Deila með


Nýtt pósthólf búið til

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-09

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að stofna nýtt pósthólf notanda í stjórnborði Exchange:

  1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Notendur & Hópar > Pósthólf > Nýtt.

  2. Sláðu inn eftirfarandi upplýsingar:

    • Fornafn, Upphafsstafur, Eftirnafn   Þessir reitir eru ekki nauðsynlegir en ráðlagt að fylla þá út.

    • * Nafn til birtingar   Nafnið birtist í dagbókinni, í línunum Til: og Frá: í tölvupósti og á pósthólfalistanum í stjórnborði Exchange. Það er áskilið.

    • * Microsoft-auðkenni eða auðkenni póstskipunar   Þetta samanstendur af samnefni notandans vinstra megin við @-merkið og lénsheitinu þínu, t.d. contoso.edu eða fabrikam.com, hægra megin. Það verður innskráningarauðkenni og netfang notandans. Notendur nota notandauðkenni sín til að fá aðgang að pósthólfum sínum. Notandauðkenni er áskilið.

      noteAth.:
      Ef í póstskipaninni eru samþykkt lén birtast þau í fellilista. Ef fleiri en eitt lénsheiti eru á listanum er eitt þeirra valið þegar nýtt pósthólf er stofnað. Frekari upplýsingar um notkun samþykktra léna er að finna í Samþykkt lén.
    • *Aðgangsorð   Ráðlagt er að nota öflugt aðgangsorð sem er minnst átta stafir og inniheldur bæði há- og lágstafi, tölustafi og tákn. Frekari upplýsingar er að finna í Leiðbeiningar um aðgangsorð.

    • * Staðfesta aðgangsorð   Skrifaðu aðgangsorðið aftur til að athuga hvort það var rétt slegið inn. Staðfesta þarf aðgangsorðið til að vista nýja pósthólfið.

    • Krefjast breytingar á aðgangsorði við næstu innskráningu   Það tryggir betur að notandinn einn þekki aðgangsorðið. Hvettu notendur til að nota öflug aðgangsorð.

      noteAth.:
      Valkostur um að krefjast þess að notendur breyti aðgangsorðum sínum er ekki í boði fyrir Microsoft Office 365 póstskipanir.
    • Pósthólfsáætlun   Pósthólfsáætlun skilgreinir stillingar og leyfi fyrir notandann. Nota má pósthólfsáætlun fyrir notandann hér ef póstskipanin er með fleiri en eina pósthólfsáætlun. Sumar póstskipanir eru aðeins með eina. Frekari upplýsingar er að finna í Pósthólfsáætlanir fyrir Outlook Live.

      Mikilvægt   Pósthólfsáætlanir samsvara Office 365 leyfisgerðum. Þegar þú stofnar nýtt skýjapósthólf með Exchange-stjórnborðinu eru allar pósthólfsáætlanir tiltækar, jafnvel þótt samsvarandi leyfi séu ekki innifalin í áskrift póstskipanar þinnar að Microsoft Office 365.

      Hvers vegna skiptir þetta máli? Ef þú stofnar pósthólf og úthlutar pósthólfsáætlun sem samsvarar leyfi sem veitir notendum fleiri eiginleika en þú hefur greitt fyrir, getur verið að þeir fái ekki aðgang að pósthólfum sínum eða tapi gögnum þegar þú skráir pósthólfið í Office 365 gáttinni. Gættu þess að úthluta pósthólfsáætlun sem styður leyfi póstskipanar þinnar.

  3. Þegar þessu er lokið skaltu smella á Vista.

Ef þú ert með Microsoft Office 365 tölvupóstskipan þarftu að úthluta leyfum til nýrra pósthólfa því annars verða þau óvirk þegar reynslutíma lýkur. Frekari upplýsingar er að finna í Úthluta Microsoft Online Services leyfi fyrir ný pósthólf.

Live@edu - Fyrirliggjandi Microsoft-auðkenni flutt inn eða vísað frá þegar nýtt pósthólf er búið til

Þegar nýtt pósthólf er stofnað í Microsoft Live@edu geta birst villuboð um að þetta Microsoft auðkenni sé þegar til. Hvers vegna? Ef lénsheitið var notað fyrir netföng áður en lénið var skráð á skýjaþjónustu er líklegt að margir notendur hafi búið til auðkenni fyrir netföngin. Þessi gerð af Microsoft-auðkenni er kallað Microsoft-auðkenni án umsjónar. Ef þú getur ekki búið til Microsoft auðkenni sem samsvarar núverandi Microsoft auðkenni án umsjónar. Í þessu tilfelli verður þú að ákveða hvort þú vilt flytja inn eða vísa frá Microsoft auðkenni án umsjónar. Varðandi frekari upplýsingar, sjá Flytja inn eða vísa frá núverandi Microsoft-auðkennum í Live@edu.

Flytja inn Microsoft-auðkenni

Þegar Microsoft-auðkennið er flutt inn eru Microsoft-auðkennið og allar stillingar óbreyttar. Fyrirliggjandi Microsoft-auðkenni er tengt við nýja pósthólfið sem stofnað er. Eftir að Microsoft-auðkenni er flutt inn lýtur Microsoft-auðkennið skilmálum póstskipanarinnar um öryggis- og persónuvernd.

**Hvenær ættirðu að flytja inn Microsoft-auðkenni án umsjónar?**Ef öruggt er að notandinn sé þekktur og þú vilt tengja Microsoft auðkenni notandans við nýtt skýjapósthólf í póstskipaninni.

Ath.   Þegar Microsoftauðkenni er flutt inn haldast eiginleikar fyrirliggjandi Microsoft-auðkennis, svo sem fornafn, eftirnafn, nafn til birtingar og aðgangsorð óbreyttir óháð gildunum sem tilgreind eru á síðunni Nýtt pósthólf. Þó er hægt að breyta þeim eftir að pósthólfið hefur verið stofnað. Svona er farið að: Breyta eiginleikum pósthólfs og Aðgangsorð notanda endurstillt.

Vísa Microsoft-auðkenni frá

Þegar Microsoft-auðkenninu er vísað frá eru Microsoft-auðkennið og allar stillingar óbreyttar. Þetta innifelur aðgangsorðið, Xbox Live stig og Zune stig. Hins vegar fylgir kvöð um að breyta heiti Microsoft auðkennisins. Notandinn getur skráð sig inn með því að nota Microsoft-auðkennið og viðeigandi aðgangsorð, en er strax beðinn um að endurnefna auðkennið. Notandinn verður að skilgreina tölvupóstfang sem er fyrir utan skýjapóstskipanina.

Hvenær á að vísa frá Microsoft-auðkenni sem er án umsjónar? Hvenær sem þú veist ekki hver á Microsoft auðkennið. Eigandi frávísaða Microsoft auðkennisins getur áfram skráð sig inn í Microsoft auðkennið, en verður að endurnefna Microsoft auðkennið með því að nota tölvupóstfang sem ekki er tengt þinni skýjapóstskipan.

Hvað gerist ef Microsoft-auðkenni er vísað frá léninu? Þú getur búið til nýtt Microsoft auðkenni með sama nafni, en aðgangsorðið verður að vera frábrugðið aðgangsorði fyrir frávísaða Microsoft auðkennið. Ef þú færð upp villu þegar þú frávísar exCoNameNoMk auðkenni, reyndu þá aftur með öðru aðgangsorði.

Hvað er næst?

Eftir að þú hefur búið til pósthólf, þá getur þú gert breytingar og bætt við viðbótareiginleikum. Til að framkvæma þetta, veldu pósthólfið á lista Pósthólf og smelltu síðan á Upplýsingar. Svona er farið að: Breyta eiginleikum pósthólfs.