyfum til nýrra pósthólfa því annars verða þau óvirk þegar reynslutíma lýkur. Frekari upplýsingar er að finna í Úthluta Microsoft Online Services leyfi fyrir ný pósthólf.

  • Stofna Sjálfvirka uppgötvun á DNS-færslu   Eftir að öll innanhússpósthólf hafa verið flutt í skýið getur þú grunnstillt Sjálfvirka uppgötvun á DNS-færslu Sjálfvirkrar fyrir skýjapóstskipanina þína til að auðvelda notendum að tengjast nýja skýjapósthólfinu með biðlurum Microsoft Outlook og farsíma. Þessi nýja Sjálfvirka uppgötvun á DNS-færslu verður að nota sama nafnrýmið og þú ert að nota fyrir skýjapóstskipanina þína. Til dæmis, ef skýjanafnrýmið þitt er cloud.contoso.com er Sjálfvirk uppgötvun á DNS-færslu sem þú þarft að stofna autodiscover.cloud.contoso.com.

    Exchange Online notar CNAME-færslu til að innleiða Sjálfvirka uppgötvunarþjónustu fyrir biðlara Outlook og farsíma. Sjálfvirk uppgötvun á CNAME-færslu verður að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

    • Samnefni   sjálfvirk uppgötvun

    • Mark   autodiscover.outlook.com

    Frekari upplýsingar er að finna í Nota CNAME-færslu til að leyfa Outlook að tengjast.

  • Innleiða einskráningarlausn   Þegar öll pósthólf hafa verið flutt í skýið getur þú innleitt einskráningarlausn til að gera notendum kleift að nota Active Directory innanhússskilríkin sín (notandanafn og aðgangsorð) til að fá aðgang að Office 365 pósthólfunum sínum og fyrirliggjandi innanhússtilföngum. Til að innleiða staka innskráningu þarftu að setja upp Active Directory Federation Services 2.0 (AD FS 2.0). Frekari upplýsingar er að finna í Exchange-ruðningsflutningur og stök innskráning.

  • Aftenging Exchange-þjóna innanhúss   Eftir að þú hefur staðfest að öllum tölvupósti sé beint í skýjapósthólfin beint, hefur lokið flutningnum og þarft ekki lengur að viðhalda póstskipan innanhússtölvupósts eða ætlar ekki að innleiða einskráningarlausn, getur þú tekið niður Exchange af netþjónum þínum og fjarlægt innanhúss Exchange-póstskipanina.

    importantMikilvægt:
    Ef þú innleiðir einskráningslausn mælum við sterklega með því að þú viðhaldir að minnsta kosti einum Exchange-þjóni þannig að þú fáir aðgang að Exchange System Manager (Exchange 2003) eða Exchange Management Console/Exchange Management Shell (Exchange 2007 og Exchange 2010) til að stjórna pósttengdum eigindum á innanhússnotendum sem leyfa tölvupóst. Fyrir Exchange 2007 og Exchange 2010 ætti Exchange-þjónninn sem þú viðheldur að hafa þjónshlutverkin Hub Transport, Biðlaraaðgangur og Pósthólf uppsett.

    Sjá eftirfarandi til að fá frekari upplýsingar:

    CautionAðvörun:
    Það getur haft óvæntar afleiðingar að aftengja Exchange. Áður en þú aftengir Exchange-innanhússpóstskipanina þína mælum við með að þú hafir samband við Microsoft-stuðning.

Efst á síðu