Algengar spurningar: Tölvupóstforrit
Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu
Efni síðast breytt: 2012-08-10
Hér eru algengar spurningar um tölvupóstforrit.
Spurningar
Hvers vegna get ég ekki tengt reikninginn minn úr fartæki eða póstforriti í tölvu?
Get ég notað Outlook 2003 til að tengjast við tölvupóstreikninginn minn?
Hvernig get ég stillt Outlook 2007 þannig að það biðji mig ekki stöðugt um aðgangsorðið mitt?
Get ég stillt reikninginn minn í Outlook Web App þannig að hann sýni sjálfgefið samþætt efni (myndir ofl.) í tölvupóstskeytunum mínum?
Af hverju get ég ekki stillt Outlook 2007 þannig að forritið taki við tölvupósti frá Outlook Web App reikningnum mínum? (Ég nota Windows XP.)
Af hverju fæ ég villuboðin „Dulrituð tenging við póstþjóninn þinn er ekki tiltæk“ þegar ég reyni að setja upp Outlook 2007 eða Outlook 2010 fyrir tölvupóstinn minn?
Af hverju get ég ekki tengst með sjálfvirkri uppsetningu reiknings í Outlook 2010 eða Outlook 2010?
Ég get ekki skráð mig inn á tölvupóstinn minn vegna vottorðsvillu í Outlook 2007.
Af hverju sé ég ekki valkostinn að nota léttari útgáfu Outlook Web App á innskráningarsíðu reikningsins?
Hvernig nota ég létta útgáfu Outlook Web App?
Af hverju birtist önnur skjámynd þegar ég smelli á Valkostir í Outlook Web App reikningnum mínum?
Hvernig færi ég gögn frá núverandi Outlook reikningi yfir í Outlook Web App reikninginn minn?
Hvernig deili ég dagatali með öðrum?
Starfar listinn minn yfir Útilokaða sendendur rétt?
Af hverju eru skilaboð sem koma í innhólfið mitt sjálfvirkt færð í möppuna Eydd atriði?
Hvers vegna birtast fundarboð í innhólfinu mínu sem tölvuskeyti með tengla við Outlook vefbúnaðartilvik í fundarboðinu? Ég myndi frekar vilja fá fundarboð sem viðhengi í iCal. Er hægt að breyta þessu?
Hvers vegna eru vandamál með stór viðhengi í Makka?
Svör
Hvers vegna get ég ekki tengt reikninginn minn úr fartæki eða póstforriti í tölvu?
Vandamálið gæti tengst aðgangsorðinu. Þetta getur gerst þegar aðgangsorðið er útrunnið. Þetta getur einnig gerst ef stillt aðgangsorðs í fartæki eða póstforriti í tölvu (til dæmis Apple Mail for Mac, Mozilla Thunderbird, Microsoft Outlook eða Windows Live Mail) passar ekki við gildandi aðgangsorð reikningsins.
Til að leysa þetta gæti þurft að uppfæra útrunna aðgangsorðið eða skipta um aðgangsorð. Ef aðgangsorðinu hefur verið breytt nýlega gætirðu hugsanlega leyst vandann með því að uppfæra stillt aðgangsorð í fartækinu eða póstforriti tölvunnar til að það passi við gildandi aðgangsorð sem notað er við innskráningu í Outlook Web App. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta aðgangsorði reiknings.
Efst á síðu
Get ég notað Outlook 2003 til að tengjast við tölvupóstreikninginn minn?
Ef pósthólfið er í skýjaumhverfi (til dæmis í Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki eða Office 365 fyrir fagfólk og minni fyrirtæki) og þú vilt tengja reikninginn við Outlook 2003 verður þú að velja POP3 eða IMAP4 þegar þú setur reikninginn upp. Upplýsingar um hvernig Outlook 2003 er notað með reikningnum eru í Setja upp Outlook 2003 fyrir IMAP- eða POP-aðgang að tölvupóstreikningi.
Ekki er hægt að tengja tölvupóst með Exchange-reikningi (einnig kallað Messaging API eða MAPI) í skýjaumhverfi.
Ef þú ert Outlook-notandi í skýjaumhverfi mælum við með því að þú notir Office Outlook 2007 eða Outlook 2010, þar sem POP3- eða IMAP4 tengingar við reikninginn styðja ekki samstillingu dagbókar og tengiliða. Til að hlaða niður ókeypis reynsluútgáfu af Outlook 2010 skaltu fara á vefsvæði Microsoft Office. Ef þú ert í vafa um hvort pósthólfið þitt sé í skýi skaltu hafa samband við þann sem annast tölvupóstreikninginn þinn.
Efst á síðu
Hvernig get ég stillt Outlook 2007 þannig að það biðji mig ekki stöðugt um aðgangsorðið mitt?
Office Outlook 2007 krefst þess að þú færir inn aðgangsorðið í hvert sinn sem þú opnar forritið til að tengjast tölvupóstinum. Kvaðningar varðandi aðgangsorð ættu að birtast sjaldan, eða ættu ekki að birtast eftir að þú hefur slegið inn aðgangsorðið einu sinni til að opna tölvupóstinn.
Efst á síðu
Get ég stillt reikninginn minn í Outlook Web App þannig að hann sýni sjálfgefið samþætt efni (myndir ofl.) í tölvupóstskeytunum mínum?
Þú getur stillt tölvupóstinn þannig að ytra efni birtist í hverju skeyti fyrir sig, en ekki er hægt að breyta stillingunni fyrir öll skeyti. Reikningurinn þinn birtir ekki ytra efni í tölvupóstskeytum, því slíkt efni getur innhaldið vefmerki í formi mynda sem má nota til að senda óumbeðinn auglýsingapóst til að rekja upplýsingar um vefskoðun þína eða til að komast framhjá vefsíum til að setja inn kóða sem er skaðlegur fyrir tölvuna.
Samþætt efni sem er fellt inn í skilaboðin birtist sjálfkrafa. Slíkt á einnig við um myndir.
Efst á síðu
Af hverju get ég ekki stillt Outlook 2007 þannig að forritið taki við tölvupósti frá Outlook Web App reikningnum mínum? (Ég nota Windows XP.)
Ef þú notar Windows XP á tölvunni og notar Outlook 2007 til að setja upp tölvupóstinn þinn, færðu hugsanlega margar kvaðningar við innskráningu þegar þú fyllir út reikningsupplýsingarnar. Slíkar kvaðningar geta komið veg fyrir uppsetningu þína á reikningnum. Til að leysa vandamálið biður þú um og setur upp bráðabótina sem er lýst í grein 951701 í Þekkingargrunninum, Lýsing á bráðabótarpakka fyrir Outlook 2007: 22. apríl, 2008. Þegar þú hefur sett bráðabótina upp skaltu halta áfram að setja upp tölvupóstsniðið eins og lýst er í Setja upp tölvupóst í Outlook 2007.
Efst á síðu
Af hverju fæ ég villuboðin „Dulrituð tenging við póstþjóninn þinn er ekki tiltæk“ þegar ég reyni að setja upp Outlook 2007 eða Outlook 2010 fyrir tölvupóstinn minn?
Þegar þú reynir að setja upp tölvupóstinn þinn með Outlook 2007 eða Outlook 2010, tengist Outlook ekki og þú færð upp eftirfarandi villu:
„Dulrituð tenging við póstþjóninn er ekki tiltæk. Smelltu á Áfram til að reyna að nota ódulritaða tengingu.“
Reyndu eftirfarandi til að leysa þessa villu:
Þú gætir þurft að skrá tölvupóstreikninginn þinn áður en þú getur tengst við tölvupóstinn með því að nota Outlook. Þú getur skráð reikninginn þinn með því að skrá þig inn á tölvupóstreikninginn þinn með Outlook Web App. Ef þú hefur ekki ennþá skráð þig inn á reikninginn þinn með því að nota Outlook Web App skaltu skoða tölvupóstslóðina sem þú fékkst frá aðilanum sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast aftur með Outlook. Frekari upplýsingar er að finna í Algengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.
Ef þú notar Microsoft Office 365 þarftu að setja upp skjáborðið áður en hægt er að setja upp Outlook. Frekari upplýsingar eru í Settu upp skjáborðið fyrir Office 365.
Hugsanlega er eldveggur á tölvunni þinni eða á milli tölvunnar og póstþjónsins. Ef tölvan þín hefur ekki verið grunnstillt á réttan hátt getur hún ekki tengst þjóninum í gegnum eldvegginn. Hafðu samband við þjónustuborð til að fá frekari upplýsingar.
Efst á síðu
Af hverju get ég ekki tengst með sjálfvirkri uppsetningu reiknings í Outlook 2010 eða Outlook 2010?
Þegar þú reynir að setja upp tölvupóstinn þinn eftir þrepunum sem lýst er í Setja upp tölvupóst í Outlook 2007 eða Setja upp tölvupóst í Outlook 2010 eða Outlook 2013, tengist Outlook ekki.
Upplýsingar um hvernig skal leysa vandræði við sjálfvirka uppsetningu reikninga er að finna í eftirfarandi efnisatriðum:
Ef þú verður að tengjast tölvupóstreikningnum umsvifalaust, notaðu vafra eða tölvupóstforrit sem styður POP eða IMAP. Skoðaðu eitt af eftirfarandi efnisatriðum:
Efst á síðu
Ég get ekki skráð mig inn á tölvupóstinn minn vegna vottorðsvillu í Outlook 2007.
Verið getur að þú getir ekki notað Outlook 2007 til að komast inn á tölvupóstinn þinn vegna vottorðsvillu. Sjá eftirfarandi til að leysa vandamálið: Ekki hægt að tengjast Outlook 2007 vegna vottorðsvillu.
Efst á síðu
Af hverju sé ég ekki valkostinn að nota léttari útgáfu Outlook Web App á innskráningarsíðu reikningsins?
Ef þú notar ekki vafrann Internet Explorer 6 eða nýrri útgáfu, þá er sjálfgefið að þú notir léttari útgáfu af Outlook Web App.
Efst á síðu
Hvernig nota ég létta útgáfu Outlook Web App?
Skráðu þig inn á reikninginn með því að fara á slóðina sem þú fékkst frá aðilanum sem stjórnar tölvupóstreikningnum og smelltu síðan á Innskráning .
Smelltu síðan á Valkostir í reikningnum og síðan á Almennar stillingar.
Á síðunni Almennar stillingar, undir Aðgengi, velurðu gátreitinn Nota stillingar fyrir blinda og sjónskerta.
Frekari upplýsingar er að finna í Outlook Web App Light.
Efst á síðu
Af hverju birtist önnur skjámynd þegar ég smelli á Valkostir í Outlook Web App reikningnum mínum?
Ef þú opnar reikninginn þinn með studdum vafra og smellir á Valkostir í reikningnum þínum, muntu fara beint í Exchange stjórnborðið, þar sem hægt er að breyta tölvupóststillingum. Ef þú notar aðra gerðir vafra, smelltu þá á Valkostir til að opna eldri síðu Valkosta . Til að nálgast lista yfir studda vafra, sjá Vafrar sem styðja Outlook Web App.
Efst á síðu
Hvernig færi ég gögn frá núverandi Outlook reikningi yfir í Outlook Web App reikninginn minn?
Sem stendur er eina leiðin til að færa gögn úr Outlook 2007 eða Outlook 2010 að nota skrá fyrir einkamöppu (.pst). Þú getur búið til öryggisafrit af gögnum núverandi reiknings með .pst skrá og flutt gögnin af .pst skránni inn á reikninginn í Outlook Web App sem þú opnar með Outlook 2007. Frekari upplýsingar má nálgast í Nota Outlook til að færa gögn milli reikninga.
Efst á síðu
Hvernig deili ég dagatali með öðrum?
Þú getur deilt dagbókinni þinni með öðrum notendum í þinni póstskipan. Frekari upplýsingar er að finna í Dagbók samnýtt.
Efst á síðu
Starfar listinn minn yfir Útilokaða sendendur rétt?
Ef þú notar listann Útilokaðir sendendur á reikningnum, fer tölvupóstur frá sendendum á listanum yfir Útilokaða sendendum beint í möppuna fyrir Ruslpóst. Þessi eiginleiki er hluti af síuvalkostum fyrir Ruslpóst.
Efst á síðu
Af hverju eru skilaboð sem koma í innhólfið mitt sjálfvirkt færð í möppuna Eydd atriði?
Reglur innhólfs og Póstlistastjóra geta valdið því að skilaboð sem koma í innhólfið þitt eru sjálfvirkt færð í möppuna Eydd atriði. Gerðu eitt eða fleira af eftirfarandi til að leysa þetta vandamál:
Ef þú notar Outlook 2007 eða Outlook 2010 skaltu endurskoða reglur innhólfsins. Staðfestu að þú sért ekki með neinar reglur sem innihalda aðgerðina Eyða því, sem gæti valdið þessu vandamáli. Breyttu eða fjarlægðu allar innhólfsreglur sem þú heldur að valdi vandamálinu. Þú getur einnig reynt að eyða öllum innhólfsreglunum þínum, endurræst Outlook og síðan endurstofnað innhólfsreglurnar þínar. Þetta kann að fjarlægja einhverja skemmda innhólfsreglu og leysa vandamálið. Til að fá upplýsingar um hvernig innhólfsreglur eru notaðar, sjá fylgigögn Outlook.
Ef þú notar Entourage eða Outlook fyrir Mac skaltu endurskoða reglur Póstlistastjóra. Staðfestu að þú sért ekki með neinar reglur sem valdi þessu vandamáli. Breyttu eða fjarlægðu allar reglur sem þú heldur að valdi vandamálinu. Þú getur einnig reynt að eyða öllum póstlistareglunum þínum, endurræst Entourage eða Outlook og síðan endurstofnað innhólfsreglurnar þínar. Þetta kann að fjarlægja einhverja skemmda innhólfsreglu og leysa vandamálið. Til að fá upplýsingar um hvernig póstlistareglur eru notaðar, sjá Entourage eða Outlook vegna fylgigagna fyrir Mac.
Efst á síðu
Hvers vegna birtast fundarboð í innhólfinu mínu sem tölvuskeyti með tengla við Outlook vefbúnaðartilvik í fundarboðinu? Ég myndi frekar vilja fá fundarboð sem viðhengi í iCal. Er hægt að breyta þessu?
Ef þú ert með tölvupóstreikning í tölvuskýi (ef póstskipan þín notar til dæmis Microsoft Office 365 fyrir fyrirtæki, Office 365 fyrir fagmenn og lítil fyrirtæki, eða Live@edu), og þú tengist við reikninginn þinn með POP3 eða IMAP4, berast fundarbeiðnir í Exchange frá tölvupóstnotendum í póstskipan þinni í innhólfið þitt sem tölvupóstur með tenglum við Outlook vefbúnaðartilvik í fundarbeiðnunum.
Þú getur ekki fengið fundarboð sem tölvupóst með viðhengjum í iCal ef þú notar tölvupóstreikning í tölvuskýi.
Ath.: |
---|
Þetta vandamál gæti komið upp ef þú ert notandi sem hefur verið úthlutað biðlaraleyfi í Exchange-stöð. Biðlaraleyfi í Exchange-stöð gerir þér kleift að tengjast við reikninginn þinn með Outlook-vefbúnaði eða í gegnum POP3 eða IMAP4 tengingu við reikninginn. Ef þú vilt nota dagatalsaðgerðir og aðrar samvinnuaðgerðir í Exchange skaltu athuga að uppfæra biðlaraleyfið í leyfi sem gerir þér kleift að tengjast reikningi þínum með Exchange-reikningi. Ef þú vilt ekki uppfæra reikninginn í reikning sem styður reikningsaðgang í Exchange geturðu einfaldlega notað vefhugbúnaðinn Outlook Web App til að opna tölvupóstinn. Frekari upplýsingar er að finna í Studd póstforrit og eiginleikar. |
Efst á síðu
Hvers vegna eru vandamál með stór viðhengi í Makka?
Ef þú ert að nota Outlook for Mac 2011 eða Entourage eru skeyti sem fara yfir stærðatakmörk fyrir viðhengi færð í möppuna Drög. Auk þess getur Outlook for Mac 2011 eða Entourage stöðvað vinnslu í nokkrar mínútur í hvert sinn sem forritið reynir að samstillast tölvupóstþjóninum. Umsjónaraðili fyrir tölvupóstinn þinn gæti hugsanlega hækkað stærðartakmörk fyrir viðhengi í pósthólfinu. Í grein 935848 í Þekkingargrunni Microsoft, Hvernig er hægt að heimila Entourage fyrir Mac að senda stór skeyti til Exchange 2007 þjóns, koma fram upplýsingar sem útskýra þetta fyrir umsjónaraðilum tölvupóstreikninga. Frekari upplýsingar er að finna hjá þeim aðila sem hefur umsjón með tölvupóstreikningum þínum.
Efst á síðu
Hvar finn ég frekari upplýsingar?
Ef frekari spurningar vakna skaltu skoða eftirfarandi tengla.