Deila með


Úthluta Microsoft Online Services leyfi fyrir ný pósthólf

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Eftir að ný pósthólf hafa verið búin til í Microsoft Office 365 þarf að úthluta leyfi á notendur í Office 365 gáttinni. Ef leyfi er ekki úthlutað mun pósthólfið verða óvirkt þegar reynslutíma lýkur.

Úthluta leyfi

Eftir að ný skýjapósthólf hafa verið búin til birtist samsvarandi Microsoft Office 365 notandareikningur á notendasíðunni í Office 365 gáttinni.

Til að úthluta leyfum á notendur með ný pósthólf skal framkvæma eftirfarandi skref:

  1. Í haus Office 365 gáttarinnar er smellt á Stjórnanda.

  2. Í vinstri rúðunni, undir Stjórnun, skaltu smella á Notendur.

  3. Veldu Nýtt yfirlit í fellivalmyndinni Skoða.

  4. Á síðunni Nýtt yfirlit skaltu færa inn lýsandi heiti á nýja yfirlitinu.

  5. Undir Velja reikningsstöðu til að takmarka yfirlitið frekar skaltu velja Notendur með pósthólf og engin leyfi, og smella svo á Vista.

  6. Veldu nýja yfirlitið sem þú varst að búa til í fellivalmyndinni Skoða.

  7. Veldu gátreiti fyrir þá notendur sem úthluta á leyfum til og smelltu svo á Breyta.

  8. Undir Úthluta leyfum skaltu velja gátreitina fyrir leyfin sem þú vilt úthluta á valda notendur og smella síðan á Vista.

  9. Á síðunni Stillingar skaltu velja staðsetningu notanda af fellilistanum. Á síðunni Stillingar geturðu einnig úthlutað Microsoft Office 365 kerfisstjórahlutverki og stillt innskráningarstöðu fyrir valda notendur.

  10. Smelltu á Vista.

Ath. Leyfi eru nauðsynleg fyrir öll ný skýjapósthólf, óháð því hvernig þau eru stofnuð.

Stofna ný pósthólf í litlu magni

Stofna mjög mörg ný pósthólf í einu

Flytja pósthólf úr Exchange innanhússpóstskipan í ský

Mikilvægt   Pósthólfsáætlanir samsvara Office 365 leyfisgerðum. Þegar þú stofnar nýtt skýjapósthólf með Exchange-stjórnborðinu eru allar pósthólfsáætlanir tiltækar, jafnvel þótt samsvarandi leyfi séu ekki innifalin í áskrift póstskipanar þinnar að Microsoft Office 365.

Hvers vegna skiptir þetta máli? Ef þú stofnar pósthólf og úthlutar pósthólfsáætlun sem samsvarar leyfi sem veitir notendum fleiri eiginleika en þú hefur greitt fyrir, getur verið að þeir fái ekki aðgang að pósthólfum sínum eða tapi gögnum þegar þú skráir pósthólfið í Office 365 gáttinni. Gættu þess að úthluta pósthólfsáætlun sem styður leyfi póstskipanar þinnar.